Hótel Reykjavík Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. júní 2018 10:00 Myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er happafengur fyrir þá sem vilja umfram allt að Reykjavík breytist ekki í mengandi bílaborg. Það er yfirlýst markmið meirihlutans að setja gangandi og hjólandi vegfarendur í forgang. Hann hyggst styrkja almenningssamgöngur og hluti af þeirri áætlun er hin margumtalaða borgarlína, en andstaðan við hana var eitt af því furðulegasta í kosningabaráttunni. Gleðileg er síðan sú ákvörðun að gera Laugaveginn að göngugötu. Það mun auka sjarma miðborgarinnar til muna – og veitir sannarlega ekki af! Þannig virðist hinn nýi meirihluti að mörgu leyti vera á réttri leið. Fyrrverandi meirihluti í borginni gerði reyndar margt ágætt en það var mikill ljóður á ráði hans að þótt hann vildi umfram allt forða því að Reykjavík yrði mengandi bílaborg þá virtist hann lítið sem ekkert vilja aðhafast til að koma í veg fyrir að hún yrði að hótelborg. Miðborg Reykjavíkur á að vera aðlaðandi og þau sjarmerandi svæði sem þar finnast eiga að fá að standa óáreitt fyrir gráðugum peningamönnum sem fá dollaraglampa í augun ef þeir sjá auðan reit og þrá ekkert heitar en að planta þar niður hóteli. Það þurfa ekki að vera hótel á nánast hverju einasta götuhorni í Reykjavík, en gamla meirihlutanum gekk afar illa að skilja það. En batnandi manni er best að lifa og nú hefur nýtt afl, Viðreisn, gengið til liðs við gamla meirihlutann. Vonandi gengur Viðreisn til þessa samstarfs með áherslur sem miða að því að vernda fallega reiti þannig að gráðugir verktakar og fjárfestar leggi ekki undir sig höfuðborgina í meira mæli en þegar er orðið. Nýjum meirihluta borgarstjórnar skal óskað velfarnaðar. Um leið er honum ráðlagt að tölta út úr Ráðhúsinu og fara í spássitúr um miðbæinn. Það væri til dæmis hægt að skoða Landssímareitinn og eiga þar hljóða stund þar sem hver og einn borgarfulltrúi myndi spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann vilji að á þeim góða stað verði enn eitt hótelið, eins og áform eru um. Margir hafa orðið til að gagnrýna þessi áform harðlega, meðal annars vegna þess að þarna er að finna Víkurgarð, hinn forna kirkjugarð Reykvíkinga, en hótelbygging á þessum stað mun þrengja verulega að honum og raska friðhelgi hans. Gagnrýnendur telja að Víkurgarð verði að vernda eins og kostur er, og segja annað jafngilda stórslysi. Ætli meirihlutinn í borginni að gegna hlutverki sínu með sóma verður hann að bera einhverja virðingu fyrir sögulegri og menningarlegri arfleifð Reykjavíkur. Öðruvísi getur hann ekki borið höfuðið hátt. En jafnvel þótt öllum sögulegum rökum sé vísað á bug, þá myndi hótel á þessum stað vera skelfileg skemmdarstarfsemi. Reykvíkingar hafa ekkert að gera við borgarstjórn sem leggur blessun sína yfir eyðileggingu á þessum söguhelga stað í hjarta höfuðborgarinnar. Nýr meirihluti má ekki loka sig inni í Ráðhúsinu. Hann verður að fara út og horfa í kringum sig. Það er ekki langt að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er happafengur fyrir þá sem vilja umfram allt að Reykjavík breytist ekki í mengandi bílaborg. Það er yfirlýst markmið meirihlutans að setja gangandi og hjólandi vegfarendur í forgang. Hann hyggst styrkja almenningssamgöngur og hluti af þeirri áætlun er hin margumtalaða borgarlína, en andstaðan við hana var eitt af því furðulegasta í kosningabaráttunni. Gleðileg er síðan sú ákvörðun að gera Laugaveginn að göngugötu. Það mun auka sjarma miðborgarinnar til muna – og veitir sannarlega ekki af! Þannig virðist hinn nýi meirihluti að mörgu leyti vera á réttri leið. Fyrrverandi meirihluti í borginni gerði reyndar margt ágætt en það var mikill ljóður á ráði hans að þótt hann vildi umfram allt forða því að Reykjavík yrði mengandi bílaborg þá virtist hann lítið sem ekkert vilja aðhafast til að koma í veg fyrir að hún yrði að hótelborg. Miðborg Reykjavíkur á að vera aðlaðandi og þau sjarmerandi svæði sem þar finnast eiga að fá að standa óáreitt fyrir gráðugum peningamönnum sem fá dollaraglampa í augun ef þeir sjá auðan reit og þrá ekkert heitar en að planta þar niður hóteli. Það þurfa ekki að vera hótel á nánast hverju einasta götuhorni í Reykjavík, en gamla meirihlutanum gekk afar illa að skilja það. En batnandi manni er best að lifa og nú hefur nýtt afl, Viðreisn, gengið til liðs við gamla meirihlutann. Vonandi gengur Viðreisn til þessa samstarfs með áherslur sem miða að því að vernda fallega reiti þannig að gráðugir verktakar og fjárfestar leggi ekki undir sig höfuðborgina í meira mæli en þegar er orðið. Nýjum meirihluta borgarstjórnar skal óskað velfarnaðar. Um leið er honum ráðlagt að tölta út úr Ráðhúsinu og fara í spássitúr um miðbæinn. Það væri til dæmis hægt að skoða Landssímareitinn og eiga þar hljóða stund þar sem hver og einn borgarfulltrúi myndi spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann vilji að á þeim góða stað verði enn eitt hótelið, eins og áform eru um. Margir hafa orðið til að gagnrýna þessi áform harðlega, meðal annars vegna þess að þarna er að finna Víkurgarð, hinn forna kirkjugarð Reykvíkinga, en hótelbygging á þessum stað mun þrengja verulega að honum og raska friðhelgi hans. Gagnrýnendur telja að Víkurgarð verði að vernda eins og kostur er, og segja annað jafngilda stórslysi. Ætli meirihlutinn í borginni að gegna hlutverki sínu með sóma verður hann að bera einhverja virðingu fyrir sögulegri og menningarlegri arfleifð Reykjavíkur. Öðruvísi getur hann ekki borið höfuðið hátt. En jafnvel þótt öllum sögulegum rökum sé vísað á bug, þá myndi hótel á þessum stað vera skelfileg skemmdarstarfsemi. Reykvíkingar hafa ekkert að gera við borgarstjórn sem leggur blessun sína yfir eyðileggingu á þessum söguhelga stað í hjarta höfuðborgarinnar. Nýr meirihluti má ekki loka sig inni í Ráðhúsinu. Hann verður að fara út og horfa í kringum sig. Það er ekki langt að fara.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun