Um græðgi og grátkóra Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 15. ágúst 2018 07:00 Ferðaþjónusta á Íslandi siglir nú í gegnum ákveðnar breytingar og jafnvel töluverðan samdrátt á sumum sviðum. Þetta kemur þeim sem lengi hafa starfað í greininni ekki á óvart. Þegar gengi krónunnar fór að styrkjast ískyggilega fyrir um tveimur árum var ljóst að það hefði áhrif á eftirspurn eftir Íslandsferðum og á hegðun ferðamanna á Íslandi. Auk styrkingar krónunnar hafa miklar launahækkanir, sem vega þungt í mannaflsfrekri atvinnugrein eins og ferðaþjónustan er, ásamt háum fjármagnskostnaði valdið því að rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja er nú erfiður. Þá má ekki gleyma því að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa fjárfest gríðarlega í innviðum á síðustu árum, en á árunum 2015 til 2017 fjárfesti ferðaþjónustan fyrir 263 milljarða króna. Við þetta má svo bæta að stjórnvöldum hefur tekist að lauma inn alls kyns gjöldum og skattahækkunum á ferðamenn undanfarin ár – sem auðvitað hefur bein áhrif á verðlagið og veldur því að samkeppnishæfni Íslands hefur versnað umtalsvert. Það stendur ekki á sjálfskipuðum sérfræðingum um allt þjóðfélagið sem kjósa að hundsa staðreyndir og hrópa hátt að ferðaþjónustan sé fórnarlamb eigin græðgi. Þegar forsvarsmenn ferðaþjónustunnar benda á þessar staðreyndir eru þeir sagðir vera gengnir í grátkór og oft hnýtt aftan við að þeir séu komnir í samkór með forsvarsmönnum sjávarútvegsfyrirtækja. Allir eiga sín dæmi máli sínu til rökstuðnings í græðgistalinu. Allir geta sagt sögur af fiskrétti „úti á landi“ sem kostaði svona mikið og kaffibolla í miðborg Reykjavíkur sem kostaði heila formúu. Flestir Íslendingar hafa samkvæmt þessum sérfræðingum alls ekki efni á að ferðast innanlands. Á meðan hafa sjaldan fleiri Íslendingar ferðast til útlanda síðastliðin misseri. Sem er svo sem skiljanlegt, það fæst meira fyrir krónuna erlendis vegna sterks gengis krónunnar – sem er ferðaþjónustu á Íslandi að kenna eða þakka. Það gleymist auðvitað að taka það með í reikninginn. Græðgi, sem dregið er af orðinu að græða, er skammaryrði á Íslandi. Samt vilja allir græða – líka þeir sem hrópa hæst á torgum – en hins vegar er alls óljóst og óskilgreint hvenær eðlileg arðsemiskrafa í fyrirtækjarekstri er orðin að græðgi. Flokkast það t.d. undir græðgi að þurfa að eiga fyrir launum starfsmanna, launatengdum gjöldum, sköttum og skyldum, húsaleigu og almennum rekstrarkostnaði? Er það græðgi að vonast eftir að fjárfesting og ómæld vinna skili örlitlum arði? Ég fullyrði að það eru fá ef einhver ferðaþjónustufyrirtæki sem eru drifin áfram af óeðlilegri „græðgi“ og ég efast um að það hafi einhvern tímann verið tilfellið hjá fyrirtækjum sem vilja láta taka sig alvarlega. Því miður eru dæmi um svarta sauði í ferðaþjónustu rétt eins og í öðrum atvinnugreinum en langflestir eru ekki að tjalda til einnar nætur heldur byggja upp ferðaþjónustu, af miklum metnaði, til langrar framtíðar. Það er auðvitað ólíðandi og óþolandi að þeir sem horfa aðeins til skamms tíma og skila jafnvel ekki sköttum og skyldum fái að leika lausum hala. Á það höfum við í Samtökum ferðaþjónustunnar ítrekað bent og krafist aðgerða. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki berjast nú í bökkum við að láta enda ná saman. Það eru hagræðingaraðgerðir í gangi víðast hvar og menn leita leiða til að lækka verð til að þess að varan „Íslandsferð“ haldi áfram að vera samkeppnishæf á erlendum mörkuðum. Ef það kallast að vera í grátkór að benda á staðreyndir og vara við aðgerðum sem geta reynst hættulegar mikilvægustu útflutningsgrein okkar, þá skal ég syngja fyrsta sópran í þeim kór. Verði íslensk ferðaþjónusta af hvaða ástæðum sem er fyrir verulegum skakkaföllum á næstu misserum, þá verða það nefnilega ekki bara hinir meintu gróðapungar sem tapa, heldur allir Íslendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta á Íslandi siglir nú í gegnum ákveðnar breytingar og jafnvel töluverðan samdrátt á sumum sviðum. Þetta kemur þeim sem lengi hafa starfað í greininni ekki á óvart. Þegar gengi krónunnar fór að styrkjast ískyggilega fyrir um tveimur árum var ljóst að það hefði áhrif á eftirspurn eftir Íslandsferðum og á hegðun ferðamanna á Íslandi. Auk styrkingar krónunnar hafa miklar launahækkanir, sem vega þungt í mannaflsfrekri atvinnugrein eins og ferðaþjónustan er, ásamt háum fjármagnskostnaði valdið því að rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja er nú erfiður. Þá má ekki gleyma því að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa fjárfest gríðarlega í innviðum á síðustu árum, en á árunum 2015 til 2017 fjárfesti ferðaþjónustan fyrir 263 milljarða króna. Við þetta má svo bæta að stjórnvöldum hefur tekist að lauma inn alls kyns gjöldum og skattahækkunum á ferðamenn undanfarin ár – sem auðvitað hefur bein áhrif á verðlagið og veldur því að samkeppnishæfni Íslands hefur versnað umtalsvert. Það stendur ekki á sjálfskipuðum sérfræðingum um allt þjóðfélagið sem kjósa að hundsa staðreyndir og hrópa hátt að ferðaþjónustan sé fórnarlamb eigin græðgi. Þegar forsvarsmenn ferðaþjónustunnar benda á þessar staðreyndir eru þeir sagðir vera gengnir í grátkór og oft hnýtt aftan við að þeir séu komnir í samkór með forsvarsmönnum sjávarútvegsfyrirtækja. Allir eiga sín dæmi máli sínu til rökstuðnings í græðgistalinu. Allir geta sagt sögur af fiskrétti „úti á landi“ sem kostaði svona mikið og kaffibolla í miðborg Reykjavíkur sem kostaði heila formúu. Flestir Íslendingar hafa samkvæmt þessum sérfræðingum alls ekki efni á að ferðast innanlands. Á meðan hafa sjaldan fleiri Íslendingar ferðast til útlanda síðastliðin misseri. Sem er svo sem skiljanlegt, það fæst meira fyrir krónuna erlendis vegna sterks gengis krónunnar – sem er ferðaþjónustu á Íslandi að kenna eða þakka. Það gleymist auðvitað að taka það með í reikninginn. Græðgi, sem dregið er af orðinu að græða, er skammaryrði á Íslandi. Samt vilja allir græða – líka þeir sem hrópa hæst á torgum – en hins vegar er alls óljóst og óskilgreint hvenær eðlileg arðsemiskrafa í fyrirtækjarekstri er orðin að græðgi. Flokkast það t.d. undir græðgi að þurfa að eiga fyrir launum starfsmanna, launatengdum gjöldum, sköttum og skyldum, húsaleigu og almennum rekstrarkostnaði? Er það græðgi að vonast eftir að fjárfesting og ómæld vinna skili örlitlum arði? Ég fullyrði að það eru fá ef einhver ferðaþjónustufyrirtæki sem eru drifin áfram af óeðlilegri „græðgi“ og ég efast um að það hafi einhvern tímann verið tilfellið hjá fyrirtækjum sem vilja láta taka sig alvarlega. Því miður eru dæmi um svarta sauði í ferðaþjónustu rétt eins og í öðrum atvinnugreinum en langflestir eru ekki að tjalda til einnar nætur heldur byggja upp ferðaþjónustu, af miklum metnaði, til langrar framtíðar. Það er auðvitað ólíðandi og óþolandi að þeir sem horfa aðeins til skamms tíma og skila jafnvel ekki sköttum og skyldum fái að leika lausum hala. Á það höfum við í Samtökum ferðaþjónustunnar ítrekað bent og krafist aðgerða. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki berjast nú í bökkum við að láta enda ná saman. Það eru hagræðingaraðgerðir í gangi víðast hvar og menn leita leiða til að lækka verð til að þess að varan „Íslandsferð“ haldi áfram að vera samkeppnishæf á erlendum mörkuðum. Ef það kallast að vera í grátkór að benda á staðreyndir og vara við aðgerðum sem geta reynst hættulegar mikilvægustu útflutningsgrein okkar, þá skal ég syngja fyrsta sópran í þeim kór. Verði íslensk ferðaþjónusta af hvaða ástæðum sem er fyrir verulegum skakkaföllum á næstu misserum, þá verða það nefnilega ekki bara hinir meintu gróðapungar sem tapa, heldur allir Íslendingar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun