Gagnrýna vinnubrögð þingsins við bókastyrk vegna fullveldisafmælis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 08:48 Þingmenn allra flokka standa að málinu en þingsályktunartillaga vegna þess verður tekin fyrir á hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun. vísir/hanna Átta bókaútgefendur, þau Sigurður Svavarsson, Heiðar Ingi Svannson, Birgitta Elín Hassel, Egill Örn Jóhannsson, Pétur Már Ólafsson, Dögg Hjaltalín, Anna Lea Friðriksdóttir og María Rán Guðjónsdóttir, gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Útgefendurnir rita aðsenda grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir gagnrýna vinnubrögð þingsins við styrkveitinguna og segja þau heyra fortíðinni til. Styrkirnir til Hins íslenska bókmenntafélags eru vegna útgáfu á verki um Þingvelli í íslenskri myndlist og hins vegar vegna útgáfu á nýju yfirlitsverki um íslenska bókmenntasögu.Egill Örn Jóhannsson hjá Forlaginu er einn þeirra bókaútgefenda sem skrifar undir greinina í Morgunblaðinu í dag.Vísir/anton BrinkÞingmenn allra flokka standa að tillögu vegna útgáfunnar Lögð hefur fram þingsályktunartillaga vegna málsins sem rædd verður, og að öllum líkindum samþykkt, á hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun sem haldinn er vegna 100 ára fullveldisafmælisins. Þingmenn allra flokka eru flutningsmenn að tillögunni en styrkur vegna útgáfu verkanna hljóðar upp á allt að 30 milljónir króna. Útgefendurnir segja í grein sinni í dag að ekkert mat liggi að baki styrkveitingunni: „Að baki þessari styrkveitingu hvílir ekkert mat og ekki hafði verið óskað eftir hugmyndum annarra forlaga um útgáfu slíkra verka, enda þótt ýmsir hafi reynslu af útgáfu bóka um Þingvelli og ekki sé nema liðlega áratugur síðan lokið var við það þrekvirki að gefa út Íslenska bókmenntasögu í fimm bindum, með ærnum tilkostnaði.“ Þá segja útgefendurnir að þeir hafi ekkert á móti því að Alþingi hvetji til metnaðarfullra útgáfuverkefna en segja að tryggja verði ákveðið jafnræði varðandi aðkomu bókaútgefenda og leggja faglegt mat á tillögur sem berast. Það sé meira að segja til „opinbert apparat“ sem sjái um styrkveitingar á borð við þessar, Miðstöð íslenskra bókmennta.Hátíðarfundur vegna fullveldisafmælisins fer fram á Þingvöllum á morgun.vísir/vilhelmGeðþótti stjórnmálamanna ráði ekki för „Sumum kann að finnast óþarft að stökkva upp á nef sér vegna ekki meiri fjármuna, en þá er rétt að geta þess að upphæðin er nánast sú sama og allir útgáfustyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta á síðasta ári, nema hvað hún sáldraðist þá yfir á sjötta tug verka. Í því samhengi er um mikla fjárhæð að ræða. Við efumst ekki um að útgáfufyrirtækið sem nýtur þessarar óvæntu rausnar Alþingis muni nýta fjármunina til góðra verka. Vinnubrögðin við þessa styrkveitingu eiga hins vegar að heyra fortíðinni tryggilega til og okkur finnst með ólíkindum að þingheimur skuli hafa samþykkt þetta einum rómi, enda eiga menn á þeim bæ að vita betur. Það er leitt að þurfa að spilla veisluhöldum þingsins með aðfinnslum, en vinur er sá er til vamms segir. Geðþótti stjórnmálamanna á ekki að ráða því hvaða verk koma út hér á landi, né hvaða fyrirtækjum skuli hyglað á sviði bókaútgáfu, frekar en í öðrum geirum menningar- og atvinnulífs,“ segir í grein útgefendanna sem lesa má í heild sinni í Morgunblaðinu. Alþingi Tengdar fréttir 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Átta bókaútgefendur, þau Sigurður Svavarsson, Heiðar Ingi Svannson, Birgitta Elín Hassel, Egill Örn Jóhannsson, Pétur Már Ólafsson, Dögg Hjaltalín, Anna Lea Friðriksdóttir og María Rán Guðjónsdóttir, gagnrýna styrkveitingu Alþingi til Hins íslenska bókmenntafélags vegna útgáfu tveggja verka í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Útgefendurnir rita aðsenda grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir gagnrýna vinnubrögð þingsins við styrkveitinguna og segja þau heyra fortíðinni til. Styrkirnir til Hins íslenska bókmenntafélags eru vegna útgáfu á verki um Þingvelli í íslenskri myndlist og hins vegar vegna útgáfu á nýju yfirlitsverki um íslenska bókmenntasögu.Egill Örn Jóhannsson hjá Forlaginu er einn þeirra bókaútgefenda sem skrifar undir greinina í Morgunblaðinu í dag.Vísir/anton BrinkÞingmenn allra flokka standa að tillögu vegna útgáfunnar Lögð hefur fram þingsályktunartillaga vegna málsins sem rædd verður, og að öllum líkindum samþykkt, á hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun sem haldinn er vegna 100 ára fullveldisafmælisins. Þingmenn allra flokka eru flutningsmenn að tillögunni en styrkur vegna útgáfu verkanna hljóðar upp á allt að 30 milljónir króna. Útgefendurnir segja í grein sinni í dag að ekkert mat liggi að baki styrkveitingunni: „Að baki þessari styrkveitingu hvílir ekkert mat og ekki hafði verið óskað eftir hugmyndum annarra forlaga um útgáfu slíkra verka, enda þótt ýmsir hafi reynslu af útgáfu bóka um Þingvelli og ekki sé nema liðlega áratugur síðan lokið var við það þrekvirki að gefa út Íslenska bókmenntasögu í fimm bindum, með ærnum tilkostnaði.“ Þá segja útgefendurnir að þeir hafi ekkert á móti því að Alþingi hvetji til metnaðarfullra útgáfuverkefna en segja að tryggja verði ákveðið jafnræði varðandi aðkomu bókaútgefenda og leggja faglegt mat á tillögur sem berast. Það sé meira að segja til „opinbert apparat“ sem sjái um styrkveitingar á borð við þessar, Miðstöð íslenskra bókmennta.Hátíðarfundur vegna fullveldisafmælisins fer fram á Þingvöllum á morgun.vísir/vilhelmGeðþótti stjórnmálamanna ráði ekki för „Sumum kann að finnast óþarft að stökkva upp á nef sér vegna ekki meiri fjármuna, en þá er rétt að geta þess að upphæðin er nánast sú sama og allir útgáfustyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta á síðasta ári, nema hvað hún sáldraðist þá yfir á sjötta tug verka. Í því samhengi er um mikla fjárhæð að ræða. Við efumst ekki um að útgáfufyrirtækið sem nýtur þessarar óvæntu rausnar Alþingis muni nýta fjármunina til góðra verka. Vinnubrögðin við þessa styrkveitingu eiga hins vegar að heyra fortíðinni tryggilega til og okkur finnst með ólíkindum að þingheimur skuli hafa samþykkt þetta einum rómi, enda eiga menn á þeim bæ að vita betur. Það er leitt að þurfa að spilla veisluhöldum þingsins með aðfinnslum, en vinur er sá er til vamms segir. Geðþótti stjórnmálamanna á ekki að ráða því hvaða verk koma út hér á landi, né hvaða fyrirtækjum skuli hyglað á sviði bókaútgáfu, frekar en í öðrum geirum menningar- og atvinnulífs,“ segir í grein útgefendanna sem lesa má í heild sinni í Morgunblaðinu.
Alþingi Tengdar fréttir 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00
Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38