Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2018 19:30 Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. Þingmenn Miðflokksins saka stjórnarflokkana um að svíkja loforð um afgreiðslu á frumvarpi um vexti og verðbætur. Samið hafði verið um að hver þingflokkur stjórnarandstöðunnar fengi eitt mál afgreitt fyrir þinglok. Frumvarpið sem Miðflokkur tefldi fram snýr að því að fjarlægða húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði síðan fram frávísunartillögu á málið á Alþingi í dag sem fól í sér að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar til umfjöllunar. Þingmenn flokksins fóru ítrekað í ræðustól í dag og fóru fram á atkvæðagreiðslu um málið og sakaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins stjórnarflokkana um svik. „Frávísunartillaga er tillaga um að mál fái ekki afgreiðslu, sé ekki afgreitt. Svoleiðis að leggja fram slíka tillögu og koma í veg fyrir að málið fái eðlilega afgreiðslu í atkvæðagreiðslu felur í sér svik á því samkomulagi sem gert var,“ sagði Sigmundur Davíð.Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingisvísir/ernirÓli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði meirihluta nefndarinnar hafa afgreitt málið með rökstuddri frávísunartillögu hinn 8. júní. „Það tók Miðflokkinn semsagt fjóra daga, heila daga, að gera hér upphlaup í þingsal. Á þeim degi sem við töldum að væri lokadagur þings,“ sagði Óli Björn. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir gagnrýni Miðflokksins í löngum umræðum um fundarstjórn forseta sem töfðu þingstörf. Nokkrar atkvæðagreiðslur og umræður um persónuverndarfumvarp dómsmálaráðherra eru eftir og því er alls ekki ólíklegt að Alþingi þurfi einnig að koma til fundar á morgun. Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. 12. júní 2018 15:12 Bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum samþykkt Lögin hafa einnig það markmið að efla fræðslu og forvarnir, ásamt því að koma í veg fyrir ólögmætra markaðssetningu þeirra efna og lyfja sem um ræðir. 12. júní 2018 16:26 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. Þingmenn Miðflokksins saka stjórnarflokkana um að svíkja loforð um afgreiðslu á frumvarpi um vexti og verðbætur. Samið hafði verið um að hver þingflokkur stjórnarandstöðunnar fengi eitt mál afgreitt fyrir þinglok. Frumvarpið sem Miðflokkur tefldi fram snýr að því að fjarlægða húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði síðan fram frávísunartillögu á málið á Alþingi í dag sem fól í sér að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar til umfjöllunar. Þingmenn flokksins fóru ítrekað í ræðustól í dag og fóru fram á atkvæðagreiðslu um málið og sakaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins stjórnarflokkana um svik. „Frávísunartillaga er tillaga um að mál fái ekki afgreiðslu, sé ekki afgreitt. Svoleiðis að leggja fram slíka tillögu og koma í veg fyrir að málið fái eðlilega afgreiðslu í atkvæðagreiðslu felur í sér svik á því samkomulagi sem gert var,“ sagði Sigmundur Davíð.Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingisvísir/ernirÓli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði meirihluta nefndarinnar hafa afgreitt málið með rökstuddri frávísunartillögu hinn 8. júní. „Það tók Miðflokkinn semsagt fjóra daga, heila daga, að gera hér upphlaup í þingsal. Á þeim degi sem við töldum að væri lokadagur þings,“ sagði Óli Björn. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir gagnrýni Miðflokksins í löngum umræðum um fundarstjórn forseta sem töfðu þingstörf. Nokkrar atkvæðagreiðslur og umræður um persónuverndarfumvarp dómsmálaráðherra eru eftir og því er alls ekki ólíklegt að Alþingi þurfi einnig að koma til fundar á morgun.
Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. 12. júní 2018 15:12 Bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum samþykkt Lögin hafa einnig það markmið að efla fræðslu og forvarnir, ásamt því að koma í veg fyrir ólögmætra markaðssetningu þeirra efna og lyfja sem um ræðir. 12. júní 2018 16:26 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23
Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. 12. júní 2018 15:12
Bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum samþykkt Lögin hafa einnig það markmið að efla fræðslu og forvarnir, ásamt því að koma í veg fyrir ólögmætra markaðssetningu þeirra efna og lyfja sem um ræðir. 12. júní 2018 16:26