Ætla að gefa bændum tólf milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2018 13:52 Í gær hélt Trump ræðu í Missouri þar sem hann biðlaði til bænda og bað þá um að sýna þolinmæði. Vísir/AP Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í gærkvöldi að til stæði að setja upp tólf milljarða dala neyðarsjóð til aðstoðar bænda sem komið hafa illa út úr viðskiptadeilum Bandaríkjanna og annarra ríkja eins og Kína og Mexíkó. Þá sakar Trump Kína um að herja á bandaríska bændur með því markmiði að beita Trump þrýstingi. Verulega hefur dregið úr útflutningi landbúnaðarafurða frá Bandaríkjunum eftir að ríki settu tolla á slíkar vörur í kjölfar tolla Trump á stál og ál. Forsetinn gagnrýndi einnig þá þingmenn sem hafa hvatt hann til að láta af umræddum tollum og stilla til friðar í viðskiptadeilum Bandaríkjanna. Hann sagði þá „auma“ og segir að þeir geri samningaviðræður erfiðar. Starfsmenn Hvíta hússins segjast vonast til þess að greiðslur berist til bænda í september og á sama tíma vonast þeir til þess að hagsmunasamtök bænda og þingmenn innan Repúblikanaflokksins láti af gagnrýni sinni á tollanna. Þeir segja tollana koma verulega niður á bændum og á flokknum í aðdraganda þingkosninga í nóvember.Í gær hélt Trump ræðu í Missouri þar sem hann biðlaði til bænda og bað þá um að sýna þolinmæði. Hann sagði að á endanum yrðu bændur þeir sem myndu græða mest á stefnumálum hans. Repúblikanar hafa þó einnig gagnrýnt stofnun neyðarsjóðsins og segja Trump eiga frekar að hjálpa bændum með því að opna á nýja markaði erlendis í stað þess að ríkið þurfi að greiða þeim. Þingmaðurinn Rand Paul sagði að ef tollarnir væru að koma niður á tekjum bænda væri rétta leiðin ekki að bjóða þeim ölmusu. Rétt væri að fella tollana niður. Every time I see a weak politician asking to stop Trade talks or the use of Tariffs to counter unfair Tariffs, I wonder, what can they be thinking? Are we just going to continue and let our farmers and country get ripped off? Lost $817 Billion on Trade last year. No weakness!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 When you have people snipping at your heels during a negotiation, it will only take longer to make a deal, and the deal will never be as good as it could have been with unity. Negotiations are going really well, be cool. The end result will be worth it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 China is targeting our farmers, who they know I love & respect, as a way of getting me to continue allowing them to take advantage of the U.S. They are being vicious in what will be their failed attempt. We were being nice - until now! China made $517 Billion on us last year.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í gærkvöldi að til stæði að setja upp tólf milljarða dala neyðarsjóð til aðstoðar bænda sem komið hafa illa út úr viðskiptadeilum Bandaríkjanna og annarra ríkja eins og Kína og Mexíkó. Þá sakar Trump Kína um að herja á bandaríska bændur með því markmiði að beita Trump þrýstingi. Verulega hefur dregið úr útflutningi landbúnaðarafurða frá Bandaríkjunum eftir að ríki settu tolla á slíkar vörur í kjölfar tolla Trump á stál og ál. Forsetinn gagnrýndi einnig þá þingmenn sem hafa hvatt hann til að láta af umræddum tollum og stilla til friðar í viðskiptadeilum Bandaríkjanna. Hann sagði þá „auma“ og segir að þeir geri samningaviðræður erfiðar. Starfsmenn Hvíta hússins segjast vonast til þess að greiðslur berist til bænda í september og á sama tíma vonast þeir til þess að hagsmunasamtök bænda og þingmenn innan Repúblikanaflokksins láti af gagnrýni sinni á tollanna. Þeir segja tollana koma verulega niður á bændum og á flokknum í aðdraganda þingkosninga í nóvember.Í gær hélt Trump ræðu í Missouri þar sem hann biðlaði til bænda og bað þá um að sýna þolinmæði. Hann sagði að á endanum yrðu bændur þeir sem myndu græða mest á stefnumálum hans. Repúblikanar hafa þó einnig gagnrýnt stofnun neyðarsjóðsins og segja Trump eiga frekar að hjálpa bændum með því að opna á nýja markaði erlendis í stað þess að ríkið þurfi að greiða þeim. Þingmaðurinn Rand Paul sagði að ef tollarnir væru að koma niður á tekjum bænda væri rétta leiðin ekki að bjóða þeim ölmusu. Rétt væri að fella tollana niður. Every time I see a weak politician asking to stop Trade talks or the use of Tariffs to counter unfair Tariffs, I wonder, what can they be thinking? Are we just going to continue and let our farmers and country get ripped off? Lost $817 Billion on Trade last year. No weakness!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 When you have people snipping at your heels during a negotiation, it will only take longer to make a deal, and the deal will never be as good as it could have been with unity. Negotiations are going really well, be cool. The end result will be worth it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 China is targeting our farmers, who they know I love & respect, as a way of getting me to continue allowing them to take advantage of the U.S. They are being vicious in what will be their failed attempt. We were being nice - until now! China made $517 Billion on us last year.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira