Ein af níu ljósmæðrum á Selfossi hefur sagt upp störfum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2018 20:00 Ljósmóðir við sjúkrahúsið á Selfossi sem hefur sagt starfi sínu lausu segist ekki ætla að draga uppsögn sína til baka fyrr en reynsla hennar og menntun verði metin að verðleikum. Á sjúkrahúsinu á Selfossi starfa níu ljósmæður en ein þeirra hefur sagt upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Ljóst er að ef ekki náist samningar fljótlega í kjaradeilu ljósmæðra getur ástandið á Landspítalanum einig haft áhrif á Selfossi. Rakel Ásgeirsdóttir sagði starfi sínu lausu á fimmtudaginn og tekur uppsögn hennar gildi að óbreyttu þann 30. september. „Ég alla veganna er búin að segja upp stöðunni minni og vona svo sannarlega að samningar náist, góðir samningar, en ef ekki þá er ég tilbúin að leita á önnur mið,“ segir Rakel. Hún kveðst vera með dýrmæta reynslu í farteskinu sem hverfi með henni af braut, fari svo að hún láti af störfum í september. „Ég er búin að vinna hérna á Selfossi í tvö ár, fór eftir útskrift til Noregs og var þar í sex ár og þar af hálft ár sem ég fór til Malaví og öðlaðist mikla reynslu þar,” segir Rakel. Hún fór til Malaví í gegnum norsku friðargæsluna og starfaði þar á stærsta sjúkrahúsi landsins þar sem um 16 þúsund börn koma í heiminn árlega. „Það var alltaf nóg að gera. Mest fékk ég einhverjar tíu fæðingar á einni dagvakt þannig að þetta er náttúrlega bara gríðarlega mikil reynsla í reynslubankann og náttúrlega frumstæðar aðstæður og maður þurfti að læra að bjarga sér og standa á eigin fótum sem að reynist mjög vel hér á Selfossi,“ útskýrir Rakel. Hún muni ekki draga uppsögn sína til baka nema ljósmæður nái samningum sem þær geti vel við unað, svo hafi ekki verið hingað til að sögn Rakelar. „Bara vera metin að verðleikum.“ Cecilie B. H. Björgvinsdóttir, mannauðsstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/SkjáskotCecilie B. H. Björgvinsdóttir, mannauðsstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir ljóst að til viðbótar við uppsögn Rakelar geti þær uppsagnir sem taka gildi á Landspítalanum um mánaðarmótin, einnig haft áhrif á Selfossi. „Við lifum í voninni en við verðum að bregðast við með okkar ljósmæðrum og teikna plan upp þannig að við tryggjum þjónustu til okkar skjólstæðinga,“ segir Cecilie B. H. Björgvinsdóttir. Tengdar fréttir Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14 Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15 Sýna ljósmæðrum stuðning á kvenréttindadaginn Hópur fólks mætir til stuðningsfundar í Mæðragarðinum síðdegis. 19. júní 2018 12:30 Ljósmæður eru ekki bjartsýnar og sjá fram á verkfall í sumar Formaður samninganefndar ljósmæðra er ekki bjartsýn eftir fund með ríkissáttasemjara í gær. Undirbúningur yfirvinnubanns ljósmæðra stendur yfir og boðað verður til verkfalls í júlí ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Landspítali segir brýnt að ná sáttum. Skert þjónusta til sængurkvenna og nýbura áhyggjuefni. 21. júní 2018 07:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Ljósmóðir við sjúkrahúsið á Selfossi sem hefur sagt starfi sínu lausu segist ekki ætla að draga uppsögn sína til baka fyrr en reynsla hennar og menntun verði metin að verðleikum. Á sjúkrahúsinu á Selfossi starfa níu ljósmæður en ein þeirra hefur sagt upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Ljóst er að ef ekki náist samningar fljótlega í kjaradeilu ljósmæðra getur ástandið á Landspítalanum einig haft áhrif á Selfossi. Rakel Ásgeirsdóttir sagði starfi sínu lausu á fimmtudaginn og tekur uppsögn hennar gildi að óbreyttu þann 30. september. „Ég alla veganna er búin að segja upp stöðunni minni og vona svo sannarlega að samningar náist, góðir samningar, en ef ekki þá er ég tilbúin að leita á önnur mið,“ segir Rakel. Hún kveðst vera með dýrmæta reynslu í farteskinu sem hverfi með henni af braut, fari svo að hún láti af störfum í september. „Ég er búin að vinna hérna á Selfossi í tvö ár, fór eftir útskrift til Noregs og var þar í sex ár og þar af hálft ár sem ég fór til Malaví og öðlaðist mikla reynslu þar,” segir Rakel. Hún fór til Malaví í gegnum norsku friðargæsluna og starfaði þar á stærsta sjúkrahúsi landsins þar sem um 16 þúsund börn koma í heiminn árlega. „Það var alltaf nóg að gera. Mest fékk ég einhverjar tíu fæðingar á einni dagvakt þannig að þetta er náttúrlega bara gríðarlega mikil reynsla í reynslubankann og náttúrlega frumstæðar aðstæður og maður þurfti að læra að bjarga sér og standa á eigin fótum sem að reynist mjög vel hér á Selfossi,“ útskýrir Rakel. Hún muni ekki draga uppsögn sína til baka nema ljósmæður nái samningum sem þær geti vel við unað, svo hafi ekki verið hingað til að sögn Rakelar. „Bara vera metin að verðleikum.“ Cecilie B. H. Björgvinsdóttir, mannauðsstjóri Heilbrigðisstofnunar SuðurlandsVísir/SkjáskotCecilie B. H. Björgvinsdóttir, mannauðsstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir ljóst að til viðbótar við uppsögn Rakelar geti þær uppsagnir sem taka gildi á Landspítalanum um mánaðarmótin, einnig haft áhrif á Selfossi. „Við lifum í voninni en við verðum að bregðast við með okkar ljósmæðrum og teikna plan upp þannig að við tryggjum þjónustu til okkar skjólstæðinga,“ segir Cecilie B. H. Björgvinsdóttir.
Tengdar fréttir Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14 Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15 Sýna ljósmæðrum stuðning á kvenréttindadaginn Hópur fólks mætir til stuðningsfundar í Mæðragarðinum síðdegis. 19. júní 2018 12:30 Ljósmæður eru ekki bjartsýnar og sjá fram á verkfall í sumar Formaður samninganefndar ljósmæðra er ekki bjartsýn eftir fund með ríkissáttasemjara í gær. Undirbúningur yfirvinnubanns ljósmæðra stendur yfir og boðað verður til verkfalls í júlí ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Landspítali segir brýnt að ná sáttum. Skert þjónusta til sængurkvenna og nýbura áhyggjuefni. 21. júní 2018 07:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Ljósmæður hefja undirbúning verkfallsaðgerða Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir stéttarinnar sé hafinn. 20. júní 2018 14:14
Enn að bætast í uppsagnir ljósmæðra Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins hófst í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. 20. júní 2018 11:15
Sýna ljósmæðrum stuðning á kvenréttindadaginn Hópur fólks mætir til stuðningsfundar í Mæðragarðinum síðdegis. 19. júní 2018 12:30
Ljósmæður eru ekki bjartsýnar og sjá fram á verkfall í sumar Formaður samninganefndar ljósmæðra er ekki bjartsýn eftir fund með ríkissáttasemjara í gær. Undirbúningur yfirvinnubanns ljósmæðra stendur yfir og boðað verður til verkfalls í júlí ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Landspítali segir brýnt að ná sáttum. Skert þjónusta til sængurkvenna og nýbura áhyggjuefni. 21. júní 2018 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent