Trump segir „allt í fína“ með Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 12:55 Fundurinn í Montana í gærkvöldi var að nafninu til ætlað að styðja frambjóðanda Repúblikanaflokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Trump fór hins vegar um víðan völl í ræðu sinni eins og vanalega. Vísir/Getty Forseti Bandaríkjanna gerði lítið úr gagnrýni á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundi með stuðningsmönnum sínum í Montana í gærkvöldi. „Það er allt í fína lagi með Pútín,“ sagði Donald Trump við stuðningsmenn sína. Þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan og leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings segi að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og Bandaríkin beiti Rússland refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga og taugaeitursárásar á Bretlandi fyrr á árinu tók Trump upp hanskann fyrir Pútín. Hafnaði forsetinn því að hann væri ekki tilbúinn fyrir áformaðan fund hans og Pútín Finnlandi síðar í þessum mánuði þar sem þeir ætla meðal annars að ræða saman einslega áður en embættismönnum verður hleypt inn í herbergið. Trump gerði grín að því að fjölmiðlar og gagnrýnendur vektu athygli á því að Pútín tilheyrði KGB, rússnesku leyniþjónustunni alræmdu. Pútín stafaði fyrir KGB frá miðjum 9. áratug síðustu aldar. „Það er allt í fína lagi með Pútín. Það er allt í fína lagi með hann. Það er allt í fína lagi með okkur öll. Við erum öll fólk,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær og bætti við að það væri gott fyrir Bandaríkin að koma vel saman við Rússland.Trump: "You know President Putin is KGB... Putin is fine. He's fine. We are all fine, we're all people" pic.twitter.com/EHJktcEZu4— Washington Examiner (@dcexaminer) July 5, 2018 Skömmu síðar hellti Trump sér enn á ný yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Sagði hann Bandaríkjamenn „kjána“ sem sætu eftir með reikninginn, að því er segir í frétt New York Times. „Ég mun hitta NATO og segja NATO: „Þið verðið að byrja að borga reikningana ykkar“,“ sagði forsetinn sem heldur á fund NATO-ríkja skömmu áður en hann hittir Pútín í Helsinki. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Pútín er sagður hafa skipað fyrir um afskiptin sjálfur. Markmiðið hafi verið að hjálpa Trump að sigra. Trump hefur síðan ítrekað gert lítið úr niðurstöðum leyniþjónustu Bandaríkjanna og dregið í efa sem Rússar hafi reynt að leggja framboði hans lið.Þurfi að passa sig vegna #MeToo Á sama stuðningsmannafundi í Montana í gær lofaði Trump einni milljón dollara til Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmanns demókrata, ef hún samþykkti að gangast undir DNA-rannsókn. Trump hefur ítrekað gert grín að fullyrðingu Warren um að hún væri af frumbyggjaættum og hefur uppnefnt hana „Pocahontas“. „Við munum gera það blíðlega vegna þess að við erum í #MeToo-kynslóðinni þannig að við verðum að fara varlega,“ sagði Trump og uppskar hlátur einhverra stuðningsmanna sinna. Bandaríkin Donald Trump MeToo NATO Tengdar fréttir Mun ræða við Pútín um Sýrland, Úkraínu og bandarísku kosningarnar Donald Trump segist ætla að ræða "allt“ við Vladimír Pútín þegar þeir hittast í Helsinki um miðjan næsta mánuð. 30. júní 2018 17:26 Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna gerði lítið úr gagnrýni á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á fundi með stuðningsmönnum sínum í Montana í gærkvöldi. „Það er allt í fína lagi með Pútín,“ sagði Donald Trump við stuðningsmenn sína. Þrátt fyrir að bandaríska leyniþjónustan og leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings segi að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og Bandaríkin beiti Rússland refsiaðgerðum vegna innlimunar Krímskaga og taugaeitursárásar á Bretlandi fyrr á árinu tók Trump upp hanskann fyrir Pútín. Hafnaði forsetinn því að hann væri ekki tilbúinn fyrir áformaðan fund hans og Pútín Finnlandi síðar í þessum mánuði þar sem þeir ætla meðal annars að ræða saman einslega áður en embættismönnum verður hleypt inn í herbergið. Trump gerði grín að því að fjölmiðlar og gagnrýnendur vektu athygli á því að Pútín tilheyrði KGB, rússnesku leyniþjónustunni alræmdu. Pútín stafaði fyrir KGB frá miðjum 9. áratug síðustu aldar. „Það er allt í fína lagi með Pútín. Það er allt í fína lagi með hann. Það er allt í fína lagi með okkur öll. Við erum öll fólk,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær og bætti við að það væri gott fyrir Bandaríkin að koma vel saman við Rússland.Trump: "You know President Putin is KGB... Putin is fine. He's fine. We are all fine, we're all people" pic.twitter.com/EHJktcEZu4— Washington Examiner (@dcexaminer) July 5, 2018 Skömmu síðar hellti Trump sér enn á ný yfir bandalagsríki Bandaríkjanna í Atlantshafsbandalaginu (NATO). Sagði hann Bandaríkjamenn „kjána“ sem sætu eftir með reikninginn, að því er segir í frétt New York Times. „Ég mun hitta NATO og segja NATO: „Þið verðið að byrja að borga reikningana ykkar“,“ sagði forsetinn sem heldur á fund NATO-ríkja skömmu áður en hann hittir Pútín í Helsinki. Opinber rannsókn stendur yfir á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Pútín er sagður hafa skipað fyrir um afskiptin sjálfur. Markmiðið hafi verið að hjálpa Trump að sigra. Trump hefur síðan ítrekað gert lítið úr niðurstöðum leyniþjónustu Bandaríkjanna og dregið í efa sem Rússar hafi reynt að leggja framboði hans lið.Þurfi að passa sig vegna #MeToo Á sama stuðningsmannafundi í Montana í gær lofaði Trump einni milljón dollara til Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmanns demókrata, ef hún samþykkti að gangast undir DNA-rannsókn. Trump hefur ítrekað gert grín að fullyrðingu Warren um að hún væri af frumbyggjaættum og hefur uppnefnt hana „Pocahontas“. „Við munum gera það blíðlega vegna þess að við erum í #MeToo-kynslóðinni þannig að við verðum að fara varlega,“ sagði Trump og uppskar hlátur einhverra stuðningsmanna sinna.
Bandaríkin Donald Trump MeToo NATO Tengdar fréttir Mun ræða við Pútín um Sýrland, Úkraínu og bandarísku kosningarnar Donald Trump segist ætla að ræða "allt“ við Vladimír Pútín þegar þeir hittast í Helsinki um miðjan næsta mánuð. 30. júní 2018 17:26 Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Mun ræða við Pútín um Sýrland, Úkraínu og bandarísku kosningarnar Donald Trump segist ætla að ræða "allt“ við Vladimír Pútín þegar þeir hittast í Helsinki um miðjan næsta mánuð. 30. júní 2018 17:26
Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26