Sumir helladrengirnir án ríkisfangs og réttindalausir í Taílandi Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 12. júlí 2018 18:31 Drengirnir voru heimtir úr helju í beinni útsendingu fjölmiðla um allan heim. Sumir þeirra eru réttindalausir í Taílandi. Vísir/Getty Komið hefur í ljós að þrír drengjanna, sem var bjargað úr helli í Taílandi á dögunum, eru án ríkisfangs. Sömu sögu er að segja af fótboltaþjálfaranum sem dvaldi með þeim í hellinum. Taílensk stjórnvöld íhuga nú að veita þeim taílensk vegabréf en það getur tekið einhvern tíma. Drengirnir og þjálfarinn eru frá róstursömu héraði í norðurhluta Taílands, við landamærin að Mjanmar. Upplausn og lögleysa ríkir á þeim slóðum og íbúarnir eru ekki taílenskir ríkisborgarar samkvæmt lögum. Það þýðir að þeir hafa engin réttindi í taílenska kerfinu og eiga yfir höfði sér að vera reknir úr landi án fyrirvara. Talsmaður taílenska innanríkisráðuneytisins segir að mál fjórmenninganna séu í skoðun. Verið sé að leita staðfestingar á því hvort þeir séu fæddir innan landamæra Taílands og hvort þeir eigi minnst eitt taílenskt foreldri. Það sé yfirleitt forsenda fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Ferlið gæti tekið langan tíma þar sem stjórnvöld virðast ætla að byrja á að leita uppi pappíra og skjöl á borð við fæðingarvottorð. Það verður hægara sagt en gert á svæði þar sem átök og hörð lífsbarátta hafa almennt forgang fram yfir skjalavörslu. Um hálf milljón manna í Taílandi er án ríkisfangs, flestir á landamærunum við Mjanmar. Þeir sæta fordómum og mismunun þar sem margir Taílendingar álíta þá ekki hluta af þjóðinni heldur flóttamenn. Stjórnvöld hafa hins vera skuldbundið sig til að bæta stöðu þessa hóps og veita þeim full réttindi til atvinnu og menntunar innan fárra ára. Fastir í helli í Taílandi Mjanmar Taíland Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Komið hefur í ljós að þrír drengjanna, sem var bjargað úr helli í Taílandi á dögunum, eru án ríkisfangs. Sömu sögu er að segja af fótboltaþjálfaranum sem dvaldi með þeim í hellinum. Taílensk stjórnvöld íhuga nú að veita þeim taílensk vegabréf en það getur tekið einhvern tíma. Drengirnir og þjálfarinn eru frá róstursömu héraði í norðurhluta Taílands, við landamærin að Mjanmar. Upplausn og lögleysa ríkir á þeim slóðum og íbúarnir eru ekki taílenskir ríkisborgarar samkvæmt lögum. Það þýðir að þeir hafa engin réttindi í taílenska kerfinu og eiga yfir höfði sér að vera reknir úr landi án fyrirvara. Talsmaður taílenska innanríkisráðuneytisins segir að mál fjórmenninganna séu í skoðun. Verið sé að leita staðfestingar á því hvort þeir séu fæddir innan landamæra Taílands og hvort þeir eigi minnst eitt taílenskt foreldri. Það sé yfirleitt forsenda fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Ferlið gæti tekið langan tíma þar sem stjórnvöld virðast ætla að byrja á að leita uppi pappíra og skjöl á borð við fæðingarvottorð. Það verður hægara sagt en gert á svæði þar sem átök og hörð lífsbarátta hafa almennt forgang fram yfir skjalavörslu. Um hálf milljón manna í Taílandi er án ríkisfangs, flestir á landamærunum við Mjanmar. Þeir sæta fordómum og mismunun þar sem margir Taílendingar álíta þá ekki hluta af þjóðinni heldur flóttamenn. Stjórnvöld hafa hins vera skuldbundið sig til að bæta stöðu þessa hóps og veita þeim full réttindi til atvinnu og menntunar innan fárra ára.
Fastir í helli í Taílandi Mjanmar Taíland Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26
Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19