Kalla erindreka heim vegna gruns um hljóðárásir Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júní 2018 08:29 Samskipti Kína og Bandaríkjanna hafa verið stirð undanfarna mánuði. Vísir/afp Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. Erindrekarnir, sem höfðu haft aðsetur í borginni Guangzhou í suðurhluta Kína, höfðu tilkynnt yfirboðurum sínum að þeir heyrðu undarleg hljóð á starfsstöð sinni. Greint var frá því undir lok síðasta árs, til dæmis á Vísi, að 24 starfsmenn bandarískra sendiráðsins á Kúbu hafi veikst með dularfullum hætti. Þegar nánar var að gáð hafði fólkið hlotið áverka á heila eftir það sem virðist vera einhvers konar hljóðvopn. Vitni lýsa hljóðvopninu dularfulla á mjög sérstakan hátt. Einn erindreki segist hafa vaknað við mikil læti í rúmi sínu og þau hafi hætt um leið og hann gekk frá rúminu. Um leið og hann lagðist aftur niður heyrði hann hljóðið aftur og sagðist hann hafa þjáðst verulega.Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu á Kúbu vegna dularfulls hljóðvopnsSíðan þá hefur hann átt erfitt með heyrn og átt erfitt með að tala eðlilega. Þá hafa önnur fórnarlömb lýst því að þau eigi erfitt með að einbeita sér og að muna tiltekin orð. Kínversku tilfellin koma fram á mjög eldfimum tímapunkti í samskiptum ríkjanna. Ásakanir hafa gengið á milli Peking og Washington og óttast greinendur að allsherjar viðskiptastríð kunni að skella á milli stórveldanna, með tilheyrandi áhrifum á efnahagsmál heimsins. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna varaði starfsfólk sitt við í síðasta mánuði eftir að fregnir tóku að berast af veikindum erindrekanna í Kína. Í tilkynningu sagðist ráðuneytið taka ábendingunum alvarlega en að ekki lægi fyrir hvað byggi að baki þeim. Engu að síður var starfsfólk ráðuneytisins hvatt til að koma sér í skjól ef það yrði vart við hljóðræn óþægindi. Utanríkisráðuneytið hefur sent rannsóknarnefnd á vettvang sem komast á til botns í því hvort að um sé að ræða sambærilegt mál og kom upp á Kúbu. Stjórnvöld í Havana hafa þvertekið fyrir það að hafa komið nálægt hinum meintu hljóðárásum. Bandaríkin Kúba Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01 Kínverjar ógilda viðskiptasamkomulag ef Trump leggur á verndartolla Kínversk stjórnvöld segja að allt sem samið hefur verið um hingað til í viðræðum við Bandaríkjastjórn um milliríkjaviðskipti falli sjálfkrafa úr gildi ef Trump stjórnin setur verndartolla á kínverskar vörur. 3. júní 2018 15:27 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur kallað heim fjölda erindreka sinna í Kína vegna gruns um að þeir hafi veikst af sama sjúkdómi og bandarískir sendiráðsstarfsmenn á Kúbu. Erindrekarnir, sem höfðu haft aðsetur í borginni Guangzhou í suðurhluta Kína, höfðu tilkynnt yfirboðurum sínum að þeir heyrðu undarleg hljóð á starfsstöð sinni. Greint var frá því undir lok síðasta árs, til dæmis á Vísi, að 24 starfsmenn bandarískra sendiráðsins á Kúbu hafi veikst með dularfullum hætti. Þegar nánar var að gáð hafði fólkið hlotið áverka á heila eftir það sem virðist vera einhvers konar hljóðvopn. Vitni lýsa hljóðvopninu dularfulla á mjög sérstakan hátt. Einn erindreki segist hafa vaknað við mikil læti í rúmi sínu og þau hafi hætt um leið og hann gekk frá rúminu. Um leið og hann lagðist aftur niður heyrði hann hljóðið aftur og sagðist hann hafa þjáðst verulega.Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu á Kúbu vegna dularfulls hljóðvopnsSíðan þá hefur hann átt erfitt með heyrn og átt erfitt með að tala eðlilega. Þá hafa önnur fórnarlömb lýst því að þau eigi erfitt með að einbeita sér og að muna tiltekin orð. Kínversku tilfellin koma fram á mjög eldfimum tímapunkti í samskiptum ríkjanna. Ásakanir hafa gengið á milli Peking og Washington og óttast greinendur að allsherjar viðskiptastríð kunni að skella á milli stórveldanna, með tilheyrandi áhrifum á efnahagsmál heimsins. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna varaði starfsfólk sitt við í síðasta mánuði eftir að fregnir tóku að berast af veikindum erindrekanna í Kína. Í tilkynningu sagðist ráðuneytið taka ábendingunum alvarlega en að ekki lægi fyrir hvað byggi að baki þeim. Engu að síður var starfsfólk ráðuneytisins hvatt til að koma sér í skjól ef það yrði vart við hljóðræn óþægindi. Utanríkisráðuneytið hefur sent rannsóknarnefnd á vettvang sem komast á til botns í því hvort að um sé að ræða sambærilegt mál og kom upp á Kúbu. Stjórnvöld í Havana hafa þvertekið fyrir það að hafa komið nálægt hinum meintu hljóðárásum.
Bandaríkin Kúba Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01 Kínverjar ógilda viðskiptasamkomulag ef Trump leggur á verndartolla Kínversk stjórnvöld segja að allt sem samið hefur verið um hingað til í viðræðum við Bandaríkjastjórn um milliríkjaviðskipti falli sjálfkrafa úr gildi ef Trump stjórnin setur verndartolla á kínverskar vörur. 3. júní 2018 15:27 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Bandaríkjastjórn segir Kínverja sýna grannríkjum yfirgang í skjóli hernaðaryfirburða James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að Kínverjar skapi stríðshættu með því að fara fram með hótunum og yfirgangi gegn nágrönnum sínum vegna hernaðarlega yfirburða. 2. júní 2018 12:01
Kínverjar ógilda viðskiptasamkomulag ef Trump leggur á verndartolla Kínversk stjórnvöld segja að allt sem samið hefur verið um hingað til í viðræðum við Bandaríkjastjórn um milliríkjaviðskipti falli sjálfkrafa úr gildi ef Trump stjórnin setur verndartolla á kínverskar vörur. 3. júní 2018 15:27