Trump fagnar sigri eftir að hæstiréttur staðfesti ferðabann hans Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júní 2018 15:04 Íhaldsmenn hafa lengi haft undirtökun í hæstarétti. Nýjasti liðsstyrkur þeirra er Neil Gorsuch sem Trump skipaði í fyrra eftir að Repúblikanar beittu öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að Obama tækist að skipa sinn mann Vísir/Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. Atkvæði dómaranna níu skiptust eftir flokkslínum; fimm íhaldsmenn studdu Trump í málinu en hinir fjórir eru frjálslyndari og voru á öndverðu meiði. Þetta er mikill sigur fyrir Trump en hann var sakaður um að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár um mismunun þegar hann setti hömlur á ferðafrelsi fólks frá sjö löndum: Íran, Sýrlandi, Líbíu, Jemen, Sómalíu, Norður-Kóreu og Venesúela. Var þetta útfærsla Trumps á kosningaloforði sínu um að stöðva flæði múslima til Bandaríkjanna. Úrskurður hæstaréttar sendir skýr skilaboð um að forsetinn hafi víðar valdheimildir þegar kemur að innflytjendamálum í þágu þjóðaröryggis. Sonia Sotomayor, sem var skipuð hæstaréttadómari af Obama forvera Trumps, skilaði séráliti. Hún sagði að meirihlutinn hafi hunsað gildishlaðnar yfirlýsingar Trump um múslima og þann tilgang ferðabannsins að halda óæskilegum trúarbrögðum í skefjum. Það grafi undan grunnstoðum trúfrelsis og umburðarlyndis í samfélaginu og sendi þau skilaboð að fólk sem aðhyllist öðrum trúarbrögðum en meirihlutinn séu annars flokks þegnar og utangarðs. Þá líkti hún ákvörðun kollega sinna við úrskurðinn árið 1944 þegar hæstiréttur lagði blessun sína yfir vistun japansk-ættaða Bandaríkjamanna í fangabúðum til stríðsloka. Eins og sjá má á Twitter skilaboðum forsetans er hann meira en lítið sáttur og kannski örlítið hissa.SUPREME COURT UPHOLDS TRUMP TRAVEL BAN. Wow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2018 Jemen Líbía Sómalía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur staðfest að umdeilt ferðabann Donalds Trumps forseta standist stjórnarskrá. Atkvæði dómaranna níu skiptust eftir flokkslínum; fimm íhaldsmenn studdu Trump í málinu en hinir fjórir eru frjálslyndari og voru á öndverðu meiði. Þetta er mikill sigur fyrir Trump en hann var sakaður um að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár um mismunun þegar hann setti hömlur á ferðafrelsi fólks frá sjö löndum: Íran, Sýrlandi, Líbíu, Jemen, Sómalíu, Norður-Kóreu og Venesúela. Var þetta útfærsla Trumps á kosningaloforði sínu um að stöðva flæði múslima til Bandaríkjanna. Úrskurður hæstaréttar sendir skýr skilaboð um að forsetinn hafi víðar valdheimildir þegar kemur að innflytjendamálum í þágu þjóðaröryggis. Sonia Sotomayor, sem var skipuð hæstaréttadómari af Obama forvera Trumps, skilaði séráliti. Hún sagði að meirihlutinn hafi hunsað gildishlaðnar yfirlýsingar Trump um múslima og þann tilgang ferðabannsins að halda óæskilegum trúarbrögðum í skefjum. Það grafi undan grunnstoðum trúfrelsis og umburðarlyndis í samfélaginu og sendi þau skilaboð að fólk sem aðhyllist öðrum trúarbrögðum en meirihlutinn séu annars flokks þegnar og utangarðs. Þá líkti hún ákvörðun kollega sinna við úrskurðinn árið 1944 þegar hæstiréttur lagði blessun sína yfir vistun japansk-ættaða Bandaríkjamanna í fangabúðum til stríðsloka. Eins og sjá má á Twitter skilaboðum forsetans er hann meira en lítið sáttur og kannski örlítið hissa.SUPREME COURT UPHOLDS TRUMP TRAVEL BAN. Wow!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 26, 2018
Jemen Líbía Sómalía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira