Trump verði að virða vini sína Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. júlí 2018 06:41 Donald Trump stígur hér inn í forsetaþyrluna er hann hélt til móts við NATO-leiðtogana í Brussel. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. Á leið sinni á fundinn gagnrýndi forsetinn Evrópusambandið harðlega vegna framgöngu sambandsins í viðskiptum- og tollamálum og skammaði NATO-ríkin fyrir að leggja ekki nógu mikla peninga til varnarmála. Trump hefur lengi hamrað á því að hin NATO-ríkin borgi ekki sinn skerf til varnarbandalagsins. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, var hins vegar fljótur til svars og sakaði Trump um að gagnrýna Evrópuríkin nánast daglega. „Kæra Ameríka, virðið vini ykkar, þegar allt kemur til alls eigið þið ekki svo marga,“ sagði Tusk á blaðamannafundi í gær.Dear @realDonaldTrump. US doesn't have and won't have a better ally than EU. We spend on defense much more than Russia and as much as China. I hope you have no doubt this is an investment in our security, which cannot be said with confidence about Russian & Chinese spending :-)— Donald Tusk (@eucopresident) July 10, 2018 Tusk benti ennfremur á að hvað sem kvörtunum Trump liði um lítil fjárútlát Evrópuríkjanna til varnarmála, væri það nú samt sem áður svo að ESB-ríkin eyða meiru til varnarmála en Rússar og Kínverjar. Þessa stundina standa Bandaríkin straum af um 22% rekstrarkostnaðar NATO. Evrópskir ráðamenn benda þó á að einungis 15% af heildarútgjöldum Bandaríkjanna til varnarmála sé varið í Evrópu eða í verkefnum á vegum NATO. Stjórnvöld í Washington verja árlega um 3,5% landsframleiðslu Bandaríkjanna í varnarmál. Grikkir, Bretar og Eistar verja um 2%. NATO Tengdar fréttir Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á 10. júlí 2018 15:15 Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mætir síðar í dag á leiðtogafund NATO í Brussel og er búist við hörðum deilum á fundinum. Á leið sinni á fundinn gagnrýndi forsetinn Evrópusambandið harðlega vegna framgöngu sambandsins í viðskiptum- og tollamálum og skammaði NATO-ríkin fyrir að leggja ekki nógu mikla peninga til varnarmála. Trump hefur lengi hamrað á því að hin NATO-ríkin borgi ekki sinn skerf til varnarbandalagsins. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, var hins vegar fljótur til svars og sakaði Trump um að gagnrýna Evrópuríkin nánast daglega. „Kæra Ameríka, virðið vini ykkar, þegar allt kemur til alls eigið þið ekki svo marga,“ sagði Tusk á blaðamannafundi í gær.Dear @realDonaldTrump. US doesn't have and won't have a better ally than EU. We spend on defense much more than Russia and as much as China. I hope you have no doubt this is an investment in our security, which cannot be said with confidence about Russian & Chinese spending :-)— Donald Tusk (@eucopresident) July 10, 2018 Tusk benti ennfremur á að hvað sem kvörtunum Trump liði um lítil fjárútlát Evrópuríkjanna til varnarmála, væri það nú samt sem áður svo að ESB-ríkin eyða meiru til varnarmála en Rússar og Kínverjar. Þessa stundina standa Bandaríkin straum af um 22% rekstrarkostnaðar NATO. Evrópskir ráðamenn benda þó á að einungis 15% af heildarútgjöldum Bandaríkjanna til varnarmála sé varið í Evrópu eða í verkefnum á vegum NATO. Stjórnvöld í Washington verja árlega um 3,5% landsframleiðslu Bandaríkjanna í varnarmál. Grikkir, Bretar og Eistar verja um 2%.
NATO Tengdar fréttir Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á 10. júlí 2018 15:15 Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á 10. júlí 2018 15:15
Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00
Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34