Sjá til lands í viðræðum á þingi Sveinn Arnarsson skrifar 7. júní 2018 06:00 Þingið hefur starfað með afar óvenjulegum hætti eftir eldhúsdagsumræður. Vísir/Sigtryggur Þreifingar milli formanna og þingflokksformanna stjórnmálahreyfinga á þingi héldu áfram í allan gærdag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist vera farin að sjá í land með samkomulag milli þingflokka um þinglok og vonast eftir því að samkomulag náist í dag. „Eins og staðan er núna erum við ekki búin að klára samkomulag um neitt mál,“ segir Bjarkey. „Þetta er allt saman einn pakki sem við erum að reyna að ná samkomulagi um milli stjórnar og stjórnarandstöðu og því er þetta nokkuð mikil vinna þegar allt kemur til alls. Þar inni eru líka mál sem þarf að ræða í þingsal og því er ljóst að þingið verður starfrækt vel fram í næstu viku.“ Þingstörf hafa verið í skötulíki síðustu tvo daga þar sem samningaviðræður milli flokkanna hafa átt sér stað í bakherbergjum þingsins. Þó hafa fastanefndir þingsins nýtt sér þennan tíma til að fara yfir mál sem enn eru í meðförum þeirra og þarf að klára á þessu þingi. Mál sem talið er að verði snúin eru frumvörp um rafsígarettur og frumvarp heilbrigðisráðherra um steranotkun. Ný persónuverndarlög og fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar verða einnig rædd mikið á næstu dögum nái menn samkomulagi um störf þingsins. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.Einnig hafa heyrst raddir um að 28 ný þingmál bíði fyrstu umræðu, 60 þingmál eru í meðferðum nefnda þingsins, önnur 17 bíða annarrar umræðu og síðast en ekki síst eru fjögur mál sem bíða þriðju umræðu í þinginu. Um 30 mál voru á dagskrá þingsins í gær og störfum um tíu leytið í gærkvöld. Á morgun verður að öllum líkindum rætt um fjármálaáætlun til ársins 2023 sem þarf að samþykkja fyrir þinglok. Sáttatillaga forsætisráðherra um með hvaða hætti þingið taki á veiðigjaldamálinu er undirstaða þeirrar vinnu sem nú er unnin milli þingflokksformanna um þinglokin. Af samtölum að dæma ríkir þokkalegur friður um þá vinnu og hún virðist ganga ágætlega. Hins vegar sé afar flókið að semja um þinglok þar sem aldrei hafa jafn margir flokkar setið á þingi og nú. „Það er jákvæður gangur í þessu og þetta mjakast áfram. Nú er bara unnið hörðum höndum að því að ná lendingu og það er í höndum þingflokksformanna að semja. Eins og þingið er oft á tíðum þá tekur þetta bara tíma en við reynum að vinna þetta í sátt,“ bætir Bjarkey við. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 „Viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok“ Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. 5. júní 2018 19:08 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Sjá meira
Þreifingar milli formanna og þingflokksformanna stjórnmálahreyfinga á þingi héldu áfram í allan gærdag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist vera farin að sjá í land með samkomulag milli þingflokka um þinglok og vonast eftir því að samkomulag náist í dag. „Eins og staðan er núna erum við ekki búin að klára samkomulag um neitt mál,“ segir Bjarkey. „Þetta er allt saman einn pakki sem við erum að reyna að ná samkomulagi um milli stjórnar og stjórnarandstöðu og því er þetta nokkuð mikil vinna þegar allt kemur til alls. Þar inni eru líka mál sem þarf að ræða í þingsal og því er ljóst að þingið verður starfrækt vel fram í næstu viku.“ Þingstörf hafa verið í skötulíki síðustu tvo daga þar sem samningaviðræður milli flokkanna hafa átt sér stað í bakherbergjum þingsins. Þó hafa fastanefndir þingsins nýtt sér þennan tíma til að fara yfir mál sem enn eru í meðförum þeirra og þarf að klára á þessu þingi. Mál sem talið er að verði snúin eru frumvörp um rafsígarettur og frumvarp heilbrigðisráðherra um steranotkun. Ný persónuverndarlög og fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar verða einnig rædd mikið á næstu dögum nái menn samkomulagi um störf þingsins. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.Einnig hafa heyrst raddir um að 28 ný þingmál bíði fyrstu umræðu, 60 þingmál eru í meðferðum nefnda þingsins, önnur 17 bíða annarrar umræðu og síðast en ekki síst eru fjögur mál sem bíða þriðju umræðu í þinginu. Um 30 mál voru á dagskrá þingsins í gær og störfum um tíu leytið í gærkvöld. Á morgun verður að öllum líkindum rætt um fjármálaáætlun til ársins 2023 sem þarf að samþykkja fyrir þinglok. Sáttatillaga forsætisráðherra um með hvaða hætti þingið taki á veiðigjaldamálinu er undirstaða þeirrar vinnu sem nú er unnin milli þingflokksformanna um þinglokin. Af samtölum að dæma ríkir þokkalegur friður um þá vinnu og hún virðist ganga ágætlega. Hins vegar sé afar flókið að semja um þinglok þar sem aldrei hafa jafn margir flokkar setið á þingi og nú. „Það er jákvæður gangur í þessu og þetta mjakast áfram. Nú er bara unnið hörðum höndum að því að ná lendingu og það er í höndum þingflokksformanna að semja. Eins og þingið er oft á tíðum þá tekur þetta bara tíma en við reynum að vinna þetta í sátt,“ bætir Bjarkey við.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 „Viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok“ Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. 5. júní 2018 19:08 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Sjá meira
Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00
Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00
„Viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok“ Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. 5. júní 2018 19:08