Sænsk stjórnvöld hafa áhyggjur af tíðum skotárásum í landinu Sighvatur skrifar 5. júlí 2018 06:00 Sjö einstaklingar hafa látist í skotárásum í Svíþjóð undanfarnar tvær vikur. Stjórnvöld segja ástandið mjög alvarlegt og þessi mál eru í algjörum forgangi hjá sænsku lögreglunni. Málin varða flest uppgjör glæpagengja. Vísir/epa Sjö einstaklingar hafa látist í skotárásum í Svíþjóð síðastliðnar tvær vikur. Þar af létust þrír eftir skotárásir á þriðjudag og þriðjudagskvöld. Einn lést í Malmö og tveir í Örebro en einn er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn í Örebro. Stefan Löfven, forsætisráðherra landsins, segir í samtali við Aftonbladet ljóst að yfirvöld glími nú við aumkunarverða og kaldrifjaða morðingja, líkt og hann orðaði það þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Hann segir að stjórnvöld hafi veitt lögreglu allan þann stuðning sem óskað hafi verið eftir og meira til. Sé þörf á frekari úrræðum verði orðið við því. „Við höfum varið auknu fé í löggæslu en við munum halda áfram að gera það sem við þurfum,“ sagði Löfven. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sýna fram á að samfélagið hefur að lokum alltaf betur en glæpamenn.“ Anders Thorberg ríkislögreglustjóri segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið (SVT) að ástandið nú sé grafalvarlegt. Það hafi róast eftir hrinu skotárása í vor en nú sé aftur að verða mikil aukning. Hann segir að lögreglan beiti öllum sínum úrræðum og kröftum í þessum málum sem séu í algjörum forgangi.Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.Vísir/gettyMorgan Johansson, dóms- og innanríkismálaráðherra, tekur í samtali við SVT undir með ríkislögreglustjóranum. Ástandið sé alvarlegt og styrkja þurfi lögregluna enn frekar. Það þurfi að nýta þær lagaheimildir sem til staðar séu. Hann bendir á að handtökum lögreglu hafi fjölgað milli ára. Málið snúist um að halda áfram að láta hart mæta hörðu. Johansson mun í kjölfar skotárásanna í Malmö og Örebro funda með lögregluyfirvöldum til að ræða hvað ríkisstjórnin geti gert til að aðstoða lögregluna enn frekar. Hann segist sannfærður um að lögreglan geri allt sem í hennar valdi stendur. Tomas Tobé, talsmaður sænska hægriflokksins Moderaterna í löggæslumálum, gagnrýnir hins vegar ríkisstjórnina og segir aðgerðir hennar ekki duga til. Hann segir Löfven forsætisráðherra sýna linkind í málinu. Nú sé ekki tími til að kalla eftir upplýsingum um stöðuna, heldur þurfi að koma fram tillögur sem skerpi á viðurlögum gegn glæpagengjum. Hægriflokkurinn leggur til að refsingar glæpagengja verði tvöfaldaðar og að símhleranir veði notaðar í auknum mæli í baráttunni gegn þeim. Tobé segir ljóst að ríkisstjórninni hafi mistekist í þeirri baráttu. Það sé allt of auðvelt fyrir gengin að fá til liðs við sig ungmenni og komast upp með mildar refsingar. Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Tengdar fréttir Maður skotinn til bana í Malmö 25 ára karlmaður var skotinn til bana í hverfinu Lindängen í Malmö fyrr í kvöld. 21. júní 2018 21:51 Tveir látnir eftir skotárás í Svíþjóð Tveir karlmenn á þrítugsaldri eru látnir og einn er særður eftir skotárás í sænsku borginni Örebro í gærkvöldi. 4. júlí 2018 10:31 Tveir særðust í skotárás í Malmö Fjölmennt lið lögreglu statt í hverfinu Nydala í sænsku borginni Malmö eftir að tilkynning barst um að tveir hafi særst í skotárás við Nydalatorg skömmu eftir klukkan 15 að staðartíma í dag. 3. júlí 2018 14:06 Löfven boðar til neyðarfundar vegna tíðra skotárása Forsætisráðherra Svíþjóðar hefur boðað til neyðarfundar ríkisstjórnar sinnar og fulltrúum lögreglunnar í landinu vegna tíðra skotárása að undanförnu. 4. júlí 2018 13:33 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Sjö einstaklingar hafa látist í skotárásum í Svíþjóð síðastliðnar tvær vikur. Þar af létust þrír eftir skotárásir á þriðjudag og þriðjudagskvöld. Einn lést í Malmö og tveir í Örebro en einn er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn í Örebro. Stefan Löfven, forsætisráðherra landsins, segir í samtali við Aftonbladet ljóst að yfirvöld glími nú við aumkunarverða og kaldrifjaða morðingja, líkt og hann orðaði það þegar hann greindi frá ákvörðun sinni. Hann segir að stjórnvöld hafi veitt lögreglu allan þann stuðning sem óskað hafi verið eftir og meira til. Sé þörf á frekari úrræðum verði orðið við því. „Við höfum varið auknu fé í löggæslu en við munum halda áfram að gera það sem við þurfum,“ sagði Löfven. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sýna fram á að samfélagið hefur að lokum alltaf betur en glæpamenn.“ Anders Thorberg ríkislögreglustjóri segir í samtali við sænska ríkissjónvarpið (SVT) að ástandið nú sé grafalvarlegt. Það hafi róast eftir hrinu skotárása í vor en nú sé aftur að verða mikil aukning. Hann segir að lögreglan beiti öllum sínum úrræðum og kröftum í þessum málum sem séu í algjörum forgangi.Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.Vísir/gettyMorgan Johansson, dóms- og innanríkismálaráðherra, tekur í samtali við SVT undir með ríkislögreglustjóranum. Ástandið sé alvarlegt og styrkja þurfi lögregluna enn frekar. Það þurfi að nýta þær lagaheimildir sem til staðar séu. Hann bendir á að handtökum lögreglu hafi fjölgað milli ára. Málið snúist um að halda áfram að láta hart mæta hörðu. Johansson mun í kjölfar skotárásanna í Malmö og Örebro funda með lögregluyfirvöldum til að ræða hvað ríkisstjórnin geti gert til að aðstoða lögregluna enn frekar. Hann segist sannfærður um að lögreglan geri allt sem í hennar valdi stendur. Tomas Tobé, talsmaður sænska hægriflokksins Moderaterna í löggæslumálum, gagnrýnir hins vegar ríkisstjórnina og segir aðgerðir hennar ekki duga til. Hann segir Löfven forsætisráðherra sýna linkind í málinu. Nú sé ekki tími til að kalla eftir upplýsingum um stöðuna, heldur þurfi að koma fram tillögur sem skerpi á viðurlögum gegn glæpagengjum. Hægriflokkurinn leggur til að refsingar glæpagengja verði tvöfaldaðar og að símhleranir veði notaðar í auknum mæli í baráttunni gegn þeim. Tobé segir ljóst að ríkisstjórninni hafi mistekist í þeirri baráttu. Það sé allt of auðvelt fyrir gengin að fá til liðs við sig ungmenni og komast upp með mildar refsingar.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Tengdar fréttir Maður skotinn til bana í Malmö 25 ára karlmaður var skotinn til bana í hverfinu Lindängen í Malmö fyrr í kvöld. 21. júní 2018 21:51 Tveir látnir eftir skotárás í Svíþjóð Tveir karlmenn á þrítugsaldri eru látnir og einn er særður eftir skotárás í sænsku borginni Örebro í gærkvöldi. 4. júlí 2018 10:31 Tveir særðust í skotárás í Malmö Fjölmennt lið lögreglu statt í hverfinu Nydala í sænsku borginni Malmö eftir að tilkynning barst um að tveir hafi særst í skotárás við Nydalatorg skömmu eftir klukkan 15 að staðartíma í dag. 3. júlí 2018 14:06 Löfven boðar til neyðarfundar vegna tíðra skotárása Forsætisráðherra Svíþjóðar hefur boðað til neyðarfundar ríkisstjórnar sinnar og fulltrúum lögreglunnar í landinu vegna tíðra skotárása að undanförnu. 4. júlí 2018 13:33 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Maður skotinn til bana í Malmö 25 ára karlmaður var skotinn til bana í hverfinu Lindängen í Malmö fyrr í kvöld. 21. júní 2018 21:51
Tveir látnir eftir skotárás í Svíþjóð Tveir karlmenn á þrítugsaldri eru látnir og einn er særður eftir skotárás í sænsku borginni Örebro í gærkvöldi. 4. júlí 2018 10:31
Tveir særðust í skotárás í Malmö Fjölmennt lið lögreglu statt í hverfinu Nydala í sænsku borginni Malmö eftir að tilkynning barst um að tveir hafi særst í skotárás við Nydalatorg skömmu eftir klukkan 15 að staðartíma í dag. 3. júlí 2018 14:06
Löfven boðar til neyðarfundar vegna tíðra skotárása Forsætisráðherra Svíþjóðar hefur boðað til neyðarfundar ríkisstjórnar sinnar og fulltrúum lögreglunnar í landinu vegna tíðra skotárása að undanförnu. 4. júlí 2018 13:33