Trump sakar Kanadamenn um að brenna Hvíta húsið áður en Kanada var til Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 7. júní 2018 14:45 Leiðtogar Kanada og Bandaríkjanna eru ekki beint bestu vinir þessa dagana Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn á ný vakið kátínu netverja með staðreyndavillum. Í þetta sinn sagði Trump að Kanadamenn hefðu brennt Hvíta húsið til grunna og því væri réttlætanlegt að skilgreina tolla á kanadískar vörur sem hluta af þjóðaröryggisáætlun. Ummælin féllu í símtali Trumps við Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fyrir mánaðamót en ekki var greint frá þeim fyrr en í gær. Sjónvarpsstöðin CNN ræddi við heimildamann sem sagði að samtalið hafi ekki farið vel fram og báðir menn verið mjög greinilega pirraðir. Þegar Trudeau sagði Trump að það væri fjarstæðukennt að skilgreina verndartolla á kanadískar vörur sem þjóðaröryggismál svaraði Trump með því að spyrja hvort Kanadamenn hefðu ekki gerst sekir um að brenna Hvíta húsið til grunna á sínum tíma. Trudeau vissi víst ekki alveg hvað hann átti að segja. Sennilega var Trump að vísa til stríðsins sem kennt er við 1812 þegar breskt herlið brenndi vissulega Hvíta húsið. Kanada var hins vegar ekki til á þeim tíma, ríkið var stofnað 1867. Eina leiðin til að gera gott úr þessari söguskoðun er að vísa til þess árásin á Washington, sem endaði með eldhafi í Hvíta húsinu og víðar í Washington, var gerð í hefndum fyrir árás Bandaríkjamanna á bæinn York í bresku nýlendunni Ontario. Ontario varð síðar hluti af Kanada. Kanada Tengdar fréttir Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn á ný vakið kátínu netverja með staðreyndavillum. Í þetta sinn sagði Trump að Kanadamenn hefðu brennt Hvíta húsið til grunna og því væri réttlætanlegt að skilgreina tolla á kanadískar vörur sem hluta af þjóðaröryggisáætlun. Ummælin féllu í símtali Trumps við Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, fyrir mánaðamót en ekki var greint frá þeim fyrr en í gær. Sjónvarpsstöðin CNN ræddi við heimildamann sem sagði að samtalið hafi ekki farið vel fram og báðir menn verið mjög greinilega pirraðir. Þegar Trudeau sagði Trump að það væri fjarstæðukennt að skilgreina verndartolla á kanadískar vörur sem þjóðaröryggismál svaraði Trump með því að spyrja hvort Kanadamenn hefðu ekki gerst sekir um að brenna Hvíta húsið til grunna á sínum tíma. Trudeau vissi víst ekki alveg hvað hann átti að segja. Sennilega var Trump að vísa til stríðsins sem kennt er við 1812 þegar breskt herlið brenndi vissulega Hvíta húsið. Kanada var hins vegar ekki til á þeim tíma, ríkið var stofnað 1867. Eina leiðin til að gera gott úr þessari söguskoðun er að vísa til þess árásin á Washington, sem endaði með eldhafi í Hvíta húsinu og víðar í Washington, var gerð í hefndum fyrir árás Bandaríkjamanna á bæinn York í bresku nýlendunni Ontario. Ontario varð síðar hluti af Kanada.
Kanada Tengdar fréttir Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Segir verndartolla Trumps móðgun við nána vináttu Kanadamanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að viðskiptatollar Trump stjórnarinnar á kanadískar útflutningsvörur séu móðgun við náið samband þjóðanna. 3. júní 2018 19:40
Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43
Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið. 31. maí 2018 14:36
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent