Skiptar skoðanir Dana um Kjærsgaard-málið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. júlí 2018 06:00 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, á fundinum á Þingvöllum. VÍSIR/ANTON BRINK Danskir fjölmiðlar hafa sýnt mikinn áhuga á mótmælaaðgerðum íslenskra þingmanna vegna þátttöku danska þingforsetans Piu Kjærsgaard í hátíðarfundi Alþingis. Auk viðtala við Kjærsgaard sjálfa hafa danskir miðlar reynt að ná tali af Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og rætt við þingkonurnar Helgu Völu Helgadóttur og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem báðar mótmæltu nærveru Piu á hátíðarfundinum hvor með sínum hætti. Það eru ekki eingöngu fjölmiðlar frændþjóðarinnar sem sýna málinu áhuga heldur hafa virkir í athugasemdum Extrablaðsins ekki látið sitt eftir liggja og ausið svívirðingum yfir Íslendinga og reyndar einnig múslima sem leitað hafa hælis í Danmörku. Margir segjast helst vilja senda Íslendingum allt það fólk eða jafnvel einnig Grænlendingum með vonum um að það verði ísbjörnum að bráð. Svo mikið lá þeim heitustu á hjarta að stjórnendur vefs Extrablaðsins voru teknir að eyða út svæsnustu athugasemdunum síðdegis í gær. Innan um má þó einnig sjá athugasemdir með þökkum til þeirra þingmanna sem sniðgengu ræðu Piu eða gagnrýndu nærveru hennar. Í viðtölum í heimalandi sínu fer Pia Kjærsgaard hörðum orðum um þingmenn Pírata. Í viðtali við TV2 sagðist hún líta svo á að Píratar höguðu sér eins og illa upp aldir unglingar og ættu að tileinka sér betri mannasiði.Pia Kjærsgaard sendir Helgu Völu Helgadóttur tóninn.Vísir/HannaKjærsgaard gagnrýnir einnig Helgu Völu Helgadóttur og Loga Einarsson, þingmenn Samfylkingarinnar, og segir ljóst að þau viti greinilega ekki hvað sé að gerast í heiminum og þekki ekki sinn eigin systurflokk í Danmörku. Yfirlýsing kom frá forseta Alþingis um miðjan dag í gær. Þar segir að það séu vonbrigði að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin í tilefni fullveldisafmælisins. „Mér finnst auðvitað leitt að dagskráin hafi leitt til þess að ákveðinn blettur kom á þessi hátíðarhöld,“ segir Helga Vala Helgadóttir um yfirlýsingu forsetans og bætir við: „Það er hann sem fer með dagskrárvaldið en ekki sá sem á hana bendir.“ Um athugasemdir Piu segir Helga Vala að jafnaðarmenn á Íslandi þekki vel til systurflokksins í Danmörku og þyki leitt að hann hafi villst af leið frá jöfnuði, umhyggju fyrir öðru fólki og mannréttindum. Deilt hefur verið um hvort og á hvaða tíma þingmenn fengu upplýsingar um þátttöku Piu í hátíðarhöldunum en fyrir liggur að tilkynning þess efnis kom inn á vef þingsins 20. apríl síðastliðinn. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í forsætisnefnd, sendi í gær fyrirspurn á forseta þingsins og óskaði svara um ferlið að baki ákvörðun um boð Kjærsgaard í afmælið, hvenær ákvörðunin hefði verið tekin og hver ferill ákvörðunarinnar hefði verið. Deilt hefur verið um hversu upplýstir þingmenn voru um komu forseta danska þjóðþingsins á hátíðarfundinn á Þingvöllum í fyrradag. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01 Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Danskir fjölmiðlar hafa sýnt mikinn áhuga á mótmælaaðgerðum íslenskra þingmanna vegna þátttöku danska þingforsetans Piu Kjærsgaard í hátíðarfundi Alþingis. Auk viðtala við Kjærsgaard sjálfa hafa danskir miðlar reynt að ná tali af Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og rætt við þingkonurnar Helgu Völu Helgadóttur og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem báðar mótmæltu nærveru Piu á hátíðarfundinum hvor með sínum hætti. Það eru ekki eingöngu fjölmiðlar frændþjóðarinnar sem sýna málinu áhuga heldur hafa virkir í athugasemdum Extrablaðsins ekki látið sitt eftir liggja og ausið svívirðingum yfir Íslendinga og reyndar einnig múslima sem leitað hafa hælis í Danmörku. Margir segjast helst vilja senda Íslendingum allt það fólk eða jafnvel einnig Grænlendingum með vonum um að það verði ísbjörnum að bráð. Svo mikið lá þeim heitustu á hjarta að stjórnendur vefs Extrablaðsins voru teknir að eyða út svæsnustu athugasemdunum síðdegis í gær. Innan um má þó einnig sjá athugasemdir með þökkum til þeirra þingmanna sem sniðgengu ræðu Piu eða gagnrýndu nærveru hennar. Í viðtölum í heimalandi sínu fer Pia Kjærsgaard hörðum orðum um þingmenn Pírata. Í viðtali við TV2 sagðist hún líta svo á að Píratar höguðu sér eins og illa upp aldir unglingar og ættu að tileinka sér betri mannasiði.Pia Kjærsgaard sendir Helgu Völu Helgadóttur tóninn.Vísir/HannaKjærsgaard gagnrýnir einnig Helgu Völu Helgadóttur og Loga Einarsson, þingmenn Samfylkingarinnar, og segir ljóst að þau viti greinilega ekki hvað sé að gerast í heiminum og þekki ekki sinn eigin systurflokk í Danmörku. Yfirlýsing kom frá forseta Alþingis um miðjan dag í gær. Þar segir að það séu vonbrigði að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin í tilefni fullveldisafmælisins. „Mér finnst auðvitað leitt að dagskráin hafi leitt til þess að ákveðinn blettur kom á þessi hátíðarhöld,“ segir Helga Vala Helgadóttir um yfirlýsingu forsetans og bætir við: „Það er hann sem fer með dagskrárvaldið en ekki sá sem á hana bendir.“ Um athugasemdir Piu segir Helga Vala að jafnaðarmenn á Íslandi þekki vel til systurflokksins í Danmörku og þyki leitt að hann hafi villst af leið frá jöfnuði, umhyggju fyrir öðru fólki og mannréttindum. Deilt hefur verið um hvort og á hvaða tíma þingmenn fengu upplýsingar um þátttöku Piu í hátíðarhöldunum en fyrir liggur að tilkynning þess efnis kom inn á vef þingsins 20. apríl síðastliðinn. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í forsætisnefnd, sendi í gær fyrirspurn á forseta þingsins og óskaði svara um ferlið að baki ákvörðun um boð Kjærsgaard í afmælið, hvenær ákvörðunin hefði verið tekin og hver ferill ákvörðunarinnar hefði verið. Deilt hefur verið um hversu upplýstir þingmenn voru um komu forseta danska þjóðþingsins á hátíðarfundinn á Þingvöllum í fyrradag.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01 Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna "Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön.“ 19. júlí 2018 18:01
Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52
Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56
Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?