Lögmaður: Trump hefði getað skotið forstjóra FBI án ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2018 11:13 Eftir að Trump rak James Comey (t.h.) í fyrra sagði hann ástæðuna hafa verið Rússarannsókn FBI. Vísir/AFP Völd Bandaríkjaforseta eru svo víðtæk að Donald Trump hefði getað skotið James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, án þess að það leiddi til þess að hann yrði ákærður. Þetta sagði lögmaður Trump þegar hann hélt því fram að ekki væri hægt að stefna eða ákæra forsetann um helgina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, fór víða um bandaríska fjölmiðla um helgina með þann boðskap að lögfræðiteymi forsetans teldi að hann nyti friðhelgi frá stefnum í saksóknum, óháð sakarefninu. Sagði hann að það væri aðeins þingið sem gæti ákært forseta. Ummæli Giuliani eru liður í baráttu Trump gegn Rússarannsókninni svonefndu sem Robert Mueller, sérstaku rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir. Hún beinist að því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa fyrir kosningarnar árið 2016 en einnig að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí í fyrra. Í viðtali við Huffington Post tók Giuliani öfgafullt dæmi um hversu yfirgripsmikil friðhelgi forsetans fyrir ákærum væri að hans mati.Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hefur sett fram kenningar um vald forseta sem lögspekingar draga verulega í efa.Vísir/AFP„Ef hann hefði skotið James Comey, yrði hann ákærður í þinginu daginn eftir. Ákærið hann í þinginu og þá getið þið gert hvað sem þið viljið með hann,“ sagði lögmaðurinn eftir að hafa lýst því að ekki væri hægt að ákæra eða stefna forsetanum undir neinum kringumstæðum. Þetta er ekki eina vafasama lögfræðikenningin sem Giuliani hefur sett fram undanfarna daga. Þannig lýsti hann einnig um helgina þeirri skoðun sinni að Trump hefði vald til að náða sjálfan sig ef Mueller ákærði hann. Forsetinn myndi hins vegar ekki gera það vegna pólitískra afleiðinga sem slík náðun gæti haft í för með sér. Áður hafði tuttugu blaðsíðna bréfi lögmanna Trump til Mueller verið lekið í New York Times. Í því lýstu lögmennirnir þeirri skoðun sinni að Trump hefði ekki getað hindrað framgang réttvísinnar með því að reka Comey því forsetinn hafi óskorðað vald yfir dómsmálaráðuneytinu og öllum rannsóknum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Lögmaður Trump skilyrðir viðtal við gögn um meintar „njósnir“ Bandaríkjaforseti notar samsæriskenningu sína um njósnir til að setja þrýsting á sérstaka rannsakandann sem leiðir Rússarannsóknina. 29. maí 2018 20:12 Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Trump hefur sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa látið njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum. 27. maí 2018 23:18 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Völd Bandaríkjaforseta eru svo víðtæk að Donald Trump hefði getað skotið James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, án þess að það leiddi til þess að hann yrði ákærður. Þetta sagði lögmaður Trump þegar hann hélt því fram að ekki væri hægt að stefna eða ákæra forsetann um helgina. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, fór víða um bandaríska fjölmiðla um helgina með þann boðskap að lögfræðiteymi forsetans teldi að hann nyti friðhelgi frá stefnum í saksóknum, óháð sakarefninu. Sagði hann að það væri aðeins þingið sem gæti ákært forseta. Ummæli Giuliani eru liður í baráttu Trump gegn Rússarannsókninni svonefndu sem Robert Mueller, sérstaku rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, stýrir. Hún beinist að því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa fyrir kosningarnar árið 2016 en einnig að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak Comey í maí í fyrra. Í viðtali við Huffington Post tók Giuliani öfgafullt dæmi um hversu yfirgripsmikil friðhelgi forsetans fyrir ákærum væri að hans mati.Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hefur sett fram kenningar um vald forseta sem lögspekingar draga verulega í efa.Vísir/AFP„Ef hann hefði skotið James Comey, yrði hann ákærður í þinginu daginn eftir. Ákærið hann í þinginu og þá getið þið gert hvað sem þið viljið með hann,“ sagði lögmaðurinn eftir að hafa lýst því að ekki væri hægt að ákæra eða stefna forsetanum undir neinum kringumstæðum. Þetta er ekki eina vafasama lögfræðikenningin sem Giuliani hefur sett fram undanfarna daga. Þannig lýsti hann einnig um helgina þeirri skoðun sinni að Trump hefði vald til að náða sjálfan sig ef Mueller ákærði hann. Forsetinn myndi hins vegar ekki gera það vegna pólitískra afleiðinga sem slík náðun gæti haft í för með sér. Áður hafði tuttugu blaðsíðna bréfi lögmanna Trump til Mueller verið lekið í New York Times. Í því lýstu lögmennirnir þeirri skoðun sinni að Trump hefði ekki getað hindrað framgang réttvísinnar með því að reka Comey því forsetinn hafi óskorðað vald yfir dómsmálaráðuneytinu og öllum rannsóknum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48 Lögmaður Trump skilyrðir viðtal við gögn um meintar „njósnir“ Bandaríkjaforseti notar samsæriskenningu sína um njósnir til að setja þrýsting á sérstaka rannsakandann sem leiðir Rússarannsóknina. 29. maí 2018 20:12 Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Trump hefur sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa látið njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum. 27. maí 2018 23:18 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Trump þrýsti á dómsmálaráðherrann að taka aftur yfir Rússarannsóknina Krafa forsetans um að dómsmálaráðherrann drægi yfirlýsingu sína um vanhæfi til baka er sögð óvenjuleg og mögulega óviðeigandi. Þrýstingur Trump um það er sagður til rannsóknar. 30. maí 2018 17:48
Lögmaður Trump skilyrðir viðtal við gögn um meintar „njósnir“ Bandaríkjaforseti notar samsæriskenningu sína um njósnir til að setja þrýsting á sérstaka rannsakandann sem leiðir Rússarannsóknina. 29. maí 2018 20:12
Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Trump hefur sakað FBI og dómsmálaráðuneytið um að hafa látið njósna um framboð sitt af pólitískum ástæðum. 27. maí 2018 23:18
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent