Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 10:52 Donald Trump svaraði fjölda spurninga frá blaðamönnum. Skjáskot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Á fundinum sagði Trump að leiðtogarnir hafi samþykkt að auka framlög ríkja sinna til NATO sem Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir. Útgjöld þeirra til varnarmála muni nú nema um 2 prósentum af landsframleiðslu. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar sambandsins. Aukin framlög hinna ríkja muni nema um 33 milljörðum dala, um 3400 milljörðum íslenskra króna. Hvort um sé að ræða einskiptisgreiðslu eða árlega útgjaldaaukningu fylgdi ekki sögunni. Rétt er að taka fram að aðrir leiðtogar NATO-ríkja eiga eftir að staðfesta að það sem fram kom í máli Trump sé rétt. Aðspurður um hvort að hann hafi hótað að draga Bandaríkin úr NATO, yrðu hin ríkin ekki við kröfum hans, talaði Trump undir rós. „Ég lýsti því yfir að ég yrði mjög óánægður ef þau myndu ekki auka framlög sín umtalsvert,“ sagði Trump. Í ljósi nýjustu vendinga væru Bandaríkin hins vegar áfram sannfærð um ágæti varnarbandalagsins.Sjá einnig: Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundiAð hans mati sé NATO sterkara eftir fundinn og að það sé ekkert til í því að kröfur hans grafi undan bandalaginu. Þvert á móti munu aukin útgjöld til sambandsins gera því betur kleift að standast þrýsting Rússa, sem hafa lengi haft horn í síðu NATO. Trump fundar með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á mánudag. Bandaríkjaforseti var spurður á fundinum hvort hann myndi ræða málefni Krímskagans á fundinum, en Rússar innlimuðu skagann árið 2014. Trump svaraði á þá leið að hann væri ósáttur með innlimunina og að hefði hann verið forseti á þeim tíma þá hefði hann aldrei leyft henni að eiga sér stað. Að öðru leyti sagði hann að fundur hans með Pútín væri ekkert sérstaklega merkilegur. Hann yrði líklega stuttur en gæti haft eitthvað í för með sér. „Eða ekki,“ bætti Trump við. Þá sagði Trump að hann hlakkaði til að fara í opinberu heimsóknina til Bretlands, sem hefst síðar í dag. Hann sagðist viss um að breska þjóðin kynni að meta sig, ekki síst vegna skoðana hans í innflytjendamálum. Niðurstöður skoðanakannanna benda þó til annars. Upptöku af fundi Trump má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30 Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. 11. júlí 2018 18:52 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Á fundinum sagði Trump að leiðtogarnir hafi samþykkt að auka framlög ríkja sinna til NATO sem Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir. Útgjöld þeirra til varnarmála muni nú nema um 2 prósentum af landsframleiðslu. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar sambandsins. Aukin framlög hinna ríkja muni nema um 33 milljörðum dala, um 3400 milljörðum íslenskra króna. Hvort um sé að ræða einskiptisgreiðslu eða árlega útgjaldaaukningu fylgdi ekki sögunni. Rétt er að taka fram að aðrir leiðtogar NATO-ríkja eiga eftir að staðfesta að það sem fram kom í máli Trump sé rétt. Aðspurður um hvort að hann hafi hótað að draga Bandaríkin úr NATO, yrðu hin ríkin ekki við kröfum hans, talaði Trump undir rós. „Ég lýsti því yfir að ég yrði mjög óánægður ef þau myndu ekki auka framlög sín umtalsvert,“ sagði Trump. Í ljósi nýjustu vendinga væru Bandaríkin hins vegar áfram sannfærð um ágæti varnarbandalagsins.Sjá einnig: Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundiAð hans mati sé NATO sterkara eftir fundinn og að það sé ekkert til í því að kröfur hans grafi undan bandalaginu. Þvert á móti munu aukin útgjöld til sambandsins gera því betur kleift að standast þrýsting Rússa, sem hafa lengi haft horn í síðu NATO. Trump fundar með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á mánudag. Bandaríkjaforseti var spurður á fundinum hvort hann myndi ræða málefni Krímskagans á fundinum, en Rússar innlimuðu skagann árið 2014. Trump svaraði á þá leið að hann væri ósáttur með innlimunina og að hefði hann verið forseti á þeim tíma þá hefði hann aldrei leyft henni að eiga sér stað. Að öðru leyti sagði hann að fundur hans með Pútín væri ekkert sérstaklega merkilegur. Hann yrði líklega stuttur en gæti haft eitthvað í för með sér. „Eða ekki,“ bætti Trump við. Þá sagði Trump að hann hlakkaði til að fara í opinberu heimsóknina til Bretlands, sem hefst síðar í dag. Hann sagðist viss um að breska þjóðin kynni að meta sig, ekki síst vegna skoðana hans í innflytjendamálum. Niðurstöður skoðanakannanna benda þó til annars. Upptöku af fundi Trump má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30 Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. 11. júlí 2018 18:52 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30
Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. 11. júlí 2018 18:52
Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03