Barist um mikilvæga jemenska hafnarborg Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júní 2018 06:35 Erlendar ríkisstjórnir hafa tekist á í Jemen. Hér má til að mynda sjá súdanska hermenn, sem eru á bandi Sáda, en þeir höfðu safnast saman við hafnarborgina í aðdraganda átakanna. Vísir/EPA Hersveitir, studdar af Sádum, byrjuðu sókn sína inn í jemensku hafnarborgina Hudaydah í nótt. Borgin hefur verið á valdi Húta, sem berjast gegn jemenskum stjórnvöldum, síðustu misseri. Hudaydah er sögð gríðarlega mikilvæg enda leggist þar við bryggju flutningaskip allra helstu hjálparstofnanna í heiminum. Þangað eru flutt matvæli og önnur hjálpargöng sem rúmlega 7 milljónir Jemena reiða sig á á hverjum degi. Sprengjum hefur rignt á borgina frá því á miðnætti að staðartíma. Þá rann út frestur sem Hútar, er njóta stuðnings Írans, fengu til að koma sér úr hafnarborginni. Þeir urðu ekki við þeirri kröfu og hófst þá sókn hersveitanna. Að sögn fréttamiðilsins Al-Arabiya, sem er í eigu Sáda, er „frelsunaraðgerðunum“ lýst sem umfangsmiklum og að hersveitir í lofti, á landi og á sjó komi taki þátt í þeim. Uppreisnarmennirnir hafa verið sakaðir um að nýta borgina til að smygla írönskum vopnum til landsins. Því hafa þeir neitað. Rúmlega 10 þúsund manns hafa látið lífið í borgarstríðinu í Jemen, sem staðið hefur yfir í um 3 ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa reglulega lýst yfir miklum áhyggjum af ástandi lands og þjóðar og kallað eftir því að stríðandi fylkingar, sem njóta stuðnings erlendra afla sem fyrr segir, leggi niður vopn. Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51 Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum Stríðið í Jemen hefur nú geisað í þrjú ár. Framkvæmdastjóri UNICEF á svæðinu hefur biðlað til stjórnvalda um að grípa inn í og segir upphæðina smáræði samanborið við það sem eytt er í stríðsrekstur. Leggja mætti út fyrir nauðsynlegri aðstoð 35 sinnum með upphæðinni sem Sádar nota í kaup á bandarískum vígvélum. 26. mars 2018 05:37 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Hersveitir, studdar af Sádum, byrjuðu sókn sína inn í jemensku hafnarborgina Hudaydah í nótt. Borgin hefur verið á valdi Húta, sem berjast gegn jemenskum stjórnvöldum, síðustu misseri. Hudaydah er sögð gríðarlega mikilvæg enda leggist þar við bryggju flutningaskip allra helstu hjálparstofnanna í heiminum. Þangað eru flutt matvæli og önnur hjálpargöng sem rúmlega 7 milljónir Jemena reiða sig á á hverjum degi. Sprengjum hefur rignt á borgina frá því á miðnætti að staðartíma. Þá rann út frestur sem Hútar, er njóta stuðnings Írans, fengu til að koma sér úr hafnarborginni. Þeir urðu ekki við þeirri kröfu og hófst þá sókn hersveitanna. Að sögn fréttamiðilsins Al-Arabiya, sem er í eigu Sáda, er „frelsunaraðgerðunum“ lýst sem umfangsmiklum og að hersveitir í lofti, á landi og á sjó komi taki þátt í þeim. Uppreisnarmennirnir hafa verið sakaðir um að nýta borgina til að smygla írönskum vopnum til landsins. Því hafa þeir neitað. Rúmlega 10 þúsund manns hafa látið lífið í borgarstríðinu í Jemen, sem staðið hefur yfir í um 3 ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa reglulega lýst yfir miklum áhyggjum af ástandi lands og þjóðar og kallað eftir því að stríðandi fylkingar, sem njóta stuðnings erlendra afla sem fyrr segir, leggi niður vopn.
Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19 Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51 Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum Stríðið í Jemen hefur nú geisað í þrjú ár. Framkvæmdastjóri UNICEF á svæðinu hefur biðlað til stjórnvalda um að grípa inn í og segir upphæðina smáræði samanborið við það sem eytt er í stríðsrekstur. Leggja mætti út fyrir nauðsynlegri aðstoð 35 sinnum með upphæðinni sem Sádar nota í kaup á bandarískum vígvélum. 26. mars 2018 05:37 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Sádar skutu niður sjö eldflaugar frá Jemen Einn maður lét lífið þegar hann varð fyrir braki úr einni eldflauginni. 26. mars 2018 11:19
Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51
Biður um milljarða smáræði handa jemenskum börnum Stríðið í Jemen hefur nú geisað í þrjú ár. Framkvæmdastjóri UNICEF á svæðinu hefur biðlað til stjórnvalda um að grípa inn í og segir upphæðina smáræði samanborið við það sem eytt er í stríðsrekstur. Leggja mætti út fyrir nauðsynlegri aðstoð 35 sinnum með upphæðinni sem Sádar nota í kaup á bandarískum vígvélum. 26. mars 2018 05:37