Trump segir May hafa gert út um fríverslunarsamning með „mjúka“ Brexit Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júlí 2018 23:40 Donald Trump, Bandaríkjanna, er ekki hrifin af þeim áherslum sem May undirstrikað með núverandi Brexit-samningum. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði það ólíklegt að Bretar fengju þann viðskiptasamning við Bandaríkin sem þeir væntu ef Brexit-samningar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, verða ofan á. Um þá áætlun hefur verið viðhaft hugtakið „mjúkt“ Brexit. Þetta sagði forsetinn í samtali við breska götublaðið The Sun og bætti við að áætlun May myndi gera út um verslunarsamninginn. Trump sagðist hafa ráðlagt May hvernig hún ætti að haga Brexit-samningum en hann hafi greinilega talað fyrir daufum eyrum. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur reynt að nota tækifærið á meðan á dvöl forsetans stendur til að mæla fyrir fríverslunarsamningum landanna á milli.Vísir/apTrump er þessa dagana staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. Á fundi þjóðarleiðtoganna hefur May unnið að því að ná fríverslunarsamningi við Bandaríkin. Hún hélt því fram að úrsögn Breta úr Evrópusambandinu væri tækifæri til að auka hagvöxt bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Trump sagði að uppkastið að núverandi Brexit-samningum væri ekki það sem kjósendur kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016. Áður hefur Trump sagt að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, yrði frábær forsætisráðherra en að May væri indælis manneskja.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ekki ánægður með að May hafi ekki farið eftir ráðleggingum hans um hvernig hún ætti að haga Brexit-samningum.Vísir/APÓreiðuástand hefur verið uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og ráðherra útgöngumála sögðu af sér í vikunni. Fyrir helgi fullyrti May að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig ætti að haga útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ráðherrarnir sem sögðu af sér, David Davis og Boris Johnson, vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það hyggst May ætla haga Brexit-samningum samkvæmt sinni sannfæringu. Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði það ólíklegt að Bretar fengju þann viðskiptasamning við Bandaríkin sem þeir væntu ef Brexit-samningar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, verða ofan á. Um þá áætlun hefur verið viðhaft hugtakið „mjúkt“ Brexit. Þetta sagði forsetinn í samtali við breska götublaðið The Sun og bætti við að áætlun May myndi gera út um verslunarsamninginn. Trump sagðist hafa ráðlagt May hvernig hún ætti að haga Brexit-samningum en hann hafi greinilega talað fyrir daufum eyrum. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur reynt að nota tækifærið á meðan á dvöl forsetans stendur til að mæla fyrir fríverslunarsamningum landanna á milli.Vísir/apTrump er þessa dagana staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. Á fundi þjóðarleiðtoganna hefur May unnið að því að ná fríverslunarsamningi við Bandaríkin. Hún hélt því fram að úrsögn Breta úr Evrópusambandinu væri tækifæri til að auka hagvöxt bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Trump sagði að uppkastið að núverandi Brexit-samningum væri ekki það sem kjósendur kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016. Áður hefur Trump sagt að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, yrði frábær forsætisráðherra en að May væri indælis manneskja.Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ekki ánægður með að May hafi ekki farið eftir ráðleggingum hans um hvernig hún ætti að haga Brexit-samningum.Vísir/APÓreiðuástand hefur verið uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og ráðherra útgöngumála sögðu af sér í vikunni. Fyrir helgi fullyrti May að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig ætti að haga útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ráðherrarnir sem sögðu af sér, David Davis og Boris Johnson, vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það hyggst May ætla haga Brexit-samningum samkvæmt sinni sannfæringu.
Brexit Donald Trump Tengdar fréttir Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05
Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17