Viðurkenna margfalt fleiri dauðsföll vegna Maríu á Púertó Ríkó Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 16:55 Kona kemur fyrir skóm á torgi fyrir framan þinghúsið í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó í júní. Hvert par átti að tákna íbúa eyjunnar sem fórst af völdum Maríu. Vísir/EPA Yfirvöld á Púertó Ríkó hafa nú viðurkennt að rúmlega 1.400 manns fórust af völdum fellibyljarins Maríu í fyrra. Það er margfalt meira mannfall en opinberar tölur hafa sagt til um fram að þessu. Upphaflega héldu yfirvöld á bandaríska yfirráðasvæðinu að 64 hefðu farist þegar María gekk yfir eyjuna í september í fyrra og vegna afleiðinga fellibyljarins. Nýja talan kemur fram í skýrsludrögum Bandaríkjaþings vegna óska um fjárveitingar til uppbyggingar á eyjunni. Talsmaður ríkisstjórnar Púertó Ríkó segir að nýja matið sé raunhæft að opinberum tölum um mannskaða hafi þó enn ekki verið breytt. Beðið sé eftir niðurstöðum rannsókn George Washington-háskóla. Stjórnin hefur verið sökuð um að reyna að gera lítið úr mannskaðanum. Talið er að margir hafi farist þegar rafmagnsleysi og skortur á nauðsynjum truflaði læknismeðferðir og fólk komst ekki á sjúkrahús. Sykursýki og blóðeitrun hafi orðið mörgum að aldurtila, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Innviðir Púertó Ríkó eru enn ekki komnir í samt lag nú þegar tæpt ár er liðið frá hamförunum. Rafmagni hefur ítrekað slegið út, þar á meðal á allri eyjunni nú síðast í apríl. Niðurstöður rannsóknar sem birtar voru fyrr á þessu ráði og byggðist meðal annars á viðtölum við íbúa eyjunnar bentu til þess að allt að fleiri þúsund manns gætu hafa látið lífið af völdum fellibyljarins. Ekki var þó um nákvæma talningu að ræða heldur áætluðu rannsakendurnir aukningu í dánartíðni eftir Maríu og mátu út frá henni mögulegan fjölda látinna. Púertó Ríkó Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Yfirvöld á Púertó Ríkó hafa nú viðurkennt að rúmlega 1.400 manns fórust af völdum fellibyljarins Maríu í fyrra. Það er margfalt meira mannfall en opinberar tölur hafa sagt til um fram að þessu. Upphaflega héldu yfirvöld á bandaríska yfirráðasvæðinu að 64 hefðu farist þegar María gekk yfir eyjuna í september í fyrra og vegna afleiðinga fellibyljarins. Nýja talan kemur fram í skýrsludrögum Bandaríkjaþings vegna óska um fjárveitingar til uppbyggingar á eyjunni. Talsmaður ríkisstjórnar Púertó Ríkó segir að nýja matið sé raunhæft að opinberum tölum um mannskaða hafi þó enn ekki verið breytt. Beðið sé eftir niðurstöðum rannsókn George Washington-háskóla. Stjórnin hefur verið sökuð um að reyna að gera lítið úr mannskaðanum. Talið er að margir hafi farist þegar rafmagnsleysi og skortur á nauðsynjum truflaði læknismeðferðir og fólk komst ekki á sjúkrahús. Sykursýki og blóðeitrun hafi orðið mörgum að aldurtila, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Innviðir Púertó Ríkó eru enn ekki komnir í samt lag nú þegar tæpt ár er liðið frá hamförunum. Rafmagni hefur ítrekað slegið út, þar á meðal á allri eyjunni nú síðast í apríl. Niðurstöður rannsóknar sem birtar voru fyrr á þessu ráði og byggðist meðal annars á viðtölum við íbúa eyjunnar bentu til þess að allt að fleiri þúsund manns gætu hafa látið lífið af völdum fellibyljarins. Ekki var þó um nákvæma talningu að ræða heldur áætluðu rannsakendurnir aukningu í dánartíðni eftir Maríu og mátu út frá henni mögulegan fjölda látinna.
Púertó Ríkó Tengdar fréttir Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Mannskaðinn á Púertó Ríkó margfalt meiri en opinberar tölur segja Ný rannsókn bendir til þess að á fimmta þúsund manns hafi farist af völdum fellibylsins Maríu sem gekk yfir Púertó Ríkó í september. Vatnsskortur og rafmagnsleysi hrjáir eyjaskeggja ennþá, átta mánuðum síðar. 29. maí 2018 19:12