Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. júlí 2018 20:30 Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. Erna Reka er fjórtán mánaða og fædd á Íslandi en foreldrar hennar Nazife og Erion eru frá Albaníu og hafa búið hér á landi í tæp tvö ár. Í maí staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja Nazife og Erion um dvalarleyfi og ákvörðun um tveggja ára endurkomubann. Í dag hafnaði kærunefndin svo beiðni foreldra Ernu um frestun réttaráhrifa um brottvísun þeirra úr landi. „Það er engin umfjöllun í úrskurðinum um barnið. Það snýst bara um foreldra hennar og það í sjálfu sér er náttúrlega bara að mínu áliti gallaður úrskurður. Þú getur ekki tekið ákvörðun um foreldra en ekkert um barn,“ segir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar. Farið verður fram á endurupptöku að sögn Claudie sem segir ennfremur að brotið sé gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, enda sé Ernu mismunað á grundvelli stöðu foreldra sinna. Dómsmál hefur verið höfðað hvað þetta atriði varðar og fer aðalmeðferð í því fram í nóvember. Að óbreyttu verður fjölskyldan þá farin úr landi sem skapað getur þær aðstæður að Erna teljist ekki lengur hafa lögvarða hagsmuni af málarekstrinum. „Það er ákvæði í útlendingalögum sem segir að ef barn er fætt hér á Íslandi þá má ekki brottvísa því úr landi, það er verndað fyrir slíkum brottvísunum,“ segir Claudie. „En það er gert það skilyrði að viðkomandi barn sé skráð í þjóðskrá en með því að skrá það á utangarðsskrá þá er það náttúrlega augljóslega ekki skráð í þjóðskrá,“ bætir hún við. Vísar hún þá til til þess að til þessa hafi Þjóðskrá skráð búsetu barna eins og Ernu með öðrum hætti en barna sem fædd eru hjá íslenskum foreldrum eða fólki með varanlegt dvalarleyfi þannig að þau teljist ekki eiga hér „óslitna búsetu samkvæmt þjóðskrá“ líkt og vísað er til í lögunum. Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. 22. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. Erna Reka er fjórtán mánaða og fædd á Íslandi en foreldrar hennar Nazife og Erion eru frá Albaníu og hafa búið hér á landi í tæp tvö ár. Í maí staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja Nazife og Erion um dvalarleyfi og ákvörðun um tveggja ára endurkomubann. Í dag hafnaði kærunefndin svo beiðni foreldra Ernu um frestun réttaráhrifa um brottvísun þeirra úr landi. „Það er engin umfjöllun í úrskurðinum um barnið. Það snýst bara um foreldra hennar og það í sjálfu sér er náttúrlega bara að mínu áliti gallaður úrskurður. Þú getur ekki tekið ákvörðun um foreldra en ekkert um barn,“ segir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar. Farið verður fram á endurupptöku að sögn Claudie sem segir ennfremur að brotið sé gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, enda sé Ernu mismunað á grundvelli stöðu foreldra sinna. Dómsmál hefur verið höfðað hvað þetta atriði varðar og fer aðalmeðferð í því fram í nóvember. Að óbreyttu verður fjölskyldan þá farin úr landi sem skapað getur þær aðstæður að Erna teljist ekki lengur hafa lögvarða hagsmuni af málarekstrinum. „Það er ákvæði í útlendingalögum sem segir að ef barn er fætt hér á Íslandi þá má ekki brottvísa því úr landi, það er verndað fyrir slíkum brottvísunum,“ segir Claudie. „En það er gert það skilyrði að viðkomandi barn sé skráð í þjóðskrá en með því að skrá það á utangarðsskrá þá er það náttúrlega augljóslega ekki skráð í þjóðskrá,“ bætir hún við. Vísar hún þá til til þess að til þessa hafi Þjóðskrá skráð búsetu barna eins og Ernu með öðrum hætti en barna sem fædd eru hjá íslenskum foreldrum eða fólki með varanlegt dvalarleyfi þannig að þau teljist ekki eiga hér „óslitna búsetu samkvæmt þjóðskrá“ líkt og vísað er til í lögunum.
Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. 22. febrúar 2018 20:00 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49
Verða send úr landi með 10 mánaða gamalt barn þrátt fyrir réttaróvissu Tíu mánaða gamalli stúlku sem búið hefur á Íslandi allt frá fæðingu verður vísað úr landi á næstu dögum ásamt albönskum foreldrum sínum. 22. febrúar 2018 20:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent