Trump tilnefndi heittrúaðan kaþólikka Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júlí 2018 05:58 Bandaríkjaforseti tekur hér í hönd Brett Kavanaugh í gærkvöldi. Vísir/Ap Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Brett Kavanaugh sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Forsetinn tilkynnti um val sitt á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann lýsti Kavanaugh sem „frábærum lögfræðingi.“ Verði hann samþykktur mun hann fylla í skarð hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti óvænt í síðasta mánuði að hann ætlaði að setjast í helgan stein. Hinn tilnefndi starfar við áfrýjunardómstól í höfuðborginni og var ráðgjafi George W. Bush þegar hann gegndi embætti forseta. Ætla má að nú hefjist mikil átök í bandarískum stjórnmálum því öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja tilnefningu forsetans. Hæstaréttardómarar eru skipaðir ævilangt og hafa úrskurðir þeirra haft mikil áhrif á þróun dóms- og félagsmála í landinu. Þannig getur Kavanaugh, verði hann samþykktur, mótað Bandaríkin löngu eftir að embættistíð Donald Trump lýkur.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Andstæðingar forsetans óttast um afdrif frjálslyndra úrskurða réttarins í gegnum árin; eins og þegar kemur að fóstureyðingum, samkynja hjónaböndum og innflytjendastefnu Bandaríkjanna. Þær áhyggjur eru ekki alveg úr lausu lofti gripnar. Kavanaugh er lýst sem heittrúuðum kaþólikka sem skrifað hefur fræðigrein um að ekki ætti að vera hægt að rannsaka meint lögbrot Bandaríkjaforseta meðan þeir gegna embætti. Greinendur telja að fræðigreinin hafi spilað stóran þátt í tilnefningunni, enda kunni Kavanaugh að þurfa að dæma um mál sem upp koma vegna rannsóknar Roberts Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Þá lýsti hann sig andsnúinn því á dögunum að ólölegur innflytjandi á unglingsaldri fengi að undirgangast fóstureyðingu. Tilnefningin fer nú fyrir bandaríska þingið og vonast forsetinn til að hún verði samþykkt áður en gengið verður til þingkosninga í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Það stefnir í hörð átök í bandarískum stjórnmálum í kjölfar ákvörðunar hæstaréttardómarans Anthonys Kennedy um að láta af störfum í sumar. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir ákvörðunina himnasendingu fyrir Repúblikana. Reiknað er með skipun íhaldsmanns. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Brett Kavanaugh sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Forsetinn tilkynnti um val sitt á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann lýsti Kavanaugh sem „frábærum lögfræðingi.“ Verði hann samþykktur mun hann fylla í skarð hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti óvænt í síðasta mánuði að hann ætlaði að setjast í helgan stein. Hinn tilnefndi starfar við áfrýjunardómstól í höfuðborginni og var ráðgjafi George W. Bush þegar hann gegndi embætti forseta. Ætla má að nú hefjist mikil átök í bandarískum stjórnmálum því öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja tilnefningu forsetans. Hæstaréttardómarar eru skipaðir ævilangt og hafa úrskurðir þeirra haft mikil áhrif á þróun dóms- og félagsmála í landinu. Þannig getur Kavanaugh, verði hann samþykktur, mótað Bandaríkin löngu eftir að embættistíð Donald Trump lýkur.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Andstæðingar forsetans óttast um afdrif frjálslyndra úrskurða réttarins í gegnum árin; eins og þegar kemur að fóstureyðingum, samkynja hjónaböndum og innflytjendastefnu Bandaríkjanna. Þær áhyggjur eru ekki alveg úr lausu lofti gripnar. Kavanaugh er lýst sem heittrúuðum kaþólikka sem skrifað hefur fræðigrein um að ekki ætti að vera hægt að rannsaka meint lögbrot Bandaríkjaforseta meðan þeir gegna embætti. Greinendur telja að fræðigreinin hafi spilað stóran þátt í tilnefningunni, enda kunni Kavanaugh að þurfa að dæma um mál sem upp koma vegna rannsóknar Roberts Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Þá lýsti hann sig andsnúinn því á dögunum að ólölegur innflytjandi á unglingsaldri fengi að undirgangast fóstureyðingu. Tilnefningin fer nú fyrir bandaríska þingið og vonast forsetinn til að hún verði samþykkt áður en gengið verður til þingkosninga í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Það stefnir í hörð átök í bandarískum stjórnmálum í kjölfar ákvörðunar hæstaréttardómarans Anthonys Kennedy um að láta af störfum í sumar. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir ákvörðunina himnasendingu fyrir Repúblikana. Reiknað er með skipun íhaldsmanns. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00
Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20
Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Það stefnir í hörð átök í bandarískum stjórnmálum í kjölfar ákvörðunar hæstaréttardómarans Anthonys Kennedy um að láta af störfum í sumar. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir ákvörðunina himnasendingu fyrir Repúblikana. Reiknað er með skipun íhaldsmanns. 29. júní 2018 06:00
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent