Töluverð afköst á stuttum tíma á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 13. júní 2018 19:45 Þótt Alþingi hafi byrjað óvenju seint í vetur vegna kosninga og tekið hafi verið hlé á þingstörfum vegna sveitarstjórnarkosninga náðu þingmenn engu að síður að samþykkja áttatíu og fjögur lagafrumvörp, þar af tuttugu og fjögur á síðustu dögunum fyrir frestun þings í gærkvöldi. Forseti Alþingis segir unnið í að efla þingið og vonandi hefjist jarðvegsvinna við nýja skrifstofubyggingu þess í sumar. Kosið var til Alþingis í lok október og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum hinn 30. nóvember en yfirleitt eru stjórnarskipti að vori. Það fór því lítið fyrir þingstörfum síðastliðið haust. Þrátt fyrir þetta náði Alþingi að afgreiða 84 frumvörp og 29 álytktanir áður en þingi var frestað í gærkvöldi fram að hátíðarfundi vegna 100 ára afmælis fullveldisins hinn 18. júlí á Þingvöllum en eiginleg þingstöf hefjast ekki á ný fyrr en í byrjun september. Þótt töluvert hafi verið tekist á um afgreiðslu mála á síðustu dögum þings í þessari viku samþykktu þingmenn engu að síður 24 frumvörp síðustu tvær vikurnar. Þeirra á meðal var umdeild fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og síðast í gærkvöldi umfangsmikið frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýinga sem mun snerta alla starfsemi sem safnar saman upplýsingum um fólk.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/stefánAð venju kvaddi forseti Alþingis, að þessu sinni Steingrímur J. Sigfússon, þingmenn og starfsfólk og þakkaði þeim fyrir samstarfið á þinginu sem var að líða. Hann minntist nýlegra siðareglna þingmanna og fór yfir breytingar sem gera þyrfti til að styrkja störf Alþingis. „Ég vil að lokum geta þess að lokahönnun skrifstofubyggingar Alþingis hér á reitnum er að hefjast. Bind ég vonir við að jarðvegsframkvæmdir geti hafist á þessu ári. Þessi nýja bygging mun hafa í för með sér gríðarkeg breytingu á starfsaðstöðu þingmanna, starfsmanna nefndanna og raunar þingsins alls,” sagði Steingrímur. Eins og venja er þakkaði þingflokksformaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins forseta og starfsfólki fyrir samstarfið.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Stefán„Við tökumst á í þessum sal því vonir og væntingar fara ekki saman. Áherslur og leiðir sem við viljum fara í stórum málum sem smáum eru ólíkar. Sáttfýsi og greiðar samskiptaleiðir skipta miklu máli í vinnu okkar fyrir þjóðina,” sagði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Að svo mæltu las Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra forsetabréf um frestun þingfunda. „Virðulegur forseti, ég þakka starfsmönnum Alþingis einkar gott og farsælt samstarf og þakka alþingismönnum gefandi samskipti á þessu þingi,” sagði forsætisráðherra. Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra skýtur á Miðflokkinn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra setur spurningarmerki við lagafrumvarp þingmanna Miðflokksins. 13. júní 2018 06:30 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Sjá meira
Þótt Alþingi hafi byrjað óvenju seint í vetur vegna kosninga og tekið hafi verið hlé á þingstörfum vegna sveitarstjórnarkosninga náðu þingmenn engu að síður að samþykkja áttatíu og fjögur lagafrumvörp, þar af tuttugu og fjögur á síðustu dögunum fyrir frestun þings í gærkvöldi. Forseti Alþingis segir unnið í að efla þingið og vonandi hefjist jarðvegsvinna við nýja skrifstofubyggingu þess í sumar. Kosið var til Alþingis í lok október og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum hinn 30. nóvember en yfirleitt eru stjórnarskipti að vori. Það fór því lítið fyrir þingstörfum síðastliðið haust. Þrátt fyrir þetta náði Alþingi að afgreiða 84 frumvörp og 29 álytktanir áður en þingi var frestað í gærkvöldi fram að hátíðarfundi vegna 100 ára afmælis fullveldisins hinn 18. júlí á Þingvöllum en eiginleg þingstöf hefjast ekki á ný fyrr en í byrjun september. Þótt töluvert hafi verið tekist á um afgreiðslu mála á síðustu dögum þings í þessari viku samþykktu þingmenn engu að síður 24 frumvörp síðustu tvær vikurnar. Þeirra á meðal var umdeild fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og síðast í gærkvöldi umfangsmikið frumvarp dómsmálaráðherra um persónuvernd og vörslu persónuupplýinga sem mun snerta alla starfsemi sem safnar saman upplýsingum um fólk.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.Vísir/stefánAð venju kvaddi forseti Alþingis, að þessu sinni Steingrímur J. Sigfússon, þingmenn og starfsfólk og þakkaði þeim fyrir samstarfið á þinginu sem var að líða. Hann minntist nýlegra siðareglna þingmanna og fór yfir breytingar sem gera þyrfti til að styrkja störf Alþingis. „Ég vil að lokum geta þess að lokahönnun skrifstofubyggingar Alþingis hér á reitnum er að hefjast. Bind ég vonir við að jarðvegsframkvæmdir geti hafist á þessu ári. Þessi nýja bygging mun hafa í för með sér gríðarkeg breytingu á starfsaðstöðu þingmanna, starfsmanna nefndanna og raunar þingsins alls,” sagði Steingrímur. Eins og venja er þakkaði þingflokksformaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins forseta og starfsfólki fyrir samstarfið.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Stefán„Við tökumst á í þessum sal því vonir og væntingar fara ekki saman. Áherslur og leiðir sem við viljum fara í stórum málum sem smáum eru ólíkar. Sáttfýsi og greiðar samskiptaleiðir skipta miklu máli í vinnu okkar fyrir þjóðina,” sagði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Að svo mæltu las Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra forsetabréf um frestun þingfunda. „Virðulegur forseti, ég þakka starfsmönnum Alþingis einkar gott og farsælt samstarf og þakka alþingismönnum gefandi samskipti á þessu þingi,” sagði forsætisráðherra.
Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra skýtur á Miðflokkinn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra setur spurningarmerki við lagafrumvarp þingmanna Miðflokksins. 13. júní 2018 06:30 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Sjá meira
Ráðherra skýtur á Miðflokkinn Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra setur spurningarmerki við lagafrumvarp þingmanna Miðflokksins. 13. júní 2018 06:30
Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08