Fengi sjálfur afslátt með eigin frumvarpi Jóhann Óli Eiðsson og Sveinn Arnarsson skrifa 1. júní 2018 06:00 Sigurður Páll tók sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn eftir síðustu kosningar. Alþingi Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, er einn flutningsmanna frumvarps um að lækka veiðigjöld. Hann er einnig eigandi alls hlutafjár fyrirtækisins Kári ehf., sem á aflahlutdeild að verðmæti 106 milljónir króna. Frumvarpið, sem Sigurður er flutningsmaður að, mun skila fyrirtæki hans um milljón króna afslætti. Þar sem frestur til að leggja fram ný frumvörp er löngu liðinn þurfti samþykki þings til að leggja þetta fram. Hafðist það með naumindum. Alls greiddu 28 þingmenn atkvæði með en 27 voru á móti. Sigurður Páll vill koma þessari umræðu af stað í þinginu. „Ég hef beðið um umræðu um þessi mál og reynt að fá svör frá ráðherra án árangurs í allan vetur. Síðan kemur þetta mál og ég vil ekki standa í vegi fyrir því,“ segir Sigurður Páll.Sjá einnig: Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Frumvarpið veitir ekki aðeins litlum og meðalstórum útgerðarfyrirtækjum afslátt heldur fá stærstu fyrirtækin hlutfallslega mestan afslátt. En telur Sigurður Páll sig ekki vera vanhæfan að vera flutningsmaður slíks lagafrumvarps þar sem hann er eigandi útgerðarfyrirtækis. „Þá eru nú ansi margir vanhæfir. Eru þá ekki bændur vanhæfir að ræða búvörusamninga?“ spyr Sigurður Páll á móti. Fyrirtæki Sigurðar Páls á og nýtir aflaheimildir. Í síðasta ársreikningi kemur fram að bókfært virði aflaheimilda fyrirtækisins er metið106 milljónir króna. Fyrirtækið þyrfti að greiða um fjórar milljónir króna í veiðigjöld miðað við núgildandi lög en ef fyrirtækið fullnýtir kvóta samkvæmt frumvarpi Sigurðar Páls og félaga þyrfti fyrirtæki hans að greiða innan við þrjár milljónir. Sigurður segist samt ekki vanhæfur. „Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sambandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“En ertu þá ekki vanhæfur? „Nei ég get ekki séð það, getur þú séð það?“ spyr Sigurður Páll á móti. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, er einn flutningsmanna frumvarps um að lækka veiðigjöld. Hann er einnig eigandi alls hlutafjár fyrirtækisins Kári ehf., sem á aflahlutdeild að verðmæti 106 milljónir króna. Frumvarpið, sem Sigurður er flutningsmaður að, mun skila fyrirtæki hans um milljón króna afslætti. Þar sem frestur til að leggja fram ný frumvörp er löngu liðinn þurfti samþykki þings til að leggja þetta fram. Hafðist það með naumindum. Alls greiddu 28 þingmenn atkvæði með en 27 voru á móti. Sigurður Páll vill koma þessari umræðu af stað í þinginu. „Ég hef beðið um umræðu um þessi mál og reynt að fá svör frá ráðherra án árangurs í allan vetur. Síðan kemur þetta mál og ég vil ekki standa í vegi fyrir því,“ segir Sigurður Páll.Sjá einnig: Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Frumvarpið veitir ekki aðeins litlum og meðalstórum útgerðarfyrirtækjum afslátt heldur fá stærstu fyrirtækin hlutfallslega mestan afslátt. En telur Sigurður Páll sig ekki vera vanhæfan að vera flutningsmaður slíks lagafrumvarps þar sem hann er eigandi útgerðarfyrirtækis. „Þá eru nú ansi margir vanhæfir. Eru þá ekki bændur vanhæfir að ræða búvörusamninga?“ spyr Sigurður Páll á móti. Fyrirtæki Sigurðar Páls á og nýtir aflaheimildir. Í síðasta ársreikningi kemur fram að bókfært virði aflaheimilda fyrirtækisins er metið106 milljónir króna. Fyrirtækið þyrfti að greiða um fjórar milljónir króna í veiðigjöld miðað við núgildandi lög en ef fyrirtækið fullnýtir kvóta samkvæmt frumvarpi Sigurðar Páls og félaga þyrfti fyrirtæki hans að greiða innan við þrjár milljónir. Sigurður segist samt ekki vanhæfur. „Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sambandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“En ertu þá ekki vanhæfur? „Nei ég get ekki séð það, getur þú séð það?“ spyr Sigurður Páll á móti.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45
Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00