Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 09:03 Donald Trump mætti ásamt eiginkonu sinni Melaniu til Brussel í morgun. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem fram fer í Brussel. Forsetinn sakaði stjórnvöld í Berlín um að vera „strengjabrúður Rússa“ í ljósi þess að hátt hlutfall orkunnar sem notuð er í Þýskalandi er keypt frá Rússlandi. Samband ríkjanna væri því, að mati Trump, „óviðeigandi.“ Leiðtogar NATO hafa beðið með öndina í hálsinum undanfarna daga og velt vöngum yfir því hvað Trump myndi gera á fundinum. Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum sent hinum ýmsu leiðtogum NATO-ríkjanna pillur og kvartað yfir því hversu lítið hin ríkin greiða til varnarbandalagsins. Hafi fundarmenn verið í einhverjum vafa um hvað Trump myndi gera í Brussel þá þurftu þeir ekki að bíða lengi. Þó ekki séu nema nokkrar klukkustundir liðnar af fundinum hafa fréttaskýrendur lýst honum sem einum þeim „klofnasta“ sem haldinn hefur verið í 69 ára sögu bandalagsins. Fundirnir eru yfirleitt heldur formfastir og reglubundnir en svo virðist sem þessi fundur verði eitthvað allt annað. Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump verði að virða vini sínaÁrásir hans á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um 1% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5% Bandaríkjanna. „Mér finnst það ósanngjarnt,“ sagði Trump. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030. Það er ekki nóg að mati Trump. „Þeir gætu gert það á morgun,“ sagði forsetinn. Þá má jafnframt velta vöngum yfir því hvort að ofuráhersla Trump á tengsl Þýskalands og Rússlands sé tilraun til að dreifa athyglinni frá hans eigin Rússavandræðum. Forsetatíð Trump hefur liðið fyrir rannsókn Robert Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Hluti rannsóknarinnar lýtur að tengslum kosningaliðs Trump við rússneska auð- og ráðamenn. Á þriðja tug einstaklinga og þrjú fyrirtæki hafa verið ákærð í tengslum við rannsóknina og telja margir að hringurinn í kringum forsetann sé farinn að þrengjast. Trump hefur ætíð þrætt fyrir tengsl kosningabaráttu sinnar við Rússland og kallað rannsóknina stærstu nornaveiðar í nútímasögu bandarískra stjórnmála. Bandaríkin Donald Trump NATO Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem fram fer í Brussel. Forsetinn sakaði stjórnvöld í Berlín um að vera „strengjabrúður Rússa“ í ljósi þess að hátt hlutfall orkunnar sem notuð er í Þýskalandi er keypt frá Rússlandi. Samband ríkjanna væri því, að mati Trump, „óviðeigandi.“ Leiðtogar NATO hafa beðið með öndina í hálsinum undanfarna daga og velt vöngum yfir því hvað Trump myndi gera á fundinum. Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum sent hinum ýmsu leiðtogum NATO-ríkjanna pillur og kvartað yfir því hversu lítið hin ríkin greiða til varnarbandalagsins. Hafi fundarmenn verið í einhverjum vafa um hvað Trump myndi gera í Brussel þá þurftu þeir ekki að bíða lengi. Þó ekki séu nema nokkrar klukkustundir liðnar af fundinum hafa fréttaskýrendur lýst honum sem einum þeim „klofnasta“ sem haldinn hefur verið í 69 ára sögu bandalagsins. Fundirnir eru yfirleitt heldur formfastir og reglubundnir en svo virðist sem þessi fundur verði eitthvað allt annað. Trump kvartaði á fundinum í morgun yfir því að fjölmargir framámenn í þýskum stjórnmálum hafi sagt skilið við pólítíkina og farið að vinna fyrir rússnesk orkufyrirtæki. Það þætti honum einnig gríðarlega óviðeigandi. „Þýskaland er undir fullkominni stjórn Rússlands,“ sagði Trump.Sjá einnig: Trump verði að virða vini sínaÁrásir hans á Þýskaland eru raktar til óánægju hans með framlög stjórnvalda í Berlín til NATO-samstarfsins. Bandaríkjaforseti telur ótækt að ríki hans greiði langstærstan hluta kostnaðarins, sérstaklega í ljósi þess að Þjóðverjar verji aðeins um 1% af þjóðarframleiðslu sinni til varnarmála, samanborið við 3,5% Bandaríkjanna. „Mér finnst það ósanngjarnt,“ sagði Trump. Þjóðverjar hafa í hyggju að tvöfalda framlag sitt til varnarmála fyrir árið 2030. Það er ekki nóg að mati Trump. „Þeir gætu gert það á morgun,“ sagði forsetinn. Þá má jafnframt velta vöngum yfir því hvort að ofuráhersla Trump á tengsl Þýskalands og Rússlands sé tilraun til að dreifa athyglinni frá hans eigin Rússavandræðum. Forsetatíð Trump hefur liðið fyrir rannsókn Robert Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Hluti rannsóknarinnar lýtur að tengslum kosningaliðs Trump við rússneska auð- og ráðamenn. Á þriðja tug einstaklinga og þrjú fyrirtæki hafa verið ákærð í tengslum við rannsóknina og telja margir að hringurinn í kringum forsetann sé farinn að þrengjast. Trump hefur ætíð þrætt fyrir tengsl kosningabaráttu sinnar við Rússland og kallað rannsóknina stærstu nornaveiðar í nútímasögu bandarískra stjórnmála.
Bandaríkin Donald Trump NATO Rússarannsóknin Tengdar fréttir Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00
Trump verði að virða vini sína Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. 11. júlí 2018 06:41
Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34
Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57