Prenta ekki byssur strax Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. ágúst 2018 06:00 Ýmsir hræðast það að leyfa prentun skotvopna. Vísir/Getty Robert Lasnik, alríkisdómari í bandarísku borginni Seattle, skipaði vefsíðunni DEFCAD í fyrrinótt að taka þrívíddarprentunarskrár fyrir skotvopn úr birtingu. Úrskurðurinn var nýjasta vending í baráttunni gegn frjálsri þrívíddarprentun skotvopna en Defense Distributed, fyrirtækið á bak við DEFCAD, komst í síðasta mánuði að samkomulagi við yfirvöld, eftir fjögurra ára málaferli, um að heimila birtingu skránna þann fyrsta ágúst. Samkomulagið var umdeilt og átta ríki Bandaríkjanna greindu frá því í sameiginlegri yfirlýsingu á mánudag að þau myndu gera sitt besta til að fá samkomulaginu hnekkt fyrir dómstólum. Tuttugu önnur ríki lýstu svo stuðningi við markmiðið. Þá hafði DEFCAD nú þegar birt skrárnar, gerði það fjórum dögum áður en heimilt var, og þeim verið hlaðið niður mörg þúsund sinnum. Um prentunarskrár fyrir tíu mismunandi skotvopn var að ræða og sagði miðillinn Ars Technica frá því að þar á bæ hefðu menn getað náð í skrár til að prenta virka eftirlíkingu af AR-15 hríðskotariffli. Skrárnar eru enn í dreifingu og gat Fréttablaðið auðveldlega fundið þær á niðurhalssíðum. Í úrskurði sínum sagði Lasnik að komist þessi órekjanlegu þrívíddarprentuðu skotvopn og prentunarskrárnar í dreifingu muni það hafa neikvæðar afleiðingar. „Það eru þrívíddarprentarar í háskólum og víða á meðal almennings. Það má leiða líkur að því að þrívíddarprentuð skotvopn muni valda óafturkræfum skaða.“ Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Tækni Tengdar fréttir Lögbann sett á birtingu teikninga að byssum á netinu Lögmaður mannsins sem ætlaði að birta teikningar fyrir þrívíddarprentara segir lögbannið brjóta gegn tjáningarfrelsi hans. 31. júlí 2018 23:47 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Robert Lasnik, alríkisdómari í bandarísku borginni Seattle, skipaði vefsíðunni DEFCAD í fyrrinótt að taka þrívíddarprentunarskrár fyrir skotvopn úr birtingu. Úrskurðurinn var nýjasta vending í baráttunni gegn frjálsri þrívíddarprentun skotvopna en Defense Distributed, fyrirtækið á bak við DEFCAD, komst í síðasta mánuði að samkomulagi við yfirvöld, eftir fjögurra ára málaferli, um að heimila birtingu skránna þann fyrsta ágúst. Samkomulagið var umdeilt og átta ríki Bandaríkjanna greindu frá því í sameiginlegri yfirlýsingu á mánudag að þau myndu gera sitt besta til að fá samkomulaginu hnekkt fyrir dómstólum. Tuttugu önnur ríki lýstu svo stuðningi við markmiðið. Þá hafði DEFCAD nú þegar birt skrárnar, gerði það fjórum dögum áður en heimilt var, og þeim verið hlaðið niður mörg þúsund sinnum. Um prentunarskrár fyrir tíu mismunandi skotvopn var að ræða og sagði miðillinn Ars Technica frá því að þar á bæ hefðu menn getað náð í skrár til að prenta virka eftirlíkingu af AR-15 hríðskotariffli. Skrárnar eru enn í dreifingu og gat Fréttablaðið auðveldlega fundið þær á niðurhalssíðum. Í úrskurði sínum sagði Lasnik að komist þessi órekjanlegu þrívíddarprentuðu skotvopn og prentunarskrárnar í dreifingu muni það hafa neikvæðar afleiðingar. „Það eru þrívíddarprentarar í háskólum og víða á meðal almennings. Það má leiða líkur að því að þrívíddarprentuð skotvopn muni valda óafturkræfum skaða.“
Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Tækni Tengdar fréttir Lögbann sett á birtingu teikninga að byssum á netinu Lögmaður mannsins sem ætlaði að birta teikningar fyrir þrívíddarprentara segir lögbannið brjóta gegn tjáningarfrelsi hans. 31. júlí 2018 23:47 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Lögbann sett á birtingu teikninga að byssum á netinu Lögmaður mannsins sem ætlaði að birta teikningar fyrir þrívíddarprentara segir lögbannið brjóta gegn tjáningarfrelsi hans. 31. júlí 2018 23:47