Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júlí 2018 16:30 Angela Merkel lætur orð Bandaríkjaforseta ekki hafa of mikil áhrif á sig. Vísir/Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín séu „strengjabrúður Rússa“. Hún segir Þjóðverja hafa reynslu af því að vera undir hæl yfirvalda í Moskvu en sú sé ekki raunin nú. BBC greinir frá.Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem nú stendur yfir í Brussel. Sagði Trump að samband Þýskalands og Rússlands væri „óviðeigandi“ í ljósi þess hversu mikla orku Þjóðverjar keyptu af Rússum.Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Vísaði til yfirráða Sovétríkjanna yfir Austur-Þýskalandi „Ég vil bara segja að ég hef reynslu af því þegar hluta Þýskalands var stjórnað af Sovétríkjunum,“ sagði Merkel sem ólst upp í Austur-Þýskalandi. Sagðist hún vera mjög hamingjusöm yfir því að Austur- og Vestur-Þýskaland hafi sameinast um það frelsi sem nú ríki í hinu sameinaða Þýskalandi. „Vegna þess getum við sagt að við ákveðum sjálf okkar stefnu og tökum sjálfstæðar ákvarðarnir,“ sagði Merkel við viðstadda blaðamenn. „Það er mjög gott, sérstaklega fyrir þá sem búa í austuhluta Þýskalands.“ Árásir Trump á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um einu prósenti af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5 prósent Bandaríkjanna. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030 og varði Merkel framlag Þýskalands til NATO. „Við tökum enn þátt í aðgerðum í Afganistan af miklum krafti og þar af leiðandi verjum við líka hagsmuni Bandaríkjanna. Það er Þýskalandi ánægja að gera það og við gerum það af heilum hug,“ sagði Merkel. Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. 11. júlí 2018 13:19 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín séu „strengjabrúður Rússa“. Hún segir Þjóðverja hafa reynslu af því að vera undir hæl yfirvalda í Moskvu en sú sé ekki raunin nú. BBC greinir frá.Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem nú stendur yfir í Brussel. Sagði Trump að samband Þýskalands og Rússlands væri „óviðeigandi“ í ljósi þess hversu mikla orku Þjóðverjar keyptu af Rússum.Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Vísaði til yfirráða Sovétríkjanna yfir Austur-Þýskalandi „Ég vil bara segja að ég hef reynslu af því þegar hluta Þýskalands var stjórnað af Sovétríkjunum,“ sagði Merkel sem ólst upp í Austur-Þýskalandi. Sagðist hún vera mjög hamingjusöm yfir því að Austur- og Vestur-Þýskaland hafi sameinast um það frelsi sem nú ríki í hinu sameinaða Þýskalandi. „Vegna þess getum við sagt að við ákveðum sjálf okkar stefnu og tökum sjálfstæðar ákvarðarnir,“ sagði Merkel við viðstadda blaðamenn. „Það er mjög gott, sérstaklega fyrir þá sem búa í austuhluta Þýskalands.“ Árásir Trump á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um einu prósenti af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5 prósent Bandaríkjanna. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030 og varði Merkel framlag Þýskalands til NATO. „Við tökum enn þátt í aðgerðum í Afganistan af miklum krafti og þar af leiðandi verjum við líka hagsmuni Bandaríkjanna. Það er Þýskalandi ánægja að gera það og við gerum það af heilum hug,“ sagði Merkel.
Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. 11. júlí 2018 13:19 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Sjá meira
Katrín telur leiðtoga NATO eiga að tala um fleira en hernaðarútgjöld Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpar leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel síðar í dag eins og aðrir leiðtogar bandalagsins. 11. júlí 2018 13:19
Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03
Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57