„Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 12:15 Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. Vísir/EPA Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. Peterson var gert að setjast í helgan stein eftir árásina en hann var eini vörður skólans og upptökur úr myndavélum sýndu hann bíða fyrir utan húsið á meðan Cruz var þar inni að myrða fólk. Í viðtölum við fjölmiðla í Bandaríkjunum hefur Peterson beðist afsökunar en hann segist ekki hafa verið hræddur. Það hafi ekki verið ástæðan fyrir því að hann fór ekki inn í bygginguna þar sem Cruz myrti fólkið. Peterson segir að ástæðan hafi verið sú að hann vissi ekki hvar Cruz væri og taldi hann að leyniskytta væri að skjóta. „Þetta voru krakkarnir mínir. Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað. Aldrei,“ sagði Peterson í samtali við NBC.Eftir að lögreglan birti upptökur úr öryggismyndavélum, þar sem Peterson sást fara í skjól fyrir utan bygginguna, var hann titlaður „heigullinn frá Browar“, eða „Coward from Broward“, þar sem skólinn er í Broward-sýslu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Peterson opinberlega og sagði hann vera heigul. Trump sagði að ef hann hefði sjálfur verið á vettvangi hefði hann farið inn í bygginguna, jafnvel þó hann væri óvopnaður.Nú hefur Peterson stigið fram og segir hann það vera til að gefa raunhæfa mynd af ástandinu þennan morgun. Ekki þá mynd sem fógetinn Scott Israel hafi gefið.Hélt að um leyniskyttu væri að ræða Hann segist hafa rokið af stað um leið og tilkynning um skothljóð barst og á leiðinni á vettvang hafi hann heyrt fleiri skot sem hann taldi koma frá leyniskyttu. Því leitaði hann sér skjóls og kallaði í talstöð sína að lögregluþjónar ættu að halda sig frá staðnum. Peterson segist ekki hafa talið að árásarmaðurinn væri inni að myrða nemendur og starfsmenn, þrátt fyrir að árásir sem slíkar séu orðnar einkar algengar í Bandaríkjunum og að hann hafði verið þjálfaður í að bregðast við slíkum árásum. Sömuleiðis sýna upptökur að Peterson sagði í talstöð sína að hann heyrði skothríð „við, inn í húsinu“. Þegar hann kom á vettvang hafði Cruz þegar myrt ellefu manns á jarðhæð hússins og fór hann upp á þriðju hæð þar sem hann myrti sex til viðbótar. Peterson segist aldrei hafa heyrt fleiri skot.„Það hrellir mig að ég vissi ekki hvað var að gerast,“ segir Peterson. „Ég var að reyna að gera það besta sem ég gat með þær upplýsingar sem ég hafði og þetta gerðist allt svo hratt.“ Peterson sagði einnig að hann óskaði þess að geta talað við fjölskyldur þeirra sem dóu og útskýrt mál sitt. Hann var sömuleiðis í viðtali hjá Washington Post þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að hann hefði lítið getað gert til að bjarga lífum.Foreldrar ekki sáttirForeldrar nemenda sem voru myrtir hafa þó ekki tekið vel í afsökunarbeiðni Peterson. Blaðamenn Miami Herald ræddu við nokkra foreldra. „Ég er þreyttur á því að hann sé að mála sig sem fórnarlamb,“ sagði Fred Guttenberg, faðir hinnar fjórtán ára gömlu Jaime Guttenberg. „Hann er ekki fórnarlamb. Hann bjó til fórnarlömb. Hann talar um þau sem sýna krakka. Þau voru ekki þínir krakkar, Scot Peterson. Þú leyfðir þeim að deyja!“ Guttenberg sagði einnig að ef Peterson hefði unnið starfið sitt hefðu þeir sem voru myrtir á þriðju hæðinni aldrei dáið. „Þetta fólk sem dó, þar á meðal dóttir mín, eru fórnarlömb vanhæfni hans til að vinna vinnuna sína.“ Guttenberg skoraði á Peterson að hitta sig í persónu. Annar maður sem rætt var við sagðist vera alveg sama þó Peterson segist eiga bágt. „Ég skil ekki hvernig hann getur haldið því fram að hann hafi unnið vinnuna sína. Hann gerði ekki neitt. Hann stóð fyrir utan. Hann vissi að gaurinn var inni að drepa börnin okkar. Þetta er kjaftæði,“ sagði Max Schachter. „Hann olli í rauninni fleiri dauðsföllum með því að segja lögregluþjónum að fara ekki þarna inn. Það ætti að ákæra hann.“ Einn af nemendum skólans, Morgan Williams, greip til Twitter í gær þar sem hún sagðist ekki ætla að lesa viðtöl við Peterson. Sama hvað hann segði þá væri hann heigull.I don't care what that article says. Scot Peterson is a fucking coward. He was scared? So was I and everyone else inside that building. While I had to run across my classroom and hid from the shooter, he stood outside and did nothing. He gets absolutely no sympathy from me.— Morgan Williams #NEVERAGAIN (@morganw_44) June 4, 2018 Peterson keeps saying we're “his kids”. If that was the case, he would have done something to protect us. He waited outside while Hixon ran in, UNARMED, to try and help us. Hixon showed how much he truly cared about us that day and for that he will always be one of my heroes.— Morgan Williams #NEVERAGAIN (@morganw_44) June 4, 2018 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Jimmy Fallon kemur þjáðum nemendum á óvart Sagði nemendum að láta ekki neitt stoppa sig. 4. júní 2018 11:10 Ted Nugent kallar eftirlifendur Parkland-skotárásarinnar „sálarlausa“ Aldraði rokkarinn og NRA-stjórnarmeðlimurinn Ted Nugent fór ófögrum orðum um eftirlifendur skotárásarinnar í Parkland í Flórída í spjallþættinum The Joe Pags Show síðastliðinn föstudag. 3. apríl 2018 11:59 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. Peterson var gert að setjast í helgan stein eftir árásina en hann var eini vörður skólans og upptökur úr myndavélum sýndu hann bíða fyrir utan húsið á meðan Cruz var þar inni að myrða fólk. Í viðtölum við fjölmiðla í Bandaríkjunum hefur Peterson beðist afsökunar en hann segist ekki hafa verið hræddur. Það hafi ekki verið ástæðan fyrir því að hann fór ekki inn í bygginguna þar sem Cruz myrti fólkið. Peterson segir að ástæðan hafi verið sú að hann vissi ekki hvar Cruz væri og taldi hann að leyniskytta væri að skjóta. „Þetta voru krakkarnir mínir. Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað. Aldrei,“ sagði Peterson í samtali við NBC.Eftir að lögreglan birti upptökur úr öryggismyndavélum, þar sem Peterson sást fara í skjól fyrir utan bygginguna, var hann titlaður „heigullinn frá Browar“, eða „Coward from Broward“, þar sem skólinn er í Broward-sýslu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi Peterson opinberlega og sagði hann vera heigul. Trump sagði að ef hann hefði sjálfur verið á vettvangi hefði hann farið inn í bygginguna, jafnvel þó hann væri óvopnaður.Nú hefur Peterson stigið fram og segir hann það vera til að gefa raunhæfa mynd af ástandinu þennan morgun. Ekki þá mynd sem fógetinn Scott Israel hafi gefið.Hélt að um leyniskyttu væri að ræða Hann segist hafa rokið af stað um leið og tilkynning um skothljóð barst og á leiðinni á vettvang hafi hann heyrt fleiri skot sem hann taldi koma frá leyniskyttu. Því leitaði hann sér skjóls og kallaði í talstöð sína að lögregluþjónar ættu að halda sig frá staðnum. Peterson segist ekki hafa talið að árásarmaðurinn væri inni að myrða nemendur og starfsmenn, þrátt fyrir að árásir sem slíkar séu orðnar einkar algengar í Bandaríkjunum og að hann hafði verið þjálfaður í að bregðast við slíkum árásum. Sömuleiðis sýna upptökur að Peterson sagði í talstöð sína að hann heyrði skothríð „við, inn í húsinu“. Þegar hann kom á vettvang hafði Cruz þegar myrt ellefu manns á jarðhæð hússins og fór hann upp á þriðju hæð þar sem hann myrti sex til viðbótar. Peterson segist aldrei hafa heyrt fleiri skot.„Það hrellir mig að ég vissi ekki hvað var að gerast,“ segir Peterson. „Ég var að reyna að gera það besta sem ég gat með þær upplýsingar sem ég hafði og þetta gerðist allt svo hratt.“ Peterson sagði einnig að hann óskaði þess að geta talað við fjölskyldur þeirra sem dóu og útskýrt mál sitt. Hann var sömuleiðis í viðtali hjá Washington Post þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að hann hefði lítið getað gert til að bjarga lífum.Foreldrar ekki sáttirForeldrar nemenda sem voru myrtir hafa þó ekki tekið vel í afsökunarbeiðni Peterson. Blaðamenn Miami Herald ræddu við nokkra foreldra. „Ég er þreyttur á því að hann sé að mála sig sem fórnarlamb,“ sagði Fred Guttenberg, faðir hinnar fjórtán ára gömlu Jaime Guttenberg. „Hann er ekki fórnarlamb. Hann bjó til fórnarlömb. Hann talar um þau sem sýna krakka. Þau voru ekki þínir krakkar, Scot Peterson. Þú leyfðir þeim að deyja!“ Guttenberg sagði einnig að ef Peterson hefði unnið starfið sitt hefðu þeir sem voru myrtir á þriðju hæðinni aldrei dáið. „Þetta fólk sem dó, þar á meðal dóttir mín, eru fórnarlömb vanhæfni hans til að vinna vinnuna sína.“ Guttenberg skoraði á Peterson að hitta sig í persónu. Annar maður sem rætt var við sagðist vera alveg sama þó Peterson segist eiga bágt. „Ég skil ekki hvernig hann getur haldið því fram að hann hafi unnið vinnuna sína. Hann gerði ekki neitt. Hann stóð fyrir utan. Hann vissi að gaurinn var inni að drepa börnin okkar. Þetta er kjaftæði,“ sagði Max Schachter. „Hann olli í rauninni fleiri dauðsföllum með því að segja lögregluþjónum að fara ekki þarna inn. Það ætti að ákæra hann.“ Einn af nemendum skólans, Morgan Williams, greip til Twitter í gær þar sem hún sagðist ekki ætla að lesa viðtöl við Peterson. Sama hvað hann segði þá væri hann heigull.I don't care what that article says. Scot Peterson is a fucking coward. He was scared? So was I and everyone else inside that building. While I had to run across my classroom and hid from the shooter, he stood outside and did nothing. He gets absolutely no sympathy from me.— Morgan Williams #NEVERAGAIN (@morganw_44) June 4, 2018 Peterson keeps saying we're “his kids”. If that was the case, he would have done something to protect us. He waited outside while Hixon ran in, UNARMED, to try and help us. Hixon showed how much he truly cared about us that day and for that he will always be one of my heroes.— Morgan Williams #NEVERAGAIN (@morganw_44) June 4, 2018
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45 Jimmy Fallon kemur þjáðum nemendum á óvart Sagði nemendum að láta ekki neitt stoppa sig. 4. júní 2018 11:10 Ted Nugent kallar eftirlifendur Parkland-skotárásarinnar „sálarlausa“ Aldraði rokkarinn og NRA-stjórnarmeðlimurinn Ted Nugent fór ófögrum orðum um eftirlifendur skotárásarinnar í Parkland í Flórída í spjallþættinum The Joe Pags Show síðastliðinn föstudag. 3. apríl 2018 11:59 Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51 Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Hundruð þúsunda krefjast úrbóta á byssulöggjöf Fjölmargir eru samankomnir í Washington D.C. vegna kröfugöngunnar March for Our Lives. Samskonar göngur eru víðsvegar um heiminn í dag. 24. mars 2018 16:45
Jimmy Fallon kemur þjáðum nemendum á óvart Sagði nemendum að láta ekki neitt stoppa sig. 4. júní 2018 11:10
Ted Nugent kallar eftirlifendur Parkland-skotárásarinnar „sálarlausa“ Aldraði rokkarinn og NRA-stjórnarmeðlimurinn Ted Nugent fór ófögrum orðum um eftirlifendur skotárásarinnar í Parkland í Flórída í spjallþættinum The Joe Pags Show síðastliðinn föstudag. 3. apríl 2018 11:59
Las upp nöfn fallinna skólafélaga og þagði Emma González var ein þeirra sem steig á svið í Washington D.C. í dag eftir kröfugönguna March for Our Lives. 24. mars 2018 22:51
Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent