ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Toronto Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2018 10:14 Faisal Hussain. Íslamska ríkið segist bera ábyrgð á árásinni í Toronto þar sem hinn 29 ára gamli Faisal Hussain skaut tíu ára stúlku og unga konu til bana á sunnudaginn. Þar að auki særði hann þrettán manns áður en hann var sömuleiðis skotinn til bana. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið skotinn af lögreglu eða hvort hann hafi beint byssu sinni að sjálfum sér. Amaq Agency, fréttaveita ISIS, segir Hussain hafa verið „hermann ISIS“ og hann hafi framkvæmt árásina vegna kalls hryðjuverkasamtakanna eftir árásum í Vesturlöndum. Lögreglan segir ástæðu árásarinnar ekki liggja fyrir og að Hussein hafi ekki skilið neinar vísbendingar eftir sig á samfélagsmiðlum eða annars staðar. Þá segir móðir hans hann hafa átt við geðræn vandamál að stríða, bæði geðrof og þunglyndi. Hussein fæddist í Kanada en foreldrar hans eru frá Pakistan. Nágrannar Hussein, sem AP ræddi við, sögðu hann hafa verið sífellt brosandi, þrátt fyrir ýmis áföll sem fjölskyldan gekk í gegnum, eins og dauðsfall systur hans sem lést í bílslysi. Þó velta margir nágrannar hans vöngum yfir því hvernig hann eignaðist skammbyssu.Lögreglan hefur gefið út nöfn þeirra sem dóu í árásinni. Þær hétu Julianna Kozis, tíu ára, og Reese Fallon, 18 ára. #CANADA#IslamicState Claims Responsibility For #Shooting In #Toronto. #TerrorMonitor pic.twitter.com/f9bp1ans3Q— Terrormonitor.org (@Terror_Monitor) July 25, 2018 Kanada Pakistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Toronto nafngreindur Þá hefur önnur stúlknanna sem lést einnig verið nafngreind. 23. júlí 2018 22:37 Tveir látnir eftir kúlnahríð í Kanada Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. 23. júlí 2018 05:13 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Íslamska ríkið segist bera ábyrgð á árásinni í Toronto þar sem hinn 29 ára gamli Faisal Hussain skaut tíu ára stúlku og unga konu til bana á sunnudaginn. Þar að auki særði hann þrettán manns áður en hann var sömuleiðis skotinn til bana. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið skotinn af lögreglu eða hvort hann hafi beint byssu sinni að sjálfum sér. Amaq Agency, fréttaveita ISIS, segir Hussain hafa verið „hermann ISIS“ og hann hafi framkvæmt árásina vegna kalls hryðjuverkasamtakanna eftir árásum í Vesturlöndum. Lögreglan segir ástæðu árásarinnar ekki liggja fyrir og að Hussein hafi ekki skilið neinar vísbendingar eftir sig á samfélagsmiðlum eða annars staðar. Þá segir móðir hans hann hafa átt við geðræn vandamál að stríða, bæði geðrof og þunglyndi. Hussein fæddist í Kanada en foreldrar hans eru frá Pakistan. Nágrannar Hussein, sem AP ræddi við, sögðu hann hafa verið sífellt brosandi, þrátt fyrir ýmis áföll sem fjölskyldan gekk í gegnum, eins og dauðsfall systur hans sem lést í bílslysi. Þó velta margir nágrannar hans vöngum yfir því hvernig hann eignaðist skammbyssu.Lögreglan hefur gefið út nöfn þeirra sem dóu í árásinni. Þær hétu Julianna Kozis, tíu ára, og Reese Fallon, 18 ára. #CANADA#IslamicState Claims Responsibility For #Shooting In #Toronto. #TerrorMonitor pic.twitter.com/f9bp1ans3Q— Terrormonitor.org (@Terror_Monitor) July 25, 2018
Kanada Pakistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Toronto nafngreindur Þá hefur önnur stúlknanna sem lést einnig verið nafngreind. 23. júlí 2018 22:37 Tveir látnir eftir kúlnahríð í Kanada Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. 23. júlí 2018 05:13 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Árásarmaðurinn í Toronto nafngreindur Þá hefur önnur stúlknanna sem lést einnig verið nafngreind. 23. júlí 2018 22:37
Tveir látnir eftir kúlnahríð í Kanada Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. 23. júlí 2018 05:13