Sérstaki rannsakandinn bætir við saksóknurum Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2018 16:39 Robert Mueller, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa árið 2016. Vísir/Getty Saksóknarar frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu og saksóknaraembættum hafa verið fengnir til þess að leggja rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda ráðuneytisins á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, lið að undanförnu. Það er talið geta verið merki um að Mueller ætli að fela hluta rannsóknarinnar í hendur saksóknara á einstökum stöðum.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Mueller hafi einnig leitað liðsinnis fleiri FBI-fulltrúa. Hann hefur þegar vísað einum anga rannsóknarinnar, mögulegum fjársvikum Michael Cohen, persónulegs lögmanns Trump, til saksóknara í New York. Saksóknarar frá New York, Alexandríu í Virginíuríki, Pittsburgh og víðar eru sagðir hafa verið fengnir til að starfa við rannsóknina. Það gæti verið merki um að Mueller ætli að láta þeim eftir að taka fyrir einstök mál sem hafa komið upp við rannsóknina. Tuttugu ákærur hafa þegar verið gefnar út í tengslum við rannsókn Mueller sem nær einnig til þess hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar. Fimm einstaklingar hafa þegar játað sig seka um brot, flestir um að hafa logið að alríkislögreglunni. Stærsta málið fram að þessu er líklega ákærur Mueller og saksóknara í Virginíu gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Búist er við því að þær verði teknar fyrir síðar á þessu ári. Trump forseti hefur ítrekað fullyrt að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa. Hann hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem eigi sér pólitískar rætur. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Lögmaður Trump segist setja fjölskylduna framar forsetanum Viðtal við Michael Cohen er talið vísbending um að hann sé tilbúinn að vinna með saksóknurum. 3. júlí 2018 11:13 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Saksóknarar frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu og saksóknaraembættum hafa verið fengnir til þess að leggja rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda ráðuneytisins á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, lið að undanförnu. Það er talið geta verið merki um að Mueller ætli að fela hluta rannsóknarinnar í hendur saksóknara á einstökum stöðum.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Mueller hafi einnig leitað liðsinnis fleiri FBI-fulltrúa. Hann hefur þegar vísað einum anga rannsóknarinnar, mögulegum fjársvikum Michael Cohen, persónulegs lögmanns Trump, til saksóknara í New York. Saksóknarar frá New York, Alexandríu í Virginíuríki, Pittsburgh og víðar eru sagðir hafa verið fengnir til að starfa við rannsóknina. Það gæti verið merki um að Mueller ætli að láta þeim eftir að taka fyrir einstök mál sem hafa komið upp við rannsóknina. Tuttugu ákærur hafa þegar verið gefnar út í tengslum við rannsókn Mueller sem nær einnig til þess hvort að Trump hafi sem forseti reynt að hindra framgang réttvísinnar. Fimm einstaklingar hafa þegar játað sig seka um brot, flestir um að hafa logið að alríkislögreglunni. Stærsta málið fram að þessu er líklega ákærur Mueller og saksóknara í Virginíu gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Búist er við því að þær verði teknar fyrir síðar á þessu ári. Trump forseti hefur ítrekað fullyrt að ekkert samráð hafi átt sér stað við Rússa. Hann hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ sem eigi sér pólitískar rætur.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Lögmaður Trump segist setja fjölskylduna framar forsetanum Viðtal við Michael Cohen er talið vísbending um að hann sé tilbúinn að vinna með saksóknurum. 3. júlí 2018 11:13 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06
Lögmaður Trump segist setja fjölskylduna framar forsetanum Viðtal við Michael Cohen er talið vísbending um að hann sé tilbúinn að vinna með saksóknurum. 3. júlí 2018 11:13
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26
Repúblikanar þrýstu á umsjónarmann Rússarannsóknarinnar að ljúka henni Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, varði sig fyrir árásum þingmanna repúblikana á fundi þingnefndar í dag. 28. júní 2018 17:42