Skorar á þjóðarleiðtoga að skafa af sér kílóin Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 06:32 Tongverjar eru sjöunda feitasta þjóð í heimi. ESA Forsætisráðherra eyríkisins Tonga ætlar sér að skora á aðra þjóðarleiðtoga Kyrrahafsríkja í þyngdartapskeppni. Ætlunin með keppninni að sögn forsætisráðherrans, Akilisi Pohiva, er að vekja athygli á heilsusamlegu líferni en ofþyngd er mikið heilsufarsvandamál meðal barna í Kyrrahafsríkjum. Pohiva segist ætla að stinga upp á keppninni, sem myndi ganga út á að skafa af sér sem flest kíló á einu ári, á sameiginlegum fundi leiðtoganna í Nárú í september. Akilisi Pohiva, forsætisráðherra Tonga.AAPHann segir að fundurinn sé ágætis upphafspunktur keppninnar því hann er árlegur. Leiðtogarnir geti því aftur stigið saman á vigtina að ári liðnu og mælt árangurinn. „Við Kyrrahafsleiðtogarnir hittumst og tölum og tölum um vandamálin en þrátt fyrir það virðist lítið gerst, þetta virðist ekki virka,“ er haft eftir forsætisráðherranum á vef Guardian. „Þegar leiðtogarnir hafa tamið sér rétta hugarfarið munu þeir geta hvatt þjóðir sínar til að fylgja í þeirra fótspor,“ bætir Pohiva við. Meira en helmingur - og í sömu tilfellum næstum 90% - íbúa hið minnsta 10 Kyrrahafsríkja teljast of þungir samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Samkvæmt staðreyndabók CIA, sem tekur saman töluleg gögn um heimsbyggðina, voru 10 feitustu þjóðir heims allar í Kyrrahafi. Þar er Nárú efst á lista en um 61% allra fullorðinna í landinu eru í ofþyngd. Ástæðurnar fyrir vandanum eru margþættar en einhverjir hafa bent á innreið unninna matvæla, á kostnað innlendrar, næringaríkrar framleiðslu. Heilsa Naúrú Tonga Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Forsætisráðherra eyríkisins Tonga ætlar sér að skora á aðra þjóðarleiðtoga Kyrrahafsríkja í þyngdartapskeppni. Ætlunin með keppninni að sögn forsætisráðherrans, Akilisi Pohiva, er að vekja athygli á heilsusamlegu líferni en ofþyngd er mikið heilsufarsvandamál meðal barna í Kyrrahafsríkjum. Pohiva segist ætla að stinga upp á keppninni, sem myndi ganga út á að skafa af sér sem flest kíló á einu ári, á sameiginlegum fundi leiðtoganna í Nárú í september. Akilisi Pohiva, forsætisráðherra Tonga.AAPHann segir að fundurinn sé ágætis upphafspunktur keppninnar því hann er árlegur. Leiðtogarnir geti því aftur stigið saman á vigtina að ári liðnu og mælt árangurinn. „Við Kyrrahafsleiðtogarnir hittumst og tölum og tölum um vandamálin en þrátt fyrir það virðist lítið gerst, þetta virðist ekki virka,“ er haft eftir forsætisráðherranum á vef Guardian. „Þegar leiðtogarnir hafa tamið sér rétta hugarfarið munu þeir geta hvatt þjóðir sínar til að fylgja í þeirra fótspor,“ bætir Pohiva við. Meira en helmingur - og í sömu tilfellum næstum 90% - íbúa hið minnsta 10 Kyrrahafsríkja teljast of þungir samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Samkvæmt staðreyndabók CIA, sem tekur saman töluleg gögn um heimsbyggðina, voru 10 feitustu þjóðir heims allar í Kyrrahafi. Þar er Nárú efst á lista en um 61% allra fullorðinna í landinu eru í ofþyngd. Ástæðurnar fyrir vandanum eru margþættar en einhverjir hafa bent á innreið unninna matvæla, á kostnað innlendrar, næringaríkrar framleiðslu.
Heilsa Naúrú Tonga Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira