Vilja gera Katar að eyríki með risaskurði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. júní 2018 13:21 Yfirvöld í Katar og Sádí-Arabíu hafa deilt undanfarna mánuði. Vísir/Getty Yfirvöld í Sádí-Arabíu stefna á að grafa skurð á landamærum ríkisins við Katar og breyta þar með Katar með í eyríki. Yfirvöld ríkjanna tveggja hafa átt í harðvítugum deilum sín á milli að undanförnu. Bloomberg greinir frá. Katar er staðsett á Katar-skaga og einu landamæri ríkisins liggja að Sádí-Arabíu og eru þau um 60 kílómetra löng. Tilkynnt var um áætlanir Sádi-Araba í apríl en í gær leið frestur sem fimm alþjóðleg fyrirtæki höfðu til þess að skila tilboðum í framkvæmdina. Stefnt er að því að eitt fyrirtæki verði fyrir valinu innan 90 daga og að framkvæmdum ljúki innan eins árs. Fjölmiðlar hafa greint frá því að skurðurinn eigi að vera 200 metra langur, svo að skip geti auðveldlega ferðast um hann. Kostnaður við framkvæmdina er gríðarlegur að því fjölmiðlar í Sádí-Arabíu herma, 750 milljón dollarar, eða um 80 milljarðar króna. Skurðurinn myndi sem fyrr segir einangra Katar enn frekar frá öðrum ríkjum á Arabíuskaga en Sádi-Arabía, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa beitt Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum síðan á síðasta ári. Aðgerðirnar sögðu ríkin vera á grundvelli þess að yfirvöld í Katar styðji við „ýmis hryðjuverkasamtök og hópa sem vinni gegn hagsmunum Arabíuskagans,“ en þar er átt við hópa líkt og Bræðralag múslíma, Al-Kaída, Íslamska ríkið og hópa sem studdir eru af Írönum. Barein Katar Mið-Austurlönd Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Katörum sett ströng skilyrði Fjögur Arabaríki hafa sent Katörum strangar kröfur, eigi þau að aflétta þvingunum gegn katarska ríkinu. Ríkin sem um ræðir eru Sádi-Arabía, Egyptaland, Bahrein og Sameinuðu arabísku furstadæmin. 24. júní 2017 07:00 Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Yfirvöld í Sádí-Arabíu stefna á að grafa skurð á landamærum ríkisins við Katar og breyta þar með Katar með í eyríki. Yfirvöld ríkjanna tveggja hafa átt í harðvítugum deilum sín á milli að undanförnu. Bloomberg greinir frá. Katar er staðsett á Katar-skaga og einu landamæri ríkisins liggja að Sádí-Arabíu og eru þau um 60 kílómetra löng. Tilkynnt var um áætlanir Sádi-Araba í apríl en í gær leið frestur sem fimm alþjóðleg fyrirtæki höfðu til þess að skila tilboðum í framkvæmdina. Stefnt er að því að eitt fyrirtæki verði fyrir valinu innan 90 daga og að framkvæmdum ljúki innan eins árs. Fjölmiðlar hafa greint frá því að skurðurinn eigi að vera 200 metra langur, svo að skip geti auðveldlega ferðast um hann. Kostnaður við framkvæmdina er gríðarlegur að því fjölmiðlar í Sádí-Arabíu herma, 750 milljón dollarar, eða um 80 milljarðar króna. Skurðurinn myndi sem fyrr segir einangra Katar enn frekar frá öðrum ríkjum á Arabíuskaga en Sádi-Arabía, Egyptaland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein hafa beitt Katar stjórnmála- og viðskiptahöftum síðan á síðasta ári. Aðgerðirnar sögðu ríkin vera á grundvelli þess að yfirvöld í Katar styðji við „ýmis hryðjuverkasamtök og hópa sem vinni gegn hagsmunum Arabíuskagans,“ en þar er átt við hópa líkt og Bræðralag múslíma, Al-Kaída, Íslamska ríkið og hópa sem studdir eru af Írönum.
Barein Katar Mið-Austurlönd Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Katörum sett ströng skilyrði Fjögur Arabaríki hafa sent Katörum strangar kröfur, eigi þau að aflétta þvingunum gegn katarska ríkinu. Ríkin sem um ræðir eru Sádi-Arabía, Egyptaland, Bahrein og Sameinuðu arabísku furstadæmin. 24. júní 2017 07:00 Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28
Katörum sett ströng skilyrði Fjögur Arabaríki hafa sent Katörum strangar kröfur, eigi þau að aflétta þvingunum gegn katarska ríkinu. Ríkin sem um ræðir eru Sádi-Arabía, Egyptaland, Bahrein og Sameinuðu arabísku furstadæmin. 24. júní 2017 07:00
Sádar hóta að beita síkröftugra herliði sínu gegn Katar Salman konungur Sádí-Arabíu hótar nágrönnum sínum í Katar stríði ef þeir taka við sendingum fullkominna loftvarnarflauga frá Rússlandi. 2. júní 2018 09:51