Viðskiptafélagi kosningastjóra Trump viðurkenndi lygar og þjófnað Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2018 10:00 Rick Gates vann með Paul Manafort um árabil. Saman stýrðu þeir svo framboði Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Vísir/EPA Rick Gates, viðskiptafélagi Pauls Manafort fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist hafa falsað skattaskýrslur að beiðni félaga síns um árabil við réttarhöld yfir þeim síðarnefnda í gær. Gates viðurkenndi jafnframt að hafa stolið frá Manafort og öðrum. Manafort er ákærður fyrir skattalagabrot og bankasvik í Virginíuríki. Honum er gefið að sök að hafa falið greiðslur sem hann fékk fyrir málafylgjustörf í Úkraínu fyrir bandarískum skattayfirvöldum og svikið út bankalán þegar þeim slotaði. Gates vann með Manafort um árabil og var jafnframt aðstoðarkosningastjóri framboðs Trump. Hann hélt þeim störfum áfram jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að upp komst um milljóna dollara greiðslur sem hann hafði þegið á laun frá Viktori Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Við réttarhöldin í Alexandríuborg í gær lýsti Gates því hvernig hann hefði framið glæpi að undirlagi Manafort. Þeir hefðu haft fimmtán bankareikninga utan Bandaríkjanna sem þeir greindu bandarískum yfirvöldum ekki frá. Þeir hafi jafnframt vitað að það væri ólöglegt. Manafort hafi skipað honum að gefa upp millifærslur af erlendu reikningunum sem lán frekar en tekjur til þess að lækka skattstofn sinn. Sjálfur sagðist Gates ekki hafa hagnast af þeim brotum, að því er segir í frétt Washington Post. Ekki var nóg með það heldur viðurkenndi Gates að hafa stolið hundruð þúsundum dollara af erlendum reikningum frá Manafort og fleirum. Það gerði hann með því að búa til falska reikninga sem hann greiddi svo af reikningunum.Reynir að fá vægari refsingu sjálfur Gates tók fram að hann bæri vitni fyrir ákæruvaldið í von um að hann fengi sjálfur vægari refsingu fyrir glæpi sem hann hefur gengist við. Að öðrum kosti gæti hann átt yfir höfði sér fimm til sex ára fangelsisvist. Vitnisburður Gates átti að halda áfram í dag. Verjendur Manafort kenna Gates um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Manafort hafi gert mistök við skattaskýrslur en hann hafi ekki logið að yfirvöldum. Búist er við því að réttarhöldin yfir Manafort standi yfir í tvær vikur til viðbótar en þau hófust í síðustu viku. Hann er einnig ákærður í öðru máli í Washington-borg fyrir peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumann erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Manafort var einn fulltrúa Trump-framboðsins sem sat umtalaðan fund með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Fyrir hann hafði Donald Trump yngri, elsta syni þáverandi forsetaframbjóðandans, verið boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata. Trump forseti sagði á Twitter um helgina að tilgangur fundarins hafi verið að fá upplýsingar sem kæmu sér illa um mótherja hans. Réttarhöldin yfir Manafort eru þau fyrstu í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Rick Gates, viðskiptafélagi Pauls Manafort fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagðist hafa falsað skattaskýrslur að beiðni félaga síns um árabil við réttarhöld yfir þeim síðarnefnda í gær. Gates viðurkenndi jafnframt að hafa stolið frá Manafort og öðrum. Manafort er ákærður fyrir skattalagabrot og bankasvik í Virginíuríki. Honum er gefið að sök að hafa falið greiðslur sem hann fékk fyrir málafylgjustörf í Úkraínu fyrir bandarískum skattayfirvöldum og svikið út bankalán þegar þeim slotaði. Gates vann með Manafort um árabil og var jafnframt aðstoðarkosningastjóri framboðs Trump. Hann hélt þeim störfum áfram jafnvel eftir að Manafort steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að upp komst um milljóna dollara greiðslur sem hann hafði þegið á laun frá Viktori Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Við réttarhöldin í Alexandríuborg í gær lýsti Gates því hvernig hann hefði framið glæpi að undirlagi Manafort. Þeir hefðu haft fimmtán bankareikninga utan Bandaríkjanna sem þeir greindu bandarískum yfirvöldum ekki frá. Þeir hafi jafnframt vitað að það væri ólöglegt. Manafort hafi skipað honum að gefa upp millifærslur af erlendu reikningunum sem lán frekar en tekjur til þess að lækka skattstofn sinn. Sjálfur sagðist Gates ekki hafa hagnast af þeim brotum, að því er segir í frétt Washington Post. Ekki var nóg með það heldur viðurkenndi Gates að hafa stolið hundruð þúsundum dollara af erlendum reikningum frá Manafort og fleirum. Það gerði hann með því að búa til falska reikninga sem hann greiddi svo af reikningunum.Reynir að fá vægari refsingu sjálfur Gates tók fram að hann bæri vitni fyrir ákæruvaldið í von um að hann fengi sjálfur vægari refsingu fyrir glæpi sem hann hefur gengist við. Að öðrum kosti gæti hann átt yfir höfði sér fimm til sex ára fangelsisvist. Vitnisburður Gates átti að halda áfram í dag. Verjendur Manafort kenna Gates um glæpina sem hann er ákærður fyrir. Manafort hafi gert mistök við skattaskýrslur en hann hafi ekki logið að yfirvöldum. Búist er við því að réttarhöldin yfir Manafort standi yfir í tvær vikur til viðbótar en þau hófust í síðustu viku. Hann er einnig ákærður í öðru máli í Washington-borg fyrir peningaþvætti og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumann erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Manafort var einn fulltrúa Trump-framboðsins sem sat umtalaðan fund með rússneskum lögmanni í Trump-turninum í New York í júní árið 2016. Fyrir hann hafði Donald Trump yngri, elsta syni þáverandi forsetaframbjóðandans, verið boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata. Trump forseti sagði á Twitter um helgina að tilgangur fundarins hafi verið að fá upplýsingar sem kæmu sér illa um mótherja hans. Réttarhöldin yfir Manafort eru þau fyrstu í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á meintu samráði framboðs Trump við Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00 Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Réttað yfir kosningastjóra Trump Paul Manafort er ákærður fyrir að svíkja út lán og að fela fé fyrir skattayfirvöldum. 31. júlí 2018 21:00
Trump segir að Sessions ætti að stöðva Mueller Jeff Sessions sagði sig frá Rússarannsókninni á sínum tíma, eftir að í ljós kom að hann hafði sagt þingmönnum ósatt um samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:20