Donald Trump og Cohen í hár saman Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júlí 2018 07:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP Michael Cohen, áður lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun greina Robert Mueller, sérstökum saksóknara í Rússamálinu, frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi vitað af fundi Donalds Trump yngri, Jareds Kushner og Pauls Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnítskaja í Trump-turninum í júní 2016 áður en fundurinn átti sér stað. Frá þessu greindi CNN í fyrrinótt en Mueller rannsakar meðal annars meint samráð Trump-framboðsins við Rússa. Trump hefur áður sagt að hann hafi ekki vitað af fundinum áður en hann átti sér stað. Forsetinn hélt sig við þann framburð í gær. „Ég vissi EKKI af þessum fundi með syni mínum, Don yngri. Þetta hljómar eins og einhver sé að reyna að skálda sögur til að komast úr klípu (kannski leigubílarnir?). Hann hefur meira að segja ráðið lögmann Bills og spilltu Hillary [Clinton]. Ég velti því fyrir mér hvort þau hafi hjálpað honum að taka þessa ákvörðun,“ tísti forsetinn. Cohen er nú til rannsóknar hjá saksóknaraembættinu í New York vegna tilrauna sinna til að þagga niður óhagstæða umræðu um Trump í kosningabaráttunni 2016. Alríkislögreglan gerði áhlaup á skrifstofu Cohens í apríl í leit að upplýsingum um leigubílstjóra sem áttu í viðskiptum við Cohen er tengdust málinu. Fundurinn í Trump-turninum hefur reglulega verið til umfjöllunar í bandarískum fjölmiðlum frá því fyrst var greint frá honum í New York Times í júlí á síðasta ári. Allir gegndu Bandaríkjamennirnir sem sóttu fundinn stóru hlutverki í lífi og framboði Trumps. Donald yngri er sonur forsetans, Kushner tengdasonur hans og Manafort á þeim tíma kosningastjóri. Til fundarins var boðað undir því yfirskini að Veselnítskaja ætlaði að afhenda upplýsingar sem myndu skaða mótframbjóðandann Hillary Clinton. Af því varð ekki heldur talaði Veselnítskaja um Magnitsky-löggjöfina. Manafort hefur verið eitt helsta viðfangsefni Muellers í Rússarannsókninni, einkum vegna vinnu sinnar fyrir bandamenn Rússa í Úkraínu. Hann hefur verið ákærður, meðal annars fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa lagt á ráðin um peningaþvætti og eiga réttarhöld yfir honum að hefjast síðasta dag þessa mánaðar. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Michael Cohen, áður lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, mun greina Robert Mueller, sérstökum saksóknara í Rússamálinu, frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi vitað af fundi Donalds Trump yngri, Jareds Kushner og Pauls Manafort með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnítskaja í Trump-turninum í júní 2016 áður en fundurinn átti sér stað. Frá þessu greindi CNN í fyrrinótt en Mueller rannsakar meðal annars meint samráð Trump-framboðsins við Rússa. Trump hefur áður sagt að hann hafi ekki vitað af fundinum áður en hann átti sér stað. Forsetinn hélt sig við þann framburð í gær. „Ég vissi EKKI af þessum fundi með syni mínum, Don yngri. Þetta hljómar eins og einhver sé að reyna að skálda sögur til að komast úr klípu (kannski leigubílarnir?). Hann hefur meira að segja ráðið lögmann Bills og spilltu Hillary [Clinton]. Ég velti því fyrir mér hvort þau hafi hjálpað honum að taka þessa ákvörðun,“ tísti forsetinn. Cohen er nú til rannsóknar hjá saksóknaraembættinu í New York vegna tilrauna sinna til að þagga niður óhagstæða umræðu um Trump í kosningabaráttunni 2016. Alríkislögreglan gerði áhlaup á skrifstofu Cohens í apríl í leit að upplýsingum um leigubílstjóra sem áttu í viðskiptum við Cohen er tengdust málinu. Fundurinn í Trump-turninum hefur reglulega verið til umfjöllunar í bandarískum fjölmiðlum frá því fyrst var greint frá honum í New York Times í júlí á síðasta ári. Allir gegndu Bandaríkjamennirnir sem sóttu fundinn stóru hlutverki í lífi og framboði Trumps. Donald yngri er sonur forsetans, Kushner tengdasonur hans og Manafort á þeim tíma kosningastjóri. Til fundarins var boðað undir því yfirskini að Veselnítskaja ætlaði að afhenda upplýsingar sem myndu skaða mótframbjóðandann Hillary Clinton. Af því varð ekki heldur talaði Veselnítskaja um Magnitsky-löggjöfina. Manafort hefur verið eitt helsta viðfangsefni Muellers í Rússarannsókninni, einkum vegna vinnu sinnar fyrir bandamenn Rússa í Úkraínu. Hann hefur verið ákærður, meðal annars fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og að hafa lagt á ráðin um peningaþvætti og eiga réttarhöld yfir honum að hefjast síðasta dag þessa mánaðar.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. 27. júlí 2018 06:37
Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26
Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00