Hryðjuverkasamtök banna einnota plastpoka í Sómalíu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 3. júlí 2018 11:14 Al Kaída samtökin hafa kennt sig við umhverfisvernd nánast frá upphafi Vísir/Getty Hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem eru hluti af hryðjuverkaneti al Kaída, hafa bannað einnota plastpoka á yfirráðasvæði sínu í Sómalíu. Í tilkynningu, sem var lesin í útvarpi, sagði talsmaður al Shabab að plastpokar gætu verið hættulegir bæði fólki og dýrum, þeir geti jafnvel orðið þeim að fjörtjóni. Þessar áhyggjur vekja ekki síst athygli í ljósi þess að al Shabab eru mannskæðustu hryðjuverkasamtök Afríku. Á fimmta þúsund fórust í árásum al Shabab samtakanna árið 2016.Í sömu tilkynningu kom fram að al Shabab myndu beita sér í auknum mæli gegn ólöglegu skógarhöggi. Þeir sem stundi slíkt, eða brjóti gegn plastpokabanninu, eigi yfir höfði sér harða refsingu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem al Kaída opinberar framsækna umhverfisstefnu sína. Aðeins rúmu ári eftir að samtökin urðu alræmd um allan heim vegna árásanna í New York og Washington, sendi Osama bin Laden frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Bandaríkin fyrir að neita að skrifa undir Kyoto loftslagssamninginn.Fimm árum síðar ávarpaði bin Laden heimsbyggðina á myndbandsupptöku þar sem hann ítrekaði áhyggjur sínar af afdrifum Kyoto samningsins. Sagði bin Laden að einföld tölfræði og allar staðreyndir sýndu að loftslagsbreytingar væru raunverulegt vandamál sem kostaði milljónir mannslífa. Þessar skoðanir ítrekaði bin Laden síðan í löngu bréfi árið 2009. Þar lýsir hryðjuverkaleiðtoginn meðal annars áhyggjum af því að efnahagskreppan, sem þá skók heimsbyggðina, myndi trufla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum. Hvatti bin Laden heimsbyggðina til að minnast þessa þegar tíu ár væru liðin frá árásunum sem kenndar eru við ellefta september, með því að hleypa af stað nýju átaki gegn loftslagsbreytingum. Í því myndi felast skuldbinding til að draga úr útblæstri skaðlegra lofttegunda um helming. Það verður þó að segjast eins og er að kaldrifjað morðæði bin Ladens skyggði alltaf nokkuð á metnað hans í umhverfismálum. Þess má geta að Talíbanar í Afganistan hófu nýlega átak í skógrækt. Sómalía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Fólk safnaðist saman nærri Safari hótelinu í höfuðborg Sómalíu í gær til að leita að ástvinum. Mannskæðasta árás í tíu ár gerð á laugardaginn. Forsetinn hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir óvininn einskis svífast. 16. október 2017 06:00 Talíbanar lýsa yfir vopnahléi í Afganistan Talíbanar í Afganistan hafa fylgt fordæmi ríkisstjórnarinnar og hafa lýst yfir vopnahlé á meðan að hátíðarhöld vegna Ramadan standa yfir. 9. júní 2018 17:32 Drápu leiðtoga Al Shabab Bandarísk hernaðaryfirvöld staðfestu í gær að hryðjuverkaleiðtoginn Ahmed Abdi Godane hafi fallið í Sómalíu á mánudaginn þegar loftárás var gerð á bækistöðvar samtaka hans í Sómalíu. 6. september 2014 08:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin al Shabab, sem eru hluti af hryðjuverkaneti al Kaída, hafa bannað einnota plastpoka á yfirráðasvæði sínu í Sómalíu. Í tilkynningu, sem var lesin í útvarpi, sagði talsmaður al Shabab að plastpokar gætu verið hættulegir bæði fólki og dýrum, þeir geti jafnvel orðið þeim að fjörtjóni. Þessar áhyggjur vekja ekki síst athygli í ljósi þess að al Shabab eru mannskæðustu hryðjuverkasamtök Afríku. Á fimmta þúsund fórust í árásum al Shabab samtakanna árið 2016.Í sömu tilkynningu kom fram að al Shabab myndu beita sér í auknum mæli gegn ólöglegu skógarhöggi. Þeir sem stundi slíkt, eða brjóti gegn plastpokabanninu, eigi yfir höfði sér harða refsingu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem al Kaída opinberar framsækna umhverfisstefnu sína. Aðeins rúmu ári eftir að samtökin urðu alræmd um allan heim vegna árásanna í New York og Washington, sendi Osama bin Laden frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Bandaríkin fyrir að neita að skrifa undir Kyoto loftslagssamninginn.Fimm árum síðar ávarpaði bin Laden heimsbyggðina á myndbandsupptöku þar sem hann ítrekaði áhyggjur sínar af afdrifum Kyoto samningsins. Sagði bin Laden að einföld tölfræði og allar staðreyndir sýndu að loftslagsbreytingar væru raunverulegt vandamál sem kostaði milljónir mannslífa. Þessar skoðanir ítrekaði bin Laden síðan í löngu bréfi árið 2009. Þar lýsir hryðjuverkaleiðtoginn meðal annars áhyggjum af því að efnahagskreppan, sem þá skók heimsbyggðina, myndi trufla alþjóðlegt samstarf í loftslagsmálum. Hvatti bin Laden heimsbyggðina til að minnast þessa þegar tíu ár væru liðin frá árásunum sem kenndar eru við ellefta september, með því að hleypa af stað nýju átaki gegn loftslagsbreytingum. Í því myndi felast skuldbinding til að draga úr útblæstri skaðlegra lofttegunda um helming. Það verður þó að segjast eins og er að kaldrifjað morðæði bin Ladens skyggði alltaf nokkuð á metnað hans í umhverfismálum. Þess má geta að Talíbanar í Afganistan hófu nýlega átak í skógrækt.
Sómalía Tengdar fréttir Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Fólk safnaðist saman nærri Safari hótelinu í höfuðborg Sómalíu í gær til að leita að ástvinum. Mannskæðasta árás í tíu ár gerð á laugardaginn. Forsetinn hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir óvininn einskis svífast. 16. október 2017 06:00 Talíbanar lýsa yfir vopnahléi í Afganistan Talíbanar í Afganistan hafa fylgt fordæmi ríkisstjórnarinnar og hafa lýst yfir vopnahlé á meðan að hátíðarhöld vegna Ramadan standa yfir. 9. júní 2018 17:32 Drápu leiðtoga Al Shabab Bandarísk hernaðaryfirvöld staðfestu í gær að hryðjuverkaleiðtoginn Ahmed Abdi Godane hafi fallið í Sómalíu á mánudaginn þegar loftárás var gerð á bækistöðvar samtaka hans í Sómalíu. 6. september 2014 08:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Á þriðja hundrað manns fórust í árás í höfuðborg Sómalíu Fólk safnaðist saman nærri Safari hótelinu í höfuðborg Sómalíu í gær til að leita að ástvinum. Mannskæðasta árás í tíu ár gerð á laugardaginn. Forsetinn hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg og segir óvininn einskis svífast. 16. október 2017 06:00
Talíbanar lýsa yfir vopnahléi í Afganistan Talíbanar í Afganistan hafa fylgt fordæmi ríkisstjórnarinnar og hafa lýst yfir vopnahlé á meðan að hátíðarhöld vegna Ramadan standa yfir. 9. júní 2018 17:32
Drápu leiðtoga Al Shabab Bandarísk hernaðaryfirvöld staðfestu í gær að hryðjuverkaleiðtoginn Ahmed Abdi Godane hafi fallið í Sómalíu á mánudaginn þegar loftárás var gerð á bækistöðvar samtaka hans í Sómalíu. 6. september 2014 08:00