Kveikt í rúmlega 80 bílum í Svíþjóð Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 06:02 Vitni segjast hafa séð dökk- og grímuklædda menn bera eld að bílunum. SVT Borinn var eldur að fjölda bíla í sænsku borgunum Gautaborg og Trollhättan í nótt. Þá voru lögreglumenn grýttir í síðarnefndu borginni. Lögreglustjórinn Ulla Brehm segir að þó að sænska lögreglan hafi áður þurft að eiga við brennuvarga minnist hún þess ekki að eldur hafi verið borinn að svo mörgum bílum á svo mörgum stöðum á sama tíma. Sænskir fjölmiðlar ætla að rúmlega 80 bílar hafi orðið brennuvörgum að bráð í gærkvöld. Fyrst bárust tilkynningar af eldsvoðum í norðausturhluta Gautaborgar um klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. Skömmu síðar fékk lörgreglan tilkynningu um hóp fólks sem virtist bera eld að bílum á bílastæði við Frölunda-torg. Í Tröllhättan var samtímis kveikt í bílum, dekkjum og vörubrettum. Þá var kveikt í nokkrum bílum til viðbótar um klukkan 23, í hverfunum Gårdsten og Tynnered. Þegar lögreglan mætti til að aðstoða slökkviliðsmenn í Trollhättan á hún að hafa orðið fyrir grjótkasti ungmenna. Fjöldi ungs fólks, sem huldi andlit sitt, er sagður hafa grýtt lögregluþjónana og segir lögreglustjórinn Ulla Brehm í samtali við SVT að ekki hafi verið hægt að bera kennsl á grjótkastarana sökum dulargervanna. Vitni segjast í samtali við sænska ríkisútvarpið hafa séð dökkklæddan hóp kveikja í bílum í Frölunda. Í myndbandi á vef SVT má sjá hvernig hópur brennuvarga gengur á milli bíla og kveikir í þeim. Eitt vitnanna segist hafa séð á bilinu 8 til 10 grímuklædda menn, vopnaða hafnaboltakylfum og bensínbrúsum. Þrátt fyrir eldhafið hafa ekki borist neinar fregnir af manntjóni. Lögreglan rannsakar nú hvort einhver tengsl séu milli eldanna, sem kviknuðu sem fyrr segir á mörgum stöðum á nokkurn veginn sama tíma. Lögreglan biðlar til foreldra að þeir lykti af fötum barna sinna. Finni þeir bensínlykt skulu þeir hafa tafarlaust samband við lögregluna. Enginn hefur verið handtekinn vegna eldanna. Norðurlönd Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Borinn var eldur að fjölda bíla í sænsku borgunum Gautaborg og Trollhättan í nótt. Þá voru lögreglumenn grýttir í síðarnefndu borginni. Lögreglustjórinn Ulla Brehm segir að þó að sænska lögreglan hafi áður þurft að eiga við brennuvarga minnist hún þess ekki að eldur hafi verið borinn að svo mörgum bílum á svo mörgum stöðum á sama tíma. Sænskir fjölmiðlar ætla að rúmlega 80 bílar hafi orðið brennuvörgum að bráð í gærkvöld. Fyrst bárust tilkynningar af eldsvoðum í norðausturhluta Gautaborgar um klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. Skömmu síðar fékk lörgreglan tilkynningu um hóp fólks sem virtist bera eld að bílum á bílastæði við Frölunda-torg. Í Tröllhättan var samtímis kveikt í bílum, dekkjum og vörubrettum. Þá var kveikt í nokkrum bílum til viðbótar um klukkan 23, í hverfunum Gårdsten og Tynnered. Þegar lögreglan mætti til að aðstoða slökkviliðsmenn í Trollhättan á hún að hafa orðið fyrir grjótkasti ungmenna. Fjöldi ungs fólks, sem huldi andlit sitt, er sagður hafa grýtt lögregluþjónana og segir lögreglustjórinn Ulla Brehm í samtali við SVT að ekki hafi verið hægt að bera kennsl á grjótkastarana sökum dulargervanna. Vitni segjast í samtali við sænska ríkisútvarpið hafa séð dökkklæddan hóp kveikja í bílum í Frölunda. Í myndbandi á vef SVT má sjá hvernig hópur brennuvarga gengur á milli bíla og kveikir í þeim. Eitt vitnanna segist hafa séð á bilinu 8 til 10 grímuklædda menn, vopnaða hafnaboltakylfum og bensínbrúsum. Þrátt fyrir eldhafið hafa ekki borist neinar fregnir af manntjóni. Lögreglan rannsakar nú hvort einhver tengsl séu milli eldanna, sem kviknuðu sem fyrr segir á mörgum stöðum á nokkurn veginn sama tíma. Lögreglan biðlar til foreldra að þeir lykti af fötum barna sinna. Finni þeir bensínlykt skulu þeir hafa tafarlaust samband við lögregluna. Enginn hefur verið handtekinn vegna eldanna.
Norðurlönd Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira