Af þeim Slash og sléttbak Jóhannes Þ. Skúlason skrifar 26. júlí 2018 07:00 Við Íslendingar berum gæfu til að vera vinmörg þjóð. Í þessari viku hafa bæði Slash og sjaldgæfur sléttbakur bæst í hóp Íslandsvina. Og þó annar þeirra sé fingrafimari en hinn eiga þeir sameiginlegt að bætast í hóp milljóna Íslandsvina sem hafa sótt landið okkar heim, flestir til að kynnast náttúru og menningu þess. Og kannanir sýna að langflestir þeirra eignast Ísland að vini eftir ánægjulega dvöl. Íslendingar eru nefnilega að gera frábæra hluti í ferðaþjónustu um allt land þar sem gæði og fagmennska hafa aukist til muna. Gæðagistiaðstaða og margvísleg afþreying fyrir ævintýragjarna hefur sprottið upp um allt land og hvarvetna má nú finna góða veitingastaði til að njóta kvöldsins. Á Höfn í Hornafirði má til dæmis dvelja í heila viku og borða frábæran mat á nýjum veitingastað á hverju kvöldi. Það gleymist stundum í umræðunni um fjölda ferðamanna, gengið og allt hitt hvað ferðaþjónustan hefur breytt miklu fyrir okkur heimafólkið um leið og fyrir Íslandsvinina. Hagur ferðaþjónustunnar og okkar sem byggjum samfélagið fer nefnilega saman á margvíslegan máta. Hún býr til fjölbreytileg atvinnutækifæri um allt land, þrýstir á innviðauppbyggingu og eykur tækifæri okkar til að njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Milljónir Íslandsvina hafa hjálpað okkur að byggja upp alls konar sniðugt og skemmtilegt á skömmum tíma. Framboð á menningartengdri ferðaþjónustu eins og t.d. stórtónleikum rokkgoðanna Axl og Slash og annarri lifandi tónlist hefur stóraukist og menningarhátíðir á landsbyggðinni hafa blómstrað. Ævintýraferðir niður ár, ofan í eldfjöll og upp á jökla, fjöll og firnindi eru nú í boði fyrir alla sem vilja og einhverjir þeirra 350 þúsund ferðamanna sem leggja á hafið með 20 hvalaskoðunarfyrirtækjum með 300 starfsmönnum hafa mögulega séð Íslandssléttbakinn góða á svamli. Öllum þessum nýju Íslandsvinum fylgja auðvitað áskoranir sem takast verður á við af skynsemi og ábyrgð. En þessi pistill fjallar ekki um þær, því stundum þarf að minna okkur öll á að ferðaþjónustan snýst ekki bara um eitthvert vesen.Höfundur er framkvæmdastjóri SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Skoðun Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar berum gæfu til að vera vinmörg þjóð. Í þessari viku hafa bæði Slash og sjaldgæfur sléttbakur bæst í hóp Íslandsvina. Og þó annar þeirra sé fingrafimari en hinn eiga þeir sameiginlegt að bætast í hóp milljóna Íslandsvina sem hafa sótt landið okkar heim, flestir til að kynnast náttúru og menningu þess. Og kannanir sýna að langflestir þeirra eignast Ísland að vini eftir ánægjulega dvöl. Íslendingar eru nefnilega að gera frábæra hluti í ferðaþjónustu um allt land þar sem gæði og fagmennska hafa aukist til muna. Gæðagistiaðstaða og margvísleg afþreying fyrir ævintýragjarna hefur sprottið upp um allt land og hvarvetna má nú finna góða veitingastaði til að njóta kvöldsins. Á Höfn í Hornafirði má til dæmis dvelja í heila viku og borða frábæran mat á nýjum veitingastað á hverju kvöldi. Það gleymist stundum í umræðunni um fjölda ferðamanna, gengið og allt hitt hvað ferðaþjónustan hefur breytt miklu fyrir okkur heimafólkið um leið og fyrir Íslandsvinina. Hagur ferðaþjónustunnar og okkar sem byggjum samfélagið fer nefnilega saman á margvíslegan máta. Hún býr til fjölbreytileg atvinnutækifæri um allt land, þrýstir á innviðauppbyggingu og eykur tækifæri okkar til að njóta þess sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Milljónir Íslandsvina hafa hjálpað okkur að byggja upp alls konar sniðugt og skemmtilegt á skömmum tíma. Framboð á menningartengdri ferðaþjónustu eins og t.d. stórtónleikum rokkgoðanna Axl og Slash og annarri lifandi tónlist hefur stóraukist og menningarhátíðir á landsbyggðinni hafa blómstrað. Ævintýraferðir niður ár, ofan í eldfjöll og upp á jökla, fjöll og firnindi eru nú í boði fyrir alla sem vilja og einhverjir þeirra 350 þúsund ferðamanna sem leggja á hafið með 20 hvalaskoðunarfyrirtækjum með 300 starfsmönnum hafa mögulega séð Íslandssléttbakinn góða á svamli. Öllum þessum nýju Íslandsvinum fylgja auðvitað áskoranir sem takast verður á við af skynsemi og ábyrgð. En þessi pistill fjallar ekki um þær, því stundum þarf að minna okkur öll á að ferðaþjónustan snýst ekki bara um eitthvert vesen.Höfundur er framkvæmdastjóri SAF
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun