Japanskar lausnir geta hentað á Þingeyri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 19:45 Mikil gróska hefur verið í nýsköpunar og listastarfi á Þingeyri að undanförnu. Lausnir sem reynst hafa vel í Japan vegna fólksfækkunar í strjálbýli geta líka reynst vel á Íslandi. Þetta segir japanskur arkitekt sem starfað hefur að verkefni því tengdu á Þingeyri undanfarin þrjú ár. Hann segir list og skapandi hugsun meðal annars gegna lykilhlurverki. Dreyfðar byggðir í Japan hafa glímt við vandamál á borð við hækkandi meðalaaldur íbúa og fólksflótta til stórborga allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni að sögn arkitektsins Yasuaki Tanago. „Allir vildu flytja í þéttbýli og undanfarin tíu ár hefur þróun fólksfjölda í landinu verið niður á við,” segir Tanago. „sem stendur glímum við við fjölbreytt vandamál vegna fólksfækkunar í litlum byggðum og yfirvöld segja að á næstu þrjátíu árum gætu þær horfið. Það eru félagsleg vandamál af þessum toga í Japan.” Á undanförnum árum hefur verið ráðist í verkefni til að bregðast við þessu í litlum fjallaþorpum í Japan sem hafa gefist vel. Tanago hefur frá árinu 2015 unnið að sambærilegu framtíðarverkefni á Þingeyri, í samvinnu við heimamenn, sem felst meðal annars í því að stuðla að breyttri íbúasamsetningu, skapa fleiri tækifæri fyrir ungt fólk og auka aðdráttarafl þorpsins með skipulegum hætti. Tanago flutti erindi um verkefnið í Háskólabíói í dag. „Verkefnið fór af stað bara fyrir þremur árum. Svo núna erum við að vinna með heimamönnum, gestum, listamönnum og arkitektum og skoðum saman framtíð Þingeyrar, í þessu afskekkta samfélagi,” segir Tanago. Frá árinu 1986 til 2016 fækkaði íbúum á Þingeyri um 46% en íbúum fjölgaði á milli áranna 2017-2018, í fyrsta sinn í langan tíma, en þar búa nú tæplega 280 manns. Áhyggjuefni þykir að mest hefur fækkað í hópi 16-35 ára. „Mín lausn byggir á því að við þurfum verðmætasköpun sem er sjálfbær. Því ef verðmætasköpun er ekki meiri en sem nemur neyslu gæða, þá lifir samfélagið ekki af. Ef það er ekki verðmætasköpun þá er erfitt að búa þar,” segir Tanago. Þess má geta að japönsk helgi verður haldin á Þingeyri nú um helgina en dagskrá hátíðarinnar má kynna sér hér. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Lausnir sem reynst hafa vel í Japan vegna fólksfækkunar í strjálbýli geta líka reynst vel á Íslandi. Þetta segir japanskur arkitekt sem starfað hefur að verkefni því tengdu á Þingeyri undanfarin þrjú ár. Hann segir list og skapandi hugsun meðal annars gegna lykilhlurverki. Dreyfðar byggðir í Japan hafa glímt við vandamál á borð við hækkandi meðalaaldur íbúa og fólksflótta til stórborga allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni að sögn arkitektsins Yasuaki Tanago. „Allir vildu flytja í þéttbýli og undanfarin tíu ár hefur þróun fólksfjölda í landinu verið niður á við,” segir Tanago. „sem stendur glímum við við fjölbreytt vandamál vegna fólksfækkunar í litlum byggðum og yfirvöld segja að á næstu þrjátíu árum gætu þær horfið. Það eru félagsleg vandamál af þessum toga í Japan.” Á undanförnum árum hefur verið ráðist í verkefni til að bregðast við þessu í litlum fjallaþorpum í Japan sem hafa gefist vel. Tanago hefur frá árinu 2015 unnið að sambærilegu framtíðarverkefni á Þingeyri, í samvinnu við heimamenn, sem felst meðal annars í því að stuðla að breyttri íbúasamsetningu, skapa fleiri tækifæri fyrir ungt fólk og auka aðdráttarafl þorpsins með skipulegum hætti. Tanago flutti erindi um verkefnið í Háskólabíói í dag. „Verkefnið fór af stað bara fyrir þremur árum. Svo núna erum við að vinna með heimamönnum, gestum, listamönnum og arkitektum og skoðum saman framtíð Þingeyrar, í þessu afskekkta samfélagi,” segir Tanago. Frá árinu 1986 til 2016 fækkaði íbúum á Þingeyri um 46% en íbúum fjölgaði á milli áranna 2017-2018, í fyrsta sinn í langan tíma, en þar búa nú tæplega 280 manns. Áhyggjuefni þykir að mest hefur fækkað í hópi 16-35 ára. „Mín lausn byggir á því að við þurfum verðmætasköpun sem er sjálfbær. Því ef verðmætasköpun er ekki meiri en sem nemur neyslu gæða, þá lifir samfélagið ekki af. Ef það er ekki verðmætasköpun þá er erfitt að búa þar,” segir Tanago. Þess má geta að japönsk helgi verður haldin á Þingeyri nú um helgina en dagskrá hátíðarinnar má kynna sér hér.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent