Ferðamenn heita ábyrgri hegðun Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Jóhannes Þór Skúlason og Inga Hlín Pálsdóttir skrifa 28. júní 2018 07:00 Síðasta sumar hófu Íslandsstofa og samstarfsaðilar í íslenskri ferðaþjónustu herferð sem hvatti ferðamenn til að vinna þess heit að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Heitið, sem gengur undir nafninu „The Icelandic Pledge“, nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að bera virðingu fyrir náttúrunni, skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, eða koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir; að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland og reiðubúinn öllum veðrum.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVið teljum að það hafi jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna að vinna slíkt heit og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í sumar. Nú þegar hafa yfir 30.000 manns strengt heitið og koma þau frá yfir 100 löndum. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að heita þess að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta framtak hefur vakið athygli erlendis bæði hjá fjölmiðlum sem og öðrum áfangastöðum með tilliti til sjálfbærni. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku virkan þátt í framkvæmd verkefnisins í fyrra og vonum við að sami áhugi sé í sumar. Isavia mun m.a. hafa stóran hnapp í komusal á flugvellinum þar sem ferðamenn geta unnið heitið strax við komuna til landsins og Landsbjörg mun dreifa yfir 3.000 heitum um landið til ferðamanna.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá ÍslandsstofuÍ ár viljum við sérstaklega hvetja öll þau fyrirtæki sem taka þátt í Ábyrgri ferðaþjónustu með Festu og Íslenska ferðaklasanum að taka þátt ásamt öllum öðrum sem hafa áhuga. Það er gert með því að deila heitinu á samfélagsmiðlum og vefmiðlum ásamt því að hafa það sýnilegt fyrir gestum og viðskiptavinum með sérstökum borðspjöldum sem dreift verður. Við óskum ykkur góðs ferðasumars!Höfundar Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Síðasta sumar hófu Íslandsstofa og samstarfsaðilar í íslenskri ferðaþjónustu herferð sem hvatti ferðamenn til að vinna þess heit að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Heitið, sem gengur undir nafninu „The Icelandic Pledge“, nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að bera virðingu fyrir náttúrunni, skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, eða koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir; að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland og reiðubúinn öllum veðrum.Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnarVið teljum að það hafi jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna að vinna slíkt heit og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í sumar. Nú þegar hafa yfir 30.000 manns strengt heitið og koma þau frá yfir 100 löndum. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að heita þess að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta framtak hefur vakið athygli erlendis bæði hjá fjölmiðlum sem og öðrum áfangastöðum með tilliti til sjálfbærni. Fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku virkan þátt í framkvæmd verkefnisins í fyrra og vonum við að sami áhugi sé í sumar. Isavia mun m.a. hafa stóran hnapp í komusal á flugvellinum þar sem ferðamenn geta unnið heitið strax við komuna til landsins og Landsbjörg mun dreifa yfir 3.000 heitum um landið til ferðamanna.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá ÍslandsstofuÍ ár viljum við sérstaklega hvetja öll þau fyrirtæki sem taka þátt í Ábyrgri ferðaþjónustu með Festu og Íslenska ferðaklasanum að taka þátt ásamt öllum öðrum sem hafa áhuga. Það er gert með því að deila heitinu á samfélagsmiðlum og vefmiðlum ásamt því að hafa það sýnilegt fyrir gestum og viðskiptavinum með sérstökum borðspjöldum sem dreift verður. Við óskum ykkur góðs ferðasumars!Höfundar Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar