Slökkva á nettengingu landsins á prófatímabilinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2018 06:46 Svindl á lokaprófum eru sögð mikið vandamál í Alsír. Vísir/getty Alsírsk stjórnvöld lokuðu á nettengingu landsins í gær vegna lokaprófa í framhaldsskólum landsins. Lokunin verður endurtekin reglulega á næstu dögum en vonast er til að netleysið muni koma í veg fyrir svindl framhaldsskólanema á lokaprófunum. Alls var lokað fyrir netið í tvær klukkustundir í gær, rétt á meðan tvö lokapróf stóðu yfir, og náði netleysið jafnt til hefðbundinna nettenginga sem og farsímanetkerfis landsins. Öll nettengd raftæki voru tekin af þeim 700 þúsund nemendum sem mættu á einhvern hinna 2000 prófstaða sem settir voru upp í Alsír í gær. Menntamálaráðherra landsins segir í samtali við Guardian að til að tryggja að ekkert raftæki kæmist inn á prófstað hafi nemendum verið gert að labba í gegnum málmleitartæki, ekki ósvipuð þeim og finnast á flugvöllum. Til að koma í veg fyrir að spurningarnar á prófunum lækju til nemenda var komið upp öryggismyndavélum þar sem prófin voru prentuð. Þar að auki var komið fyrir búnaði sem lokaði á allt farsíma- og netsamband í prentsmiðjunni. Svindl á lokaprófum er sagt vera víðtækt vandamál í Alsír. Í lokaprófunum árið 2016 fóru spurningar úr prófunum á mikið flug á samfélagsmiðlum áður en prófdagurinn rann upp. Alsírsk stjórnvöld brugðu því á það ráð í fyrra að loka fyrir samfélagsmiðlanotkun í landinu meðan á prófunum stóð en það dugði víst ekki til. Því hafi niðurstaðan verið sú að einfaldast væri hreinlega að loka alfarið fyrir nettengingu landsins meðan á prófunum stendur. Alsírska prófatímabilinu lýkur á mánudag. Alsír Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira
Alsírsk stjórnvöld lokuðu á nettengingu landsins í gær vegna lokaprófa í framhaldsskólum landsins. Lokunin verður endurtekin reglulega á næstu dögum en vonast er til að netleysið muni koma í veg fyrir svindl framhaldsskólanema á lokaprófunum. Alls var lokað fyrir netið í tvær klukkustundir í gær, rétt á meðan tvö lokapróf stóðu yfir, og náði netleysið jafnt til hefðbundinna nettenginga sem og farsímanetkerfis landsins. Öll nettengd raftæki voru tekin af þeim 700 þúsund nemendum sem mættu á einhvern hinna 2000 prófstaða sem settir voru upp í Alsír í gær. Menntamálaráðherra landsins segir í samtali við Guardian að til að tryggja að ekkert raftæki kæmist inn á prófstað hafi nemendum verið gert að labba í gegnum málmleitartæki, ekki ósvipuð þeim og finnast á flugvöllum. Til að koma í veg fyrir að spurningarnar á prófunum lækju til nemenda var komið upp öryggismyndavélum þar sem prófin voru prentuð. Þar að auki var komið fyrir búnaði sem lokaði á allt farsíma- og netsamband í prentsmiðjunni. Svindl á lokaprófum er sagt vera víðtækt vandamál í Alsír. Í lokaprófunum árið 2016 fóru spurningar úr prófunum á mikið flug á samfélagsmiðlum áður en prófdagurinn rann upp. Alsírsk stjórnvöld brugðu því á það ráð í fyrra að loka fyrir samfélagsmiðlanotkun í landinu meðan á prófunum stóð en það dugði víst ekki til. Því hafi niðurstaðan verið sú að einfaldast væri hreinlega að loka alfarið fyrir nettengingu landsins meðan á prófunum stendur. Alsírska prófatímabilinu lýkur á mánudag.
Alsír Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sjá meira