Faðir fórnarlambs skotárásarinnar í Parkland syrgir á afmælisdegi dóttur sinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2018 23:15 Fred Guttenberg hefur barist fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum síðan dóttir hans var skotin til bana í skotárás í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í Flórída. Vísir/Getty Fred Guttenberg, faðir Jamie Guttenberg sem var skotin til bana ásamt sextán öðrum í skotárás í framhaldsskóla í Parkland í Flórída í febrúar, minntist dóttur sinnar á Twitter í gær. Jamie hefði orðið 15 ára þann dag, 13. júlí.Sjá einnig: „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ „Til hamingju með afmælið elskan mín!!! Í dag hefði Jamie átt að verða 15 ára. Ég ætti að vera að fylgja henni í ökutíma. Fjölskylda hennar og vinir ættu að vera að fagna með henni. Í dag er Jamie enn þá 14 ára. Hún verður 14 ára að eilífu,“ skrifar Fred. „Vegna byssuofbeldis munum við ekki halda upp á afmælið hennar. Í staðinn grátum við og syrgjum. Í dag hugsa ég um alla hlutina sem ég óska þess að ég gæti gert með þér, einfalda hluti á borð við að horfa með þér á uppáhalds sjónvarpsþættina okkar.“ Hluta af tístum Freds má sjá hér að neðan og restina má nálgast á Twitter-reikningi hans hér.HAPPY BIRTHDAY BABY GIRL!!! Today, Jaime should be turning 15. I should be taking her for her drivers permit. Her family and her friends should be celebrating with her. TODAY, JAIME IS STILL 14. SHE WILL BE 14 FOREVER. Because of gun violence, we will not be celebrating— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) July 13, 2018 her birthday. Instead, we are broken, crying and mourning. Today, I am thinking of all of the things that I wish I could be doing with you, some as simple as watching our favorite TV shows. Today, I am thinking about the fact that I will never see you dance again, never see— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) July 13, 2018 Fred segir í samtali við vefinn Mashable að hann hafi stofnað Twitter-reikning nokkrum vikum eftir að dóttir hans var myrt. Það hafi hann gert til þess að berjast fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum og vekja athygli á ofbeldi tengdu skotvopnum. Fred hefur verið einna háværastur í hópi þeirra foreldra sem misstu börn sín í skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í febrúar í fyrra. Hann hefur breitt út boðskapinn síðustu mánuði og ítrekað komið fram í fjölmiðlum. Móðir Jamie, Jennifer Bloom Guttenberg, minntist dóttur sinnar einnig í gær. Hún notar tækifærið og kallar eftir byssulöggjöf í Bandaríkjunum, sem sé í samræmi við „heilbrigða skynsemi.“ Sautján létust þegar byssumaður hóf skothríð í áðurnefndum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskóla í Flórída. Hópur nemenda sem komst lífs af úr árásinni hefur komið af stað gríðarstórri hreyfingu undir formerkjunum March For Our Lives, eða Göngum fyrir lífi okkar, sem berst fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum. Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Jimmy Fallon kemur þjáðum nemendum á óvart Sagði nemendum að láta ekki neitt stoppa sig. 4. júní 2018 11:10 „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15 Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Fred Guttenberg, faðir Jamie Guttenberg sem var skotin til bana ásamt sextán öðrum í skotárás í framhaldsskóla í Parkland í Flórída í febrúar, minntist dóttur sinnar á Twitter í gær. Jamie hefði orðið 15 ára þann dag, 13. júlí.Sjá einnig: „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ „Til hamingju með afmælið elskan mín!!! Í dag hefði Jamie átt að verða 15 ára. Ég ætti að vera að fylgja henni í ökutíma. Fjölskylda hennar og vinir ættu að vera að fagna með henni. Í dag er Jamie enn þá 14 ára. Hún verður 14 ára að eilífu,“ skrifar Fred. „Vegna byssuofbeldis munum við ekki halda upp á afmælið hennar. Í staðinn grátum við og syrgjum. Í dag hugsa ég um alla hlutina sem ég óska þess að ég gæti gert með þér, einfalda hluti á borð við að horfa með þér á uppáhalds sjónvarpsþættina okkar.“ Hluta af tístum Freds má sjá hér að neðan og restina má nálgast á Twitter-reikningi hans hér.HAPPY BIRTHDAY BABY GIRL!!! Today, Jaime should be turning 15. I should be taking her for her drivers permit. Her family and her friends should be celebrating with her. TODAY, JAIME IS STILL 14. SHE WILL BE 14 FOREVER. Because of gun violence, we will not be celebrating— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) July 13, 2018 her birthday. Instead, we are broken, crying and mourning. Today, I am thinking of all of the things that I wish I could be doing with you, some as simple as watching our favorite TV shows. Today, I am thinking about the fact that I will never see you dance again, never see— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) July 13, 2018 Fred segir í samtali við vefinn Mashable að hann hafi stofnað Twitter-reikning nokkrum vikum eftir að dóttir hans var myrt. Það hafi hann gert til þess að berjast fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum og vekja athygli á ofbeldi tengdu skotvopnum. Fred hefur verið einna háværastur í hópi þeirra foreldra sem misstu börn sín í skotárásinni í Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólanum í febrúar í fyrra. Hann hefur breitt út boðskapinn síðustu mánuði og ítrekað komið fram í fjölmiðlum. Móðir Jamie, Jennifer Bloom Guttenberg, minntist dóttur sinnar einnig í gær. Hún notar tækifærið og kallar eftir byssulöggjöf í Bandaríkjunum, sem sé í samræmi við „heilbrigða skynsemi.“ Sautján létust þegar byssumaður hóf skothríð í áðurnefndum Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskóla í Flórída. Hópur nemenda sem komst lífs af úr árásinni hefur komið af stað gríðarstórri hreyfingu undir formerkjunum March For Our Lives, eða Göngum fyrir lífi okkar, sem berst fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum.
Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Jimmy Fallon kemur þjáðum nemendum á óvart Sagði nemendum að láta ekki neitt stoppa sig. 4. júní 2018 11:10 „Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15 Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Jimmy Fallon kemur þjáðum nemendum á óvart Sagði nemendum að láta ekki neitt stoppa sig. 4. júní 2018 11:10
„Ég myndi aldrei sitja þarna og leyfa krökkunum mínum að vera slátrað“ Lögreglufulltrúinn fyrrverandi, Scot Peterson, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um skotárásina í Marjory Stoneman Douglas-menntaskólanum í Parkland í Flórída þar sem Nikolas Cruz myrti sautján manns þann 14. febrúar. 5. júní 2018 12:15
Árásin í Parkland breytti litlu Skólaskotárásin í Parkland í Flórída, þar sem sautján nemendur voru myrtir, hafði engin varanleg áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna gagnvart skotvopnaeign. 24. maí 2018 06:00