Stillt til friðar á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2018 21:15 Frá mótmælum við landamæri Ísrael og Palestínu í dag. Vísir/EPA Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé á Gasaströndinni, samkvæmt talsmanni Hamas. Hann segir Egypta og Sameinuðu þjóðirnar hafa komið að það því að stilla til friðar eftir að ísraelskur hermaður var skotinn til bana af leyniskyttu. Ísraelsher svaraði með fjölda árása. Reuters ræddi við íbúa sem segja allt vera með kyrrum kjörum á Gasa. Ísraelsher hefur gert loftárásir á minnst 60 skotmörk á Gasa í kjölfarið og fellt minnst fjóra Palestínumenn. Þrír þeirra eru sagðir vera Hamas-liðar og sá fjórði mun vera almennur borgari og var hann skotinn á mótmælum við landamærin. 120 Palestínumenn eru sagðir vera særðir. Þá hefur eldflaugum verið skotið að Ísrael og voru minnst tvær skotnar niður. Vitað er að ein til viðbótar lenti á akri og hefur engan sakað. Nickolay Mladenov, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna varðandi Miðausturlönd, hvatti báðar fylkingar í dag til þess að „stíga frá brúninni“, eins og hann orðaði það. Ekki mætti koma til annars stríðs á milli IDF og Hamas.Áðurnefndur hermaður er fyrsti Ísraelsmaðurinn til að falla frá 30. mars þegar umfangsmikil mótmæli hófust við landamæri Palestínu og Ísrael. Síðan þá hafa minnst 149 Palestínumenn fallið, þar af voru flestir skotnir til bana á meðan á mótmælum stóð. Í síðustu viku sagði Ísraelsher að umfangsmiklar loftárásir hefðu verið gerðar á Gasa og það hafi verið viðbrögð við rúmlega 200 eldflauga- og sprengjuvörpuskotum að Ísrael. Þar að auki hafa Palestínumenn verið að senda loftdreka, hlaðna eldfimum efnum, yfir landamærin. Heilu akrarnir hafa orðið eldi að bráð.Uppfært 23:30 með tilliti til vopnahlésins. Recap of tonight's events pic.twitter.com/HsbtHHqq2G— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 The IDF struck 60 sites in 3 Hamas battalion compounds. The targets included weapon manufacturing sites, a shaft to a tunnel network, a factory used for underground infrastructure manufacturing, a UAV warehouse, military operations room, training facilities, and observation posts pic.twitter.com/uTCxAyg2By— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 IDF fighter jets continue to strike military targets throughout the Gaza Strip. The IDF recently completed an additional strike on 25 military targets located in a Hamas battalion headquarter in Khan Yunis in the southern Gaza Strip pic.twitter.com/jcQL21fgKQ— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira
Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé á Gasaströndinni, samkvæmt talsmanni Hamas. Hann segir Egypta og Sameinuðu þjóðirnar hafa komið að það því að stilla til friðar eftir að ísraelskur hermaður var skotinn til bana af leyniskyttu. Ísraelsher svaraði með fjölda árása. Reuters ræddi við íbúa sem segja allt vera með kyrrum kjörum á Gasa. Ísraelsher hefur gert loftárásir á minnst 60 skotmörk á Gasa í kjölfarið og fellt minnst fjóra Palestínumenn. Þrír þeirra eru sagðir vera Hamas-liðar og sá fjórði mun vera almennur borgari og var hann skotinn á mótmælum við landamærin. 120 Palestínumenn eru sagðir vera særðir. Þá hefur eldflaugum verið skotið að Ísrael og voru minnst tvær skotnar niður. Vitað er að ein til viðbótar lenti á akri og hefur engan sakað. Nickolay Mladenov, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna varðandi Miðausturlönd, hvatti báðar fylkingar í dag til þess að „stíga frá brúninni“, eins og hann orðaði það. Ekki mætti koma til annars stríðs á milli IDF og Hamas.Áðurnefndur hermaður er fyrsti Ísraelsmaðurinn til að falla frá 30. mars þegar umfangsmikil mótmæli hófust við landamæri Palestínu og Ísrael. Síðan þá hafa minnst 149 Palestínumenn fallið, þar af voru flestir skotnir til bana á meðan á mótmælum stóð. Í síðustu viku sagði Ísraelsher að umfangsmiklar loftárásir hefðu verið gerðar á Gasa og það hafi verið viðbrögð við rúmlega 200 eldflauga- og sprengjuvörpuskotum að Ísrael. Þar að auki hafa Palestínumenn verið að senda loftdreka, hlaðna eldfimum efnum, yfir landamærin. Heilu akrarnir hafa orðið eldi að bráð.Uppfært 23:30 með tilliti til vopnahlésins. Recap of tonight's events pic.twitter.com/HsbtHHqq2G— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 The IDF struck 60 sites in 3 Hamas battalion compounds. The targets included weapon manufacturing sites, a shaft to a tunnel network, a factory used for underground infrastructure manufacturing, a UAV warehouse, military operations room, training facilities, and observation posts pic.twitter.com/uTCxAyg2By— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 IDF fighter jets continue to strike military targets throughout the Gaza Strip. The IDF recently completed an additional strike on 25 military targets located in a Hamas battalion headquarter in Khan Yunis in the southern Gaza Strip pic.twitter.com/jcQL21fgKQ— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018
Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira