Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 12:52 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, á fundinum í gær. fréttablaðið/anton brink Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segir gagnrýni íslenskra þingmanna á þátttöku hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í gær fáránlega og til skammar. Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. Pia segir þingmennina augljóslega ekki hafa hugmynd um hvað er að gerast í heiminum eða í systurflokki þeirra í Danmörku, og vísar þar væntanlega til sósíal-demókrata sem hafa tekið upp harðari stefnu í málefnum innflytjenda í landinu. Píratar sniðgengu hátíðarfundinn á Þingvöllum í gær vegna þátttöku Piu og þá voru ýmsir þingmenn með barmmerki sem á stóð Nej, til racisme en Pia er umdeild vegna stefnu flokks hennar í málefnum innflytjenda og orðræðu hennar gegn fjölmenningu og íslam. „Það er rétt að Píratar tóku ekki þátt en ég get í raun ekki gert að því þótt sumir séu illa upp aldir og sjái ekki að þegar þú ert að bjóða forseta danska þingsins, en ekki mér sjálfri persónulega, þá er þetta í raun ekki niðurlæging fyrir mig,“ segir Pia sem kveðst ekki hafa tekið mikið eftir gagnrýni eða mótmælum á þátttöku hennar á fundinum. Helga Vala segir í samtali við TV2 að hún hafi ekki verið að sýna andstöðu sína við danska þingið, dönsku ríkisstjórnina eða dönsku þjóðina, heldur hafi hún verið að láta í ljós hvað henni þætti um það hvernig Pia hefur breytt viðhorfi til innflytjenda og flóttamanna á danska þinginu. „Ég einfaldlega skil ekki hvers vegna hún ætti að vera ræðumaður á svona viðburði,“ segir Helga Vala á vef TV2. Alþingi Tengdar fréttir Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segir gagnrýni íslenskra þingmanna á þátttöku hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í gær fáránlega og til skammar. Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. Pia segir þingmennina augljóslega ekki hafa hugmynd um hvað er að gerast í heiminum eða í systurflokki þeirra í Danmörku, og vísar þar væntanlega til sósíal-demókrata sem hafa tekið upp harðari stefnu í málefnum innflytjenda í landinu. Píratar sniðgengu hátíðarfundinn á Þingvöllum í gær vegna þátttöku Piu og þá voru ýmsir þingmenn með barmmerki sem á stóð Nej, til racisme en Pia er umdeild vegna stefnu flokks hennar í málefnum innflytjenda og orðræðu hennar gegn fjölmenningu og íslam. „Það er rétt að Píratar tóku ekki þátt en ég get í raun ekki gert að því þótt sumir séu illa upp aldir og sjái ekki að þegar þú ert að bjóða forseta danska þingsins, en ekki mér sjálfri persónulega, þá er þetta í raun ekki niðurlæging fyrir mig,“ segir Pia sem kveðst ekki hafa tekið mikið eftir gagnrýni eða mótmælum á þátttöku hennar á fundinum. Helga Vala segir í samtali við TV2 að hún hafi ekki verið að sýna andstöðu sína við danska þingið, dönsku ríkisstjórnina eða dönsku þjóðina, heldur hafi hún verið að láta í ljós hvað henni þætti um það hvernig Pia hefur breytt viðhorfi til innflytjenda og flóttamanna á danska þinginu. „Ég einfaldlega skil ekki hvers vegna hún ætti að vera ræðumaður á svona viðburði,“ segir Helga Vala á vef TV2.
Alþingi Tengdar fréttir Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23
Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?