Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Heimir Már Pétursson skrifar 6. júní 2018 19:15 Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson þingmenn Framsóknarflokksins lögðu frumvarpið fram og var það samþykkt með 52 atkvæðum í dag. Lögin taka síðan gildi 1. Janúar 2019. Samkvæmt lögunum má nema á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til nota við læknismeðferð annars einstaklings hafi hinn látni ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans. Þó má ekki nema brott líffæri eða lífræn efni leggist nánasti vandamaður hins látna gegn því. „Ég vona náttúrlega að þetta muni fjölga líffæragjöfum vegna þess að það er mikil þörf á því. Sérstaklega þegar við horfum til þess að við erum að eldast og það verður aukin þörf á líffærum í framtíðinni. Þetta er mjög gott skref í þá átt að fjölga líffæragjöfum,“ segir Silja Dögg. Og það hefur hallað svolítið á Íslendinga í þeim efnum? „Já, við höfum fengið meira en við höfum verið að gefa.“ Einnig sé mikilvægt að auka alla umræðu og fræðslu til að mynda meðal grunn- og framhaldsskólanema og meðal heilbrigðisstarfsfólks. Velferðarnefnd gerði þá einu breytingu á frumvarpinu að ekki væri tilskilið að líffæragjafar væru sjálfráða þegar þeir létust. „Já, nefndin tók þá afstöðu til að koma ekki í veg fyrir líffæragjafir barna. Vegna þess að þær eru líka mjög mikilvægar,“ segir Silja Dögg. Áður mátti einungis nema líffæri á brott ef hinn látni hafði lýst vilja sínum til líffæragjafar fyrir andlátið, en nú er þeirri reglu snúið við og gengið út frá ætluðu samþykki. Alþingi Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson þingmenn Framsóknarflokksins lögðu frumvarpið fram og var það samþykkt með 52 atkvæðum í dag. Lögin taka síðan gildi 1. Janúar 2019. Samkvæmt lögunum má nema á brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til nota við læknismeðferð annars einstaklings hafi hinn látni ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans. Þó má ekki nema brott líffæri eða lífræn efni leggist nánasti vandamaður hins látna gegn því. „Ég vona náttúrlega að þetta muni fjölga líffæragjöfum vegna þess að það er mikil þörf á því. Sérstaklega þegar við horfum til þess að við erum að eldast og það verður aukin þörf á líffærum í framtíðinni. Þetta er mjög gott skref í þá átt að fjölga líffæragjöfum,“ segir Silja Dögg. Og það hefur hallað svolítið á Íslendinga í þeim efnum? „Já, við höfum fengið meira en við höfum verið að gefa.“ Einnig sé mikilvægt að auka alla umræðu og fræðslu til að mynda meðal grunn- og framhaldsskólanema og meðal heilbrigðisstarfsfólks. Velferðarnefnd gerði þá einu breytingu á frumvarpinu að ekki væri tilskilið að líffæragjafar væru sjálfráða þegar þeir létust. „Já, nefndin tók þá afstöðu til að koma ekki í veg fyrir líffæragjafir barna. Vegna þess að þær eru líka mjög mikilvægar,“ segir Silja Dögg. Áður mátti einungis nema líffæri á brott ef hinn látni hafði lýst vilja sínum til líffæragjafar fyrir andlátið, en nú er þeirri reglu snúið við og gengið út frá ætluðu samþykki.
Alþingi Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?