Tólf Rússar ákærðir vegna Mueller-rannsóknarinnar Andri Eysteinsson skrifar 13. júlí 2018 18:43 Rod Rosenstein tilkynnti um ákærurnar á blaðamannafundi í Washington í dag. Vísir/EPA Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um ákærur gegn 12 rússneskum ríkisborgurum í kjölfar Mueller rannsóknarinnar. CNN greinir frá. Mueller rannsóknin, sem stýrt er af fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar, FBI, Robert Mueller, snýr að aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rússarnir 12 eru sakaðir um að hafa af einbeittum brotavilja brotist inn í tölvukerfi og tölvupóstþjóna demókrataflokksins. Hinir ákærðu eru allir starfsmenn GRU, leyniþjónustu innan rússneska hersins.Demókratar vilja að Trump aflýsi fundi sínum með Pútín. Tímasetning tilkynningarinnar hefur vakið athygli en greint var frá ákærunum á sama tíma og heimsókn Donald Trump, Bandaríkjaforseta til Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsorhöll hófst. Heimsóknin er álitin hápunktur umdeildrar heimsóknar forsetans til Bretlands. Áætlað er að Trump muni á mánudag funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands í Helsinki. Eingöngu forsetarnir ásamt túlkum sínum munu vera viðstaddir fundinn. Pútín hefur áður hafnað öllum ásökunum um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Háttsettir demókratar á borð við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, hafa kallað eftir því að Trump aflýsi fundinum tafarlaust.Enginn bandarískur ríkisborgari ásakaður Varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, sagði á blaðamannafundi í dag að enginn bandarískur ríkisborgari sé nefndur í ákærunni en þó hafi hinir ákærðu hafi átt í samskiptum við bandaríska ríkisborgara. „Það er engin ásökun um að bandarískir ríkisborgarar hafi framið glæpi“ sagði Rosenstein og bætti við að ekki sé talið að hinir kærðu hafi átt við atkvæði eða breytt niðurstöðum kosninganna að nokkru leyti. 11 eru ákærðir fyrir persónuþjófnað, peningaþvætti og ráðabrugg um að fremja tölvuglæpi. „Rússneskir starfsmenn GRU, brutust inn á síðu kosningastjórnar og stálu þar upplýsingum um um það bil 500.000 kjósendur“ sagði Rosenstein. Aðstoðarfjölmiðlafulltrúi Bandaríkjastjórnar Lindsey Walters segir að kæran styðji við það sem stjórnin hefur sagt, að engin tengsl séu milli Trump og afskipta Rússa. Bandaríkin Donald Trump Erlent Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um ákærur gegn 12 rússneskum ríkisborgurum í kjölfar Mueller rannsóknarinnar. CNN greinir frá. Mueller rannsóknin, sem stýrt er af fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar, FBI, Robert Mueller, snýr að aðkomu Rússa að forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Rússarnir 12 eru sakaðir um að hafa af einbeittum brotavilja brotist inn í tölvukerfi og tölvupóstþjóna demókrataflokksins. Hinir ákærðu eru allir starfsmenn GRU, leyniþjónustu innan rússneska hersins.Demókratar vilja að Trump aflýsi fundi sínum með Pútín. Tímasetning tilkynningarinnar hefur vakið athygli en greint var frá ákærunum á sama tíma og heimsókn Donald Trump, Bandaríkjaforseta til Elísabetar Bretlandsdrottningar í Windsorhöll hófst. Heimsóknin er álitin hápunktur umdeildrar heimsóknar forsetans til Bretlands. Áætlað er að Trump muni á mánudag funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands í Helsinki. Eingöngu forsetarnir ásamt túlkum sínum munu vera viðstaddir fundinn. Pútín hefur áður hafnað öllum ásökunum um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Háttsettir demókratar á borð við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, hafa kallað eftir því að Trump aflýsi fundinum tafarlaust.Enginn bandarískur ríkisborgari ásakaður Varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Rod Rosenstein, sagði á blaðamannafundi í dag að enginn bandarískur ríkisborgari sé nefndur í ákærunni en þó hafi hinir ákærðu hafi átt í samskiptum við bandaríska ríkisborgara. „Það er engin ásökun um að bandarískir ríkisborgarar hafi framið glæpi“ sagði Rosenstein og bætti við að ekki sé talið að hinir kærðu hafi átt við atkvæði eða breytt niðurstöðum kosninganna að nokkru leyti. 11 eru ákærðir fyrir persónuþjófnað, peningaþvætti og ráðabrugg um að fremja tölvuglæpi. „Rússneskir starfsmenn GRU, brutust inn á síðu kosningastjórnar og stálu þar upplýsingum um um það bil 500.000 kjósendur“ sagði Rosenstein. Aðstoðarfjölmiðlafulltrúi Bandaríkjastjórnar Lindsey Walters segir að kæran styðji við það sem stjórnin hefur sagt, að engin tengsl séu milli Trump og afskipta Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Erlent Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26