Sjúkrasaga þingmanns opin öllum á netinu Sveinn Arnarsson skrifar 12. júní 2018 08:00 Hæstiréttur birti fyrir helgi dóm í máli Guðmundar Inga. Hann er nafngreindur í dómnum en miklar upplýsingar um sjúkrasögu hans er þar að finna. Hægt er að lesa viðkvæmar persónuupplýsingar þingmannsins Guðmundar Inga Kristinssonar í dómi Hæstaréttar sem féll síðastliðinn fimmtudag. Þingmaðurinn krafðist bóta frá Vátryggingafélagi Íslands vegna slyss sem hann lenti í fyrir aldamót. Persónuvernd úrskurðaði í september síðastliðnum að vinnsla persónuupplýsinga hjá dómstólum samrýmdist ekki lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Guðmundur Ingi Kristinsson.Var kvartað til Persónuverndar vegna þess að dómur hefði geymt viðkvæmar persónuupplýsingar einstaklings. Dómur Hæstaréttar í máli Guðmundar Inga gegn Vátryggingafélaginu er birtur með ítarlegum upplýsingum um sjúkrasögu hans og nafn hans kemur fram í dómnum. „Þetta er stórfurðulegt. Það er eins og þeir séu hafnir yfir lögin. Þetta er svo fólkið sem á að dæma eftir lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. „Það sem verra er að í dómnum er bæði að finna réttar og rangar upplýsingar um sjúkrasögu mína og því er þetta mjög leiðinlegt. Það virðist vera gjörsamlega orðið vonlaust í þessum málum að menn fari eftir lögum og úrskurðum. Menn verða að fara eftir persónuverndarlögum.“ Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, hafði ekki séð umræddan dóm þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hins vegar sagði hún alveg ljóst að dómstólarnir þyrftu að fara eftir persónuverndarlögum og gæta þess að viðkvæmar upplýsingar væru ekki rekjanlegar til einstaklinga.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar „Úrskurðir okkar eru fordæmisgefandi og við höfum úrskurðað áður um vinnslu persónuupplýsinga í dómum sem birtir eru á vef dómstólanna,“ segir Helga. „Viðkvæmar persónuupplýsingar eru skýrt skilgreindar í lögum, en þær geta í eðli sínu verið misjafnlega viðkvæmar. Það er til dæmis munur á því hvort umfjöllun sé um andlega heilsu eða rifinn liðþófa.“ Málefni dómstólanna hafa komið upp á yfirborðið nokkuð reglulega upp á síðkastið og vinnsla þeirra á persónuupplýsingum. Ólöf Finnsdóttir, forstjóri Dómstólasýslunnar, segir unnið að samræmdum reglum um birtingu dóma á öllum dómstigum. „Dómstólasýslan er með héraðsdómana og setur reglur um útgáfu og birtingu dóma hjá þeim. Það er verið að skoða að samræma reglur allra dómstiga,“ segir Ólöf. Hún segir mikilvægt að gæta að persónuvernd við birtingu dóma. „Það hlýtur að vera markmiðið að gæta að persónuverndarsjónarmiðum en það þarf að meta það í hvert skipti.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Hægt er að lesa viðkvæmar persónuupplýsingar þingmannsins Guðmundar Inga Kristinssonar í dómi Hæstaréttar sem féll síðastliðinn fimmtudag. Þingmaðurinn krafðist bóta frá Vátryggingafélagi Íslands vegna slyss sem hann lenti í fyrir aldamót. Persónuvernd úrskurðaði í september síðastliðnum að vinnsla persónuupplýsinga hjá dómstólum samrýmdist ekki lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Guðmundur Ingi Kristinsson.Var kvartað til Persónuverndar vegna þess að dómur hefði geymt viðkvæmar persónuupplýsingar einstaklings. Dómur Hæstaréttar í máli Guðmundar Inga gegn Vátryggingafélaginu er birtur með ítarlegum upplýsingum um sjúkrasögu hans og nafn hans kemur fram í dómnum. „Þetta er stórfurðulegt. Það er eins og þeir séu hafnir yfir lögin. Þetta er svo fólkið sem á að dæma eftir lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. „Það sem verra er að í dómnum er bæði að finna réttar og rangar upplýsingar um sjúkrasögu mína og því er þetta mjög leiðinlegt. Það virðist vera gjörsamlega orðið vonlaust í þessum málum að menn fari eftir lögum og úrskurðum. Menn verða að fara eftir persónuverndarlögum.“ Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, hafði ekki séð umræddan dóm þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hins vegar sagði hún alveg ljóst að dómstólarnir þyrftu að fara eftir persónuverndarlögum og gæta þess að viðkvæmar upplýsingar væru ekki rekjanlegar til einstaklinga.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar „Úrskurðir okkar eru fordæmisgefandi og við höfum úrskurðað áður um vinnslu persónuupplýsinga í dómum sem birtir eru á vef dómstólanna,“ segir Helga. „Viðkvæmar persónuupplýsingar eru skýrt skilgreindar í lögum, en þær geta í eðli sínu verið misjafnlega viðkvæmar. Það er til dæmis munur á því hvort umfjöllun sé um andlega heilsu eða rifinn liðþófa.“ Málefni dómstólanna hafa komið upp á yfirborðið nokkuð reglulega upp á síðkastið og vinnsla þeirra á persónuupplýsingum. Ólöf Finnsdóttir, forstjóri Dómstólasýslunnar, segir unnið að samræmdum reglum um birtingu dóma á öllum dómstigum. „Dómstólasýslan er með héraðsdómana og setur reglur um útgáfu og birtingu dóma hjá þeim. Það er verið að skoða að samræma reglur allra dómstiga,“ segir Ólöf. Hún segir mikilvægt að gæta að persónuvernd við birtingu dóma. „Það hlýtur að vera markmiðið að gæta að persónuverndarsjónarmiðum en það þarf að meta það í hvert skipti.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira