Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 10. júlí 2018 18:15 Leðurblökur veiddar í net í helli á Indónesíu Vísir/Getty Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis.SökudólgurinnVísir/GettyValdurinn er sveppur sem þrífst í hellum og kallast Histoplasma capsulatum. Hann getur valdið margvíslegum skæðum kvillum í mannfólki. Sjúkdómurinn leggst aðallega á lungun og getur verið banvænn. Ástæðan fyrir því að hann herjar oft á fólk eftir hellaferðir er að sveppurinn þrífst sérstaklega vel í gúanói; driti úr leðurblökum. Leðurblökurnar geta líka borið sjúkdóminn. Einkennin geta sem fyrr segir verið margvísleg en líkjast oft berklum eða slæmri öndunarfærasýkingu. Slæm útbrot eru algeng. Smám saman byrja önnur líffæri að bila og sjúklingurinn getur dáið ef hann fær ekki rétta meðferð. Drengjunum er haldið í einangrun vegna þess að einkenni hellaveiki koma ekki fram fyrr en 3 til 17 dögum eftir sýkingu.Drengirnir voru fluttir með þyrlu og svo sjúkrabíl á þennan spítala þar sem þeir eru á einangrunardeild.Vísir/GettyÁ vel útbúnum spítölum getur verið hægt að greina sjúkdóminn fyrr en heilbrigðisyfirvöld í Taílandi ætla ekki að taka neina áhættu í þessu tilviki. Til öryggis fá strákarnir því aðeins að hitta sína nánustu á bak við gler í bili. Fyrir utan hellaveiki geta margir aðrir sjúkdómar leynst í rökum hellum langt neðanjarðar. Þá þarf að tryggja að drengirnir fái rétta næringu og vatn til að jafna sig eftir vistina. Síðast en ekki síst er það andlega heilsan sem þarf að huga að. Það má ekki gleyma því að maður lét lífið við það að kafa með súrefni til drengjanna og öll heimsbyggðin fylgdist með málinu. Í Taílandi tröllreið umfjöllun um málið öllum fjölmiðlum dögum saman. Álagið sem fylgir þessu öllu saman muni líklega ekki gera sín vart fyrr en lengra er liðið, sérstaklega ef litið er til þess að um börn er að ræða og þau geta tekið lengri tíma í að vinna úr áföllum. Það er því afar ólíklegt að læknar gefi grænt ljós á að drengirnir verði viðstaddir úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudaginn. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Tíminn og vatnið enn helsti óvinur björgunarmanna í aðdraganda næstu ferðar inn í hellinn Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst. 8. júlí 2018 22:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis.SökudólgurinnVísir/GettyValdurinn er sveppur sem þrífst í hellum og kallast Histoplasma capsulatum. Hann getur valdið margvíslegum skæðum kvillum í mannfólki. Sjúkdómurinn leggst aðallega á lungun og getur verið banvænn. Ástæðan fyrir því að hann herjar oft á fólk eftir hellaferðir er að sveppurinn þrífst sérstaklega vel í gúanói; driti úr leðurblökum. Leðurblökurnar geta líka borið sjúkdóminn. Einkennin geta sem fyrr segir verið margvísleg en líkjast oft berklum eða slæmri öndunarfærasýkingu. Slæm útbrot eru algeng. Smám saman byrja önnur líffæri að bila og sjúklingurinn getur dáið ef hann fær ekki rétta meðferð. Drengjunum er haldið í einangrun vegna þess að einkenni hellaveiki koma ekki fram fyrr en 3 til 17 dögum eftir sýkingu.Drengirnir voru fluttir með þyrlu og svo sjúkrabíl á þennan spítala þar sem þeir eru á einangrunardeild.Vísir/GettyÁ vel útbúnum spítölum getur verið hægt að greina sjúkdóminn fyrr en heilbrigðisyfirvöld í Taílandi ætla ekki að taka neina áhættu í þessu tilviki. Til öryggis fá strákarnir því aðeins að hitta sína nánustu á bak við gler í bili. Fyrir utan hellaveiki geta margir aðrir sjúkdómar leynst í rökum hellum langt neðanjarðar. Þá þarf að tryggja að drengirnir fái rétta næringu og vatn til að jafna sig eftir vistina. Síðast en ekki síst er það andlega heilsan sem þarf að huga að. Það má ekki gleyma því að maður lét lífið við það að kafa með súrefni til drengjanna og öll heimsbyggðin fylgdist með málinu. Í Taílandi tröllreið umfjöllun um málið öllum fjölmiðlum dögum saman. Álagið sem fylgir þessu öllu saman muni líklega ekki gera sín vart fyrr en lengra er liðið, sérstaklega ef litið er til þess að um börn er að ræða og þau geta tekið lengri tíma í að vinna úr áföllum. Það er því afar ólíklegt að læknar gefi grænt ljós á að drengirnir verði viðstaddir úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudaginn.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Tíminn og vatnið enn helsti óvinur björgunarmanna í aðdraganda næstu ferðar inn í hellinn Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst. 8. júlí 2018 22:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00
Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19
Tíminn og vatnið enn helsti óvinur björgunarmanna í aðdraganda næstu ferðar inn í hellinn Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst. 8. júlí 2018 22:15