Sturla og Gissur Óttar Guðmundsson skrifar 7. júlí 2018 10:00 Við Guðni Ágústsson stóðum fyrir fjölmennri skemmti- og sögugöngu um Þingvelli á dögunum. Umræðuefni kvöldsins voru foringjar Sturlungaaldar og átök þeirra. Guðni ræddi hlýlega og af mikilli aðdáun um frænda sinn Gissur jarl Þorvaldsson bæði á Hakinu og í Almannagjá. Jörmundur Ingi fyrrverandi allsherjargoði blessaði þingheim. Við kirkjuna sleit ég þessum viðburði með pólitískri ræðu um ágæti Sturlunga og bar blak af frænda mínum, ættarlauknum Sturlu Sighvatssyni. Karlakór Kjalnesinga söng. Guðni lét hrópa húrra fyrir jarlinum í gjánni og tóku aðdáendur Gissurar hraustlega undir. Við fylgismenn Sturlunga þögðum þunnu hljóði með ólundarsvip. Það var athyglisvert að flokkadrættir Sturlungaaldar voru enn að valda mönnum geðshræringu. Sturla og Gissur áttu sér dygga fylgismenn í hópnum þótt tæp 800 ár séu liðin frá blóðugum átökum þeirra. En hver hefðu orðið örlög þessara glæstu höfðingja á okkar tímum? Sveimhuginn Sturla Sighvatsson hefði áttað sig fljótlega á því að hann átti ekkert erindi í pólitík sakir ákvarðanafælni. Hann hefði fetað í fótspor Snorra frænda síns og orðið rithöfundur og síðan forstjóri hugbúnaðarfyrirtækis. Glæsileiki og mikil kvenhylli hefðu fleytt honum langt í heimi viðskipta og lista. Gissur hefði orðið óumdeildur leiðtogi þjóðarinnar enda vel til þess fallinn að vera nútímapólitíkus. Hann var miskunnarlaus og ófyrirleitinn, sór eiða sem hann rauf jafnharðan og hikaði ekki við að beita sögulegum fölsunum í tækifærisræðum. Gissur kom Íslandi undir Noregskonung enda var hann fyrsti raunverulegi Evrópusinninn. Jarlinn hefði leitt Ísland farsællega inn í Evrópusambandið og náð langt sem einn af leiðtogum sameinaðrar Evrópu. Hann hefði látið sig engu skipta hvort frændum hans í Framsóknarflokknum líkaði það betur eða verr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Við Guðni Ágústsson stóðum fyrir fjölmennri skemmti- og sögugöngu um Þingvelli á dögunum. Umræðuefni kvöldsins voru foringjar Sturlungaaldar og átök þeirra. Guðni ræddi hlýlega og af mikilli aðdáun um frænda sinn Gissur jarl Þorvaldsson bæði á Hakinu og í Almannagjá. Jörmundur Ingi fyrrverandi allsherjargoði blessaði þingheim. Við kirkjuna sleit ég þessum viðburði með pólitískri ræðu um ágæti Sturlunga og bar blak af frænda mínum, ættarlauknum Sturlu Sighvatssyni. Karlakór Kjalnesinga söng. Guðni lét hrópa húrra fyrir jarlinum í gjánni og tóku aðdáendur Gissurar hraustlega undir. Við fylgismenn Sturlunga þögðum þunnu hljóði með ólundarsvip. Það var athyglisvert að flokkadrættir Sturlungaaldar voru enn að valda mönnum geðshræringu. Sturla og Gissur áttu sér dygga fylgismenn í hópnum þótt tæp 800 ár séu liðin frá blóðugum átökum þeirra. En hver hefðu orðið örlög þessara glæstu höfðingja á okkar tímum? Sveimhuginn Sturla Sighvatsson hefði áttað sig fljótlega á því að hann átti ekkert erindi í pólitík sakir ákvarðanafælni. Hann hefði fetað í fótspor Snorra frænda síns og orðið rithöfundur og síðan forstjóri hugbúnaðarfyrirtækis. Glæsileiki og mikil kvenhylli hefðu fleytt honum langt í heimi viðskipta og lista. Gissur hefði orðið óumdeildur leiðtogi þjóðarinnar enda vel til þess fallinn að vera nútímapólitíkus. Hann var miskunnarlaus og ófyrirleitinn, sór eiða sem hann rauf jafnharðan og hikaði ekki við að beita sögulegum fölsunum í tækifærisræðum. Gissur kom Íslandi undir Noregskonung enda var hann fyrsti raunverulegi Evrópusinninn. Jarlinn hefði leitt Ísland farsællega inn í Evrópusambandið og náð langt sem einn af leiðtogum sameinaðrar Evrópu. Hann hefði látið sig engu skipta hvort frændum hans í Framsóknarflokknum líkaði það betur eða verr.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar