Trump tilnefndi heittrúaðan kaþólikka Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júlí 2018 05:58 Bandaríkjaforseti tekur hér í hönd Brett Kavanaugh í gærkvöldi. Vísir/Ap Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Brett Kavanaugh sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Forsetinn tilkynnti um val sitt á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann lýsti Kavanaugh sem „frábærum lögfræðingi.“ Verði hann samþykktur mun hann fylla í skarð hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti óvænt í síðasta mánuði að hann ætlaði að setjast í helgan stein. Hinn tilnefndi starfar við áfrýjunardómstól í höfuðborginni og var ráðgjafi George W. Bush þegar hann gegndi embætti forseta. Ætla má að nú hefjist mikil átök í bandarískum stjórnmálum því öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja tilnefningu forsetans. Hæstaréttardómarar eru skipaðir ævilangt og hafa úrskurðir þeirra haft mikil áhrif á þróun dóms- og félagsmála í landinu. Þannig getur Kavanaugh, verði hann samþykktur, mótað Bandaríkin löngu eftir að embættistíð Donald Trump lýkur.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Andstæðingar forsetans óttast um afdrif frjálslyndra úrskurða réttarins í gegnum árin; eins og þegar kemur að fóstureyðingum, samkynja hjónaböndum og innflytjendastefnu Bandaríkjanna. Þær áhyggjur eru ekki alveg úr lausu lofti gripnar. Kavanaugh er lýst sem heittrúuðum kaþólikka sem skrifað hefur fræðigrein um að ekki ætti að vera hægt að rannsaka meint lögbrot Bandaríkjaforseta meðan þeir gegna embætti. Greinendur telja að fræðigreinin hafi spilað stóran þátt í tilnefningunni, enda kunni Kavanaugh að þurfa að dæma um mál sem upp koma vegna rannsóknar Roberts Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Þá lýsti hann sig andsnúinn því á dögunum að ólölegur innflytjandi á unglingsaldri fengi að undirgangast fóstureyðingu. Tilnefningin fer nú fyrir bandaríska þingið og vonast forsetinn til að hún verði samþykkt áður en gengið verður til þingkosninga í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Það stefnir í hörð átök í bandarískum stjórnmálum í kjölfar ákvörðunar hæstaréttardómarans Anthonys Kennedy um að láta af störfum í sumar. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir ákvörðunina himnasendingu fyrir Repúblikana. Reiknað er með skipun íhaldsmanns. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Brett Kavanaugh sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Forsetinn tilkynnti um val sitt á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann lýsti Kavanaugh sem „frábærum lögfræðingi.“ Verði hann samþykktur mun hann fylla í skarð hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti óvænt í síðasta mánuði að hann ætlaði að setjast í helgan stein. Hinn tilnefndi starfar við áfrýjunardómstól í höfuðborginni og var ráðgjafi George W. Bush þegar hann gegndi embætti forseta. Ætla má að nú hefjist mikil átök í bandarískum stjórnmálum því öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja tilnefningu forsetans. Hæstaréttardómarar eru skipaðir ævilangt og hafa úrskurðir þeirra haft mikil áhrif á þróun dóms- og félagsmála í landinu. Þannig getur Kavanaugh, verði hann samþykktur, mótað Bandaríkin löngu eftir að embættistíð Donald Trump lýkur.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Andstæðingar forsetans óttast um afdrif frjálslyndra úrskurða réttarins í gegnum árin; eins og þegar kemur að fóstureyðingum, samkynja hjónaböndum og innflytjendastefnu Bandaríkjanna. Þær áhyggjur eru ekki alveg úr lausu lofti gripnar. Kavanaugh er lýst sem heittrúuðum kaþólikka sem skrifað hefur fræðigrein um að ekki ætti að vera hægt að rannsaka meint lögbrot Bandaríkjaforseta meðan þeir gegna embætti. Greinendur telja að fræðigreinin hafi spilað stóran þátt í tilnefningunni, enda kunni Kavanaugh að þurfa að dæma um mál sem upp koma vegna rannsóknar Roberts Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Þá lýsti hann sig andsnúinn því á dögunum að ólölegur innflytjandi á unglingsaldri fengi að undirgangast fóstureyðingu. Tilnefningin fer nú fyrir bandaríska þingið og vonast forsetinn til að hún verði samþykkt áður en gengið verður til þingkosninga í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Það stefnir í hörð átök í bandarískum stjórnmálum í kjölfar ákvörðunar hæstaréttardómarans Anthonys Kennedy um að láta af störfum í sumar. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir ákvörðunina himnasendingu fyrir Repúblikana. Reiknað er með skipun íhaldsmanns. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00
Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20
Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Það stefnir í hörð átök í bandarískum stjórnmálum í kjölfar ákvörðunar hæstaréttardómarans Anthonys Kennedy um að láta af störfum í sumar. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir ákvörðunina himnasendingu fyrir Repúblikana. Reiknað er með skipun íhaldsmanns. 29. júní 2018 06:00