Hugað að hæfni í ferðaþjónustu María Guðmundsdóttir skrifar 12. júlí 2018 07:00 Samtök ferðaþjónustunnar fagna nýútkominni skýrslu um færniþörf á vinnumarkaði en Ísland hefur lengi verið eftirbátur Evrópuríkja þegar kemur að því að leggja mat á hæfni- og menntunarþörf á vinnumarkaði til skemmri og lengri tíma. Skýrslan var unnin af sérfræðingahópi fulltrúa frá SA, ASÍ, Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun. Sérfræðingahópurinn leggur til að tekið verði upp spáferli um færniþróun á vinnumarkaði hér á landi og að horft verði til reynslu nágrannaþjóða í þeim efnum.Markmið færnispár Hver er svo tilgangurinn með færnispám? Í skýrslunni segir að markmiðið með þeim sé að aðstoða þá sem koma að ákvarðanatöku um menntun og þjálfun, auk lykilhagsmunaaðila á vinnumarkaði, og einstaklinga til að taka upplýstar ákvarðanir um menntun og færni en þannig megi stuðla að betra og skilvirkara atvinnulífi og auka samkeppnishæfni Íslands. Óhætt er að segja að færni (hæfni) sé mikilvægur innviður í efnahagslífinu og ákvarðanir varðandi færni einstaklinga hafi því mikil áhrif á velmegun til framtíðar. Skýrslan er jafnframt mikilvægt skref í því að opna augu okkar fyrir því að einblína ekki um of á formlega menntun starfsmanna, heldur að menntunin og færnin henti atvinnulífinu og þeim störfum sem eru á vinnumarkaði. Frá hruni hefur sú þróun orðið að vaxandi misræmi er milli menntunar og starfa á vinnumarkaði. Þetta leiðir til þess að einstaklingar ráða sig í störf sem þeir eru annaðhvort of færir í eða störf sem krefjast færni sem þá skortir. Staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði hefur versnað undanfarin ár en hér á landi er fjölbreytt framboð af háskólamenntun. Tegund háskólamenntunar er þó ekki endilega í samræmi við þau störf sem verða til á vinnumarkaði hér á landi. Fjárfestum í hæfni Gríðarlegur vöxtur hefur orðið í ferðaþjónustu á undandförnum árum en árið 2016 gaf Stjórnstöð ferðamála með aðkomu Samtaka ferðaþjónustunnar út skýrsluna „Fjárfestum í hæfni starfsmanna“ með tillögum um mannafla, hæfni og gæði í ferðaþjónustu. Helstu tillögur skýrslunnar snérust um að menntun og þjálfun í ferðaþjónustu yrði markvissari og miðaði að þörfum ferðaþjónustunnar. Jafnframt var lögð áhersla á mikilvægi þrepaskipts starfsnáms í ferðaþjónustu ásamt því að ferðaþjónustan yrði arðsöm atvinnugrein sem nyti virðingar og að eftirsótt yrði að starfa innan hennar. Í skýrslunni er lögð áhersla á að kortleggja betur störf í ferðaþjónustu og að lagt verði mat á hæfniþörf innan ferðaþjónustunnar til næstu ára og áratuga við stefnumótun í atvinnu- og menntamálum. Ný nálgun með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar Til að sinna því verkefni var Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sett á laggirnar. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi á forsendum greinarinnar. Setrið er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. sem er í eigu aðila vinnumarkaðarins. Starfsemi Hæfnisetursins hefur verið tryggð næstu þrjú árin, en atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur rúmlega 50 m.kr. árlega til verkefnisins. Fyrsta starfsár Hæfniseturs ferðaþjónustunnar er afstaðið. Óhætt er að fullyrða að í heildina gangi verkefnið vel og að það veki verðskuldaða athygli fyrir nýja nálgun í þessari ört vaxandi atvinnugrein og að hugsanlega geti það orðið öðrum atvinnugreinum til eftirbreytni, m.a. til eflingar á þrepaskiptu starfsnámi í landinu. Hægt er að kynna sér starfsemi Hæfnisetursins nánar á vefsíðunni hæfni.is.Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og formaður stýrihóps Hæfniseturs ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar fagna nýútkominni skýrslu um færniþörf á vinnumarkaði en Ísland hefur lengi verið eftirbátur Evrópuríkja þegar kemur að því að leggja mat á hæfni- og menntunarþörf á vinnumarkaði til skemmri og lengri tíma. Skýrslan var unnin af sérfræðingahópi fulltrúa frá SA, ASÍ, Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun. Sérfræðingahópurinn leggur til að tekið verði upp spáferli um færniþróun á vinnumarkaði hér á landi og að horft verði til reynslu nágrannaþjóða í þeim efnum.Markmið færnispár Hver er svo tilgangurinn með færnispám? Í skýrslunni segir að markmiðið með þeim sé að aðstoða þá sem koma að ákvarðanatöku um menntun og þjálfun, auk lykilhagsmunaaðila á vinnumarkaði, og einstaklinga til að taka upplýstar ákvarðanir um menntun og færni en þannig megi stuðla að betra og skilvirkara atvinnulífi og auka samkeppnishæfni Íslands. Óhætt er að segja að færni (hæfni) sé mikilvægur innviður í efnahagslífinu og ákvarðanir varðandi færni einstaklinga hafi því mikil áhrif á velmegun til framtíðar. Skýrslan er jafnframt mikilvægt skref í því að opna augu okkar fyrir því að einblína ekki um of á formlega menntun starfsmanna, heldur að menntunin og færnin henti atvinnulífinu og þeim störfum sem eru á vinnumarkaði. Frá hruni hefur sú þróun orðið að vaxandi misræmi er milli menntunar og starfa á vinnumarkaði. Þetta leiðir til þess að einstaklingar ráða sig í störf sem þeir eru annaðhvort of færir í eða störf sem krefjast færni sem þá skortir. Staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði hefur versnað undanfarin ár en hér á landi er fjölbreytt framboð af háskólamenntun. Tegund háskólamenntunar er þó ekki endilega í samræmi við þau störf sem verða til á vinnumarkaði hér á landi. Fjárfestum í hæfni Gríðarlegur vöxtur hefur orðið í ferðaþjónustu á undandförnum árum en árið 2016 gaf Stjórnstöð ferðamála með aðkomu Samtaka ferðaþjónustunnar út skýrsluna „Fjárfestum í hæfni starfsmanna“ með tillögum um mannafla, hæfni og gæði í ferðaþjónustu. Helstu tillögur skýrslunnar snérust um að menntun og þjálfun í ferðaþjónustu yrði markvissari og miðaði að þörfum ferðaþjónustunnar. Jafnframt var lögð áhersla á mikilvægi þrepaskipts starfsnáms í ferðaþjónustu ásamt því að ferðaþjónustan yrði arðsöm atvinnugrein sem nyti virðingar og að eftirsótt yrði að starfa innan hennar. Í skýrslunni er lögð áhersla á að kortleggja betur störf í ferðaþjónustu og að lagt verði mat á hæfniþörf innan ferðaþjónustunnar til næstu ára og áratuga við stefnumótun í atvinnu- og menntamálum. Ný nálgun með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar Til að sinna því verkefni var Hæfnisetur ferðaþjónustunnar sett á laggirnar. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi á forsendum greinarinnar. Setrið er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. sem er í eigu aðila vinnumarkaðarins. Starfsemi Hæfnisetursins hefur verið tryggð næstu þrjú árin, en atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leggur rúmlega 50 m.kr. árlega til verkefnisins. Fyrsta starfsár Hæfniseturs ferðaþjónustunnar er afstaðið. Óhætt er að fullyrða að í heildina gangi verkefnið vel og að það veki verðskuldaða athygli fyrir nýja nálgun í þessari ört vaxandi atvinnugrein og að hugsanlega geti það orðið öðrum atvinnugreinum til eftirbreytni, m.a. til eflingar á þrepaskiptu starfsnámi í landinu. Hægt er að kynna sér starfsemi Hæfnisetursins nánar á vefsíðunni hæfni.is.Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og formaður stýrihóps Hæfniseturs ferðaþjónustunnar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun