Varaformaður ADHD-samtakanna: „Þetta er svakalega erfitt.” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júní 2018 20:00 Framkvæmdastjóra ADHD samtakanna hefur verið vikið frá störfum og kærður til lögreglu vegna gruns um fjármálamisferli. Varaformaður stjórnar samtakanna segir málið þyngra en tárum taki. Þröstur Emilsson var leystur frá störfum sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna á föstudaginn fyrir viku. Samkvæmt heimildum fréttastofu naut Þröstur ekki lengur trausts stjórnarinnar en RÚV greindi fyrst frá kærunni í dag. Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður stjórnar samtakanna, segir málið litið grafalvarlegum augum en ákvörðunin um að víkja Þresti frá störfum var tekin í framhaldi af ábendingum frá endurskoðanda og var ekki tekin af léttúð að sögn Vilhjálms. „Við völdum ákveðna leið og við teljum að hún sé rétt og sú eina sem við gátum, með einhverri virðingu fyrir okkur sjálfum og málefninu, gert,” segir Vilhjálmur. „Þetta er svakalega erfitt.” Hann kveðst aðspurður ekki geta tjá sig um hversu miklar upphæðir sé að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu er Þröstur grunaður um bæði fjárdrátt og umboðssvik. „Við sem vinnum þarna, launalaust eða á launum, og brennum fyrir málefnið. Og ofan á það náttúrlega eru vinslit og samstarf til margra ára, þannig þetta er mjög flókið,” segir Vilhjálmur. Þröstur hafði gegnt starfinu síðan 2013 en Ellen Calmon hefur tekið við hlutverki framkvæmdastjóra tímabundið þar til auglýst verður eftir nýjum framkvæmdastjóra. ADHD samtökin halda ótrauð áfram starfi sínu að sögn Vilhjálms en ráðist verði í ítarlega skoðun ferla innan félagsins. „Það er einhver ástæða fyrir því að þetta var hægt og við þurfum að finna leiðir og gera hlutina í framtíðinni þannig að svona lagað geti ekki gerst.” Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Framkvæmdastjóra ADHD samtakanna hefur verið vikið frá störfum og kærður til lögreglu vegna gruns um fjármálamisferli. Varaformaður stjórnar samtakanna segir málið þyngra en tárum taki. Þröstur Emilsson var leystur frá störfum sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna á föstudaginn fyrir viku. Samkvæmt heimildum fréttastofu naut Þröstur ekki lengur trausts stjórnarinnar en RÚV greindi fyrst frá kærunni í dag. Vilhjálmur Hjálmarsson, varaformaður stjórnar samtakanna, segir málið litið grafalvarlegum augum en ákvörðunin um að víkja Þresti frá störfum var tekin í framhaldi af ábendingum frá endurskoðanda og var ekki tekin af léttúð að sögn Vilhjálms. „Við völdum ákveðna leið og við teljum að hún sé rétt og sú eina sem við gátum, með einhverri virðingu fyrir okkur sjálfum og málefninu, gert,” segir Vilhjálmur. „Þetta er svakalega erfitt.” Hann kveðst aðspurður ekki geta tjá sig um hversu miklar upphæðir sé að ræða en samkvæmt heimildum fréttastofu er Þröstur grunaður um bæði fjárdrátt og umboðssvik. „Við sem vinnum þarna, launalaust eða á launum, og brennum fyrir málefnið. Og ofan á það náttúrlega eru vinslit og samstarf til margra ára, þannig þetta er mjög flókið,” segir Vilhjálmur. Þröstur hafði gegnt starfinu síðan 2013 en Ellen Calmon hefur tekið við hlutverki framkvæmdastjóra tímabundið þar til auglýst verður eftir nýjum framkvæmdastjóra. ADHD samtökin halda ótrauð áfram starfi sínu að sögn Vilhjálms en ráðist verði í ítarlega skoðun ferla innan félagsins. „Það er einhver ástæða fyrir því að þetta var hægt og við þurfum að finna leiðir og gera hlutina í framtíðinni þannig að svona lagað geti ekki gerst.”
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli Þröstur Emilsson, sem þar til á föstudag var framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna, hefur verið kærður til lögreglu fyrir fjármálamisferli. 22. júní 2018 12:42
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent